Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 6
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
TOLLAMÁL Sönnunarbyrði vegna
uppruna þeirra hluta sem far-
þegar koma með til landsins ligg-
ur hjá þeim sjálfum, en ekki toll-
gæslunni. Tollstjóri segir að í
grunninn sé um að ræða kröfu
farþega um tollfrelsi og því heyri
það upp á þá að sýna fram á að
þeir eigi rétt á því. Talsmaður
neytenda segir hæpið að ganga
svo gegn hagsmunum neytenda.
Tollgæslan beinir þeim til-
mælum til þeirra sem fara utan
með verðmæti, sem eru tollskyld
að þau taki með sér kvittun eða
annars konar sönnun um að greitt
hafi verið tilheyrandi aðflutnings-
gjöld af við-
komandi hlut.
Snorri Olsen
tollstjóri játar
því að í raun
sé ekki hægt
að skylda fólk
til þess að taka
kvittanir með
sér til að sanna
uppruna vöru.
Málið þurfi þó
að skoða á rétt-
um forsendum.
„Almenna
reglan er sú
að al lt sem
þú tekur með
þér til lands-
ins er tollskylt.
Undan þágan,
samkvæmt
lögum, er að
ferðamenn
njóta tollfrelsis upp að ákveðnu
marki. Ef verðmæti vörunnar er
umfram það, þarf viðkomandi að
sýna fram á að búið sé að greiða
af henni. Ef því væri farið á
hinn veginn væri útilokað að við
gætum stoppað nokkurn einasta
mann í svona málum.“
Snorri segir þó að ef ferða-
maður er stöðvaður með vöru, til
dæmis myndavél, sem er augljós-
lega ekki nýkeypt, geti það verið
trúverðugt og ekkert væri þá gert
í málinu. Tollverðir taki afstöðu
til hvers tilfellis og ef svo vill til
að vafi leikur á um fullyrðingu
ferðamanns, er varan tekin af
viðkomandi, tímabundið. Þá fær
hann tækifæri til að finna kvittun
eða aðra sönnun fyrir því að sann-
arlega sé búið að greiða aðflutn-
ingsgjöld af vörunni og fær hana
þá aftur.
„Geti viðkomandi alls ekki sýnt
fram á með nokkrum hætti að
búið sé að greiða af hlutnum, þá
ber hann því miður hallann af því
og ég skil vel að menn geti orðið
sárir yfir því.“
Fyrir nokkrum árum var hægt
að skrá hluti hjá tollinum áður en
haldið var utan, en Snorri segir
að jafnvel það hafi ekki falið í
sér sönnun um að gjöld hafi verið
greidd og því standi slíkt ekki
lengur til boða.
Gísli Tryggvason, tals maður
neytenda, segir aðspurður að
almennt finnist honum ekki þess
háttar fyrirkomulag réttlátt.
„Það er hæpið að snúa alveg við
sönnunarbyrðinni fyrir því að
neytandi hafi keypt vöru áður en
hann fór úr landi. Alla vega ekki
án þess að bjóða upp á einfalda
málskotleið til óháðs aðila. Hags-
munir einstaklinga fyrir því að
fá að kaupa og fara með hluti úr
landi og aftur heim hljóta að vega
þyngra en skattheimtuhagsmunir
ríkisins.“ thorgils@frettabladid.is
Geti viðkomandi alls
ekki sýnt fram á með
nokkrum hætti að búið sé
að greiða af hlutnum, þá
ber hann því miður hall-
ann af því og ég skil vel að
menn geti orðið sárir yfir
því.
Snorri Olsen tollstjóri
Jólatilboð
Sönnunarbyrðin er
á komufarþegunum
Þó ekki sé hægt að skylda farþega til að hafa kvittanir með öllum hlutum sem þeir
tóku með sér að utan er það þeirra að sanna við heimkomu að þegar hafi verið
greidd af þeim gjöld. Tollstjóri segir alla hluti í raun vera tollskylda við komuna.
