Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 2
8. desember 2012 LAUGARDAGURFRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜27
HELGIN 28➜68
SPORT 102➜104
MENNING 74➜110
BRUNI Íbúar við Laugaveg 51
auk eiganda verslunar þar segja
íkveikju það eina sem komi til
greina að hafi átt sér stað þegar
eldur braust út í mannlausri íbúð á
annarri hæð hússins upp úr hádegi
í gær. Ekkert rafmagn hefur verið
á íbúðinni í nokkra mánuði.
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins var kallað til þegar
vegfarendur sáu mikinn reyk stíga
út um glugga húsnæðisins. Manni
var bjargað við illan leik út um
glugga á þriðju hæð og var hann
fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Allt húsið er mikið skemmt af reyk.
Verslunin Manía er á jarðhæð
hússins og urðu miklar skemmdir
á henni af völdum vatns og reyks.
María Birta Bjarnadóttir, eigandi
verslunarinnar, segist enga skýr-
ingu geta fundið á eldsupptökum
aðra en íkveikju.
„Það er ekkert annað sem kemur
til greina. Íbúðin hefur verið mann-
laus í svo langan tíma. Það er ekki
einu sinni rafmagn á henni,“ segir
hún. Að hennar sögn eru einungis
tveir sófar, borð og eitt rúm inni
í íbúðinni, en hún fór þangað inn
fyrir nokkrum dögum. Hún hefur
enga hugmynd um hver gæti verið
þar að verki.
Starfsfólk Maníu var í óða önn í
gær að bjarga verðmætum í gær.
Stórt gat var gert í loftið til að
hleypa vatni niður og mikla reykjar-
lykt lagði um allt rýmið. Óvíst er
hvenær verslunin verður opnuð á
ný, en María er tryggð fyrir tjóninu.
Friðrik Guðmundsson, íbúi á
efstu hæð hússins, er sammála
Maríu um að ekkert annað komi
til greina en að kveikt hafi verið
í. „Þetta var íkveikja. Það er ekk-
ert rafmagn á íbúðinni og fólk
hefur verið að valsa þarna út og
inn í langan tíma. Alls konar fólk
og margir með lykla,“ segir hann.
„Ég er búinn að berjast gegn því
frá árinu 2005 að það sé búið í þessu
skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir
engin lagaleg skilyrði um slíkt. Ég
hef verið í samskiptum við bygg-
ingafulltrúa borgarinnar í fjölda
ára varðandi þetta, en hann hefur
aldrei gert neitt í málinu. Svo endar
þetta svona.“
Fleiri íbúar sem Fréttablaðið
ræddi við voru á sömu skoðun og
Friðrik og María. Slökkviliðsmenn
á svæðinu vildu þó ekki taka undir
grunsemdir íbúanna, en sögðu
málið fara í rannsókn til lögreglu
sem myndi skera úr um elds upptök.
sunna@frettabladid.is
„ Það ætti að loka þessum
verksmiðjum en það er
ekki auðvelt verk.“ 12
Kalpona Akter
um fataverksmiðjur í Bangladess
ENGIN SORPA, BANKI,
VÍNBÚÐ EÐA PÓSTUR Í
GRAFARVOGI LENGUR 8
SÖNNUNARBYRÐIN ER
KOMUFARÞEGANNA 6
LJÓSAKRÓNA
VERÐ 49.900,- TILBOÐ 34.900,-
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
Opið í dag, laugardag kl. 11-16.
30%
kíktu inn á www.pfaff.is
AÐEINS Í DAG!
Íbúar sannfærðir um
að kveikt hafi verið í
Íbúar við Laugaveg 51 eru sannfærðir um að kveikt hafi verið í húsnæðinu í gær.
Manni var bjargað út um glugga á þriðju hæð. Allt húsið mikið skemmt af reyk.
Mikið tjón í versluninni Maníu. Íbúi hefur farið fram á endurbætur síðan 2005.
BJARGAÐ Slökkviliðsmenn reistu stiga við húsið svo að maðurinn, sem var í íbúð á þriðju hæð, gat komist út um glugga og
niður. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisfl okksins,
bar vitni fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í svokölluðu
Vafningsmáli sérstaks sak-
sóknara.
Guðríður Arnardóttir,
oddviti Samfylkingarinnar
í Kópavogi, hefur í vikunni
staðið í orðasennu við Gunn-
ar Birgisson, bæjar fulltrúa
Sjálfstæðisfl okksins, um
samskiptahefðina í bæjarstjórn Kópavogs.
Jón F. Bjartmarz, yfi rlög-
regluþjónn hjá Ríkislögreglu-
stjóra, ræddi í vikunni um
hryðjuverkaógn á Íslandi,
sem hann telur umtalsverða.
Jón Ólafs-
son athafna-
maður var
í vikunni
dæmdur í
Héraðs dómi Reykja-
víkur til að greiða Landsbankanum 455 millj-
ónir króna, auk dráttarvaxta.
FIMM Í FRÉTTUM HRYÐJUVERKAÓGN OG HANDBOLTI
TÚRANDI ÆTTARMÓT 28
FM Belfast komin á kreik eft ir barneignarleyfi .
BÆKUR Í BÍÓ 38
Tugir íslenskra skáldsagna bíða þess að vera
kvikmyndaðir.
BABB Í BJÖRGUNARBÁTINN 42
Björgunarskip Landsbjargar þarfnast endur-
bóta.
HÚSIN Á EYRINNI 46
Arkitektúr 19. aldar nýtur sín á Ísafi rði.
UMSLÖG ÁRSINS 50
Plötuumslög ársins tekin til kostanna.
KRAKKASÍÐA 66
KROSSGÁTA 68
SAGA UM SÖGU 76
Ritdómur um Fjarveru Braga Ólafssonar.
BLÍÐA AÐ BJÓÐA 82
Lilja Nótt Þórarinsdóttir fl ytur einleik um vændi.
SKREYTUM HÚS … 96
Saga jólatrjánna rakin.
UPPGJÖR Á ÁRAMÓTUM 110
Áramótabomba Mið-Íslands og Önnu Svövu til
höfuðs Skaupinu.
JÓLAMYNDIR HARÐHAUSANNA 56
Bíómyndir fyrir fullorðin jólabörn.
➜ Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur haft í nógu
að snúast vegna Evrópumeistaramótsins í Serbíu sem stendur yfi r þessa dagana. Gengi
liðsins hefur ekki verið eins gott og vonir stóðu til.
Þetta var íkveikja. Það
er ekkert rafmagn á íbúð-
inni og fólk hefur verið
að valsa þarna út og inn
í langan tíma. Alls konar
fólk og margir með lykla.
Friðrik Guðmundsson
Íbúi á efstu hæð
FJÁRLÖG OG VERÐBÓLGA 16
Þorsteinn Pálsson um fj árlögin.
ÚTRÝMUM KYNBUNDNU OFBELDI 18
Þögnin hefur verið rofi n, skrifar Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra.
MIKILVÆGI HLUTABRÉFASKRÁNINGA 22
Páll Harðarson um hlutabréfamarkaðinn.
DÝRASTA BÓKIN UM LAX
SELD Á EBAY 4
RÚSSAR ENN MEÐ FAST TAK 102
Íslenska kvennalandsliðið úr leik á Evrópumótinu í handbolta
eft ir tap gegn Rússlandi.
MANCHESTER MUN NÖTRA 104
Stórslagur ársins í enska boltanum á morgun þegar
Manchester United og Manchester City mætast.