GÍSLI
TRYGGVASON
SNORRI OLSEN
Í TOLLINUM Þó að ekki sé hægt að skylda farþega við komuna til landsins til þess
að framvísa kvittunum fyrir vöru sem þegar hafa verið greidd af aðflutningsgjöld er
það þeirra að sanna að svo hafi verið gert. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
SJÁVARÚTVEGUR Ákveðið hefur verið
að bæta 300 tonnum við heimildir
til síldveiða með reknet í Breiða-
firði og telst það loka úthlutun þessa
fiskveiðiárs. Heildar magnið er þá
orðið 900 tonn.
Undanfarin tvö fiskveiðiár hafa
verið stundaðar veiðar á síld í rek-
net á Breiðafirði að haustlagi og
fyrri part vetrar. Síldveiðar bæði
stórra og smárra báta á Breiða-
firði nú í haust hafa gengið vel, og
þá virðist sýking í síldinni heldur á
undanhaldi.
Bæjarstjórn Stykkishólms hafði
fyrr í vikunni skorað á ráðherra
að auka síldarkvóta til netaveiða á
Breiðafirði. Í áskorun bæjarstjórn-
ar segir að öll rök séu fyrir að hag-
kvæmt og rétt sé að heimila síld-
veiðar smábáta í net í mun meira
magni en gert er.
„Netaveiðarnar eru umhverfis-
vænar og koma sjómenn með
gæðahráefni til vinnslu. […] Þegar
fyrirkomulag veiða og vinnslu er
með þessum hætti er verðmæta-
og atvinnusköpunin eins og best
verður á kosið,“ segir í bréfi bæjar-
stjórnar. - shá
Orðið við óskum um auknar heimildir til netaveiða á síld á Breiðafirði:
Bætt við 300 tonnum í netin
SLYS Kona á níræðisaldri lá í gær-
kvöldi þungt haldin á gjörgæslu-
deild Landspítalans eftir að hafa
orðið fyrir strætisvagni í Kópavogi
um níuleytið í gærmorgun. Konan
slasaðist mikið og hlaut töluverða
áverka.
Franz Gunnarsson var farþegi í
strætisvagninum þegar slysið varð.
„Bílstjórinn snögghemlaði og við
fundum högg þegar hann keyrði á
konuna. Hann greinilega sá hana
ekki, hún var klædd í dökk föt og
það var dimmt,“ segir hann. „Ég
hringdi á sjúkrabíl og hlúði að kon-
unni þar til hún komst til meðvit-
undar og þeir mættu á staðinn, en
það blæddi annaðhvort úr höfðinu á
henni eða munni. Hún hefur fengið
högg við að lenda á jörðinni.“
Að sögn Franz var bílstjóranum
verulega brugðið, sem og öllum
þeim fáu farþegum sem í vagnin-
um voru. „Hann var ekki á mikilli
ferð, en náði ekki að hemla alveg
niður. Þetta hefði þó getað farið
verr. Krökkunum í vagninum var
verulega brugðið og ég reyndi að
útskýra fyrir þeim hvað sjúkra-
flutningamennirnir voru að gera,“
segir hann. „Bílstjórinn var í miklu
uppnámi. Maður heyrði ópin í
honum áður en bíllinn skall á henni,
þegar hann var að hemla sá hann í
hvað stefndi.“ Konan var að ganga
yfir götu við Engihjalla, en þar var
ekki gangbraut. Að sögn Franz var
mikil umferð á svæðinu og konan
hefur greinilega ekki tekið eftir
vagninum.
Ekki fengust upplýsingar um
líðan konunnar í gærkvöldi. - sv
Farþegi hlúði að konu eftir að hún varð fyrir strætisvagni í Kópavogi í gærmorgun:
Kona á níræðisaldri þungt haldin á spítala
Í HÖFN Mikill áhugi er á síldveiðum
í net á Breiðafirði, sem kristallast í
ákvörðun um aukinn kvóta.
KEYRT Á KONU Kona á níræðisaldri
varð fyrir strætisvagni og slasaðist
alvarlega í Kópavogi í gærmorgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SAMFÉLAGSMÁL Hjónin Bjarn-
hildur Hrönn Níelsdóttir og Frið-
rik Kristinsson eru komin heim
til Íslands með dætur sínar tvær,
sem þau ættleiddu frá Kólumbíu.
Fjölskyldan hafði verið föst
í Kólumbíu í tæpt ár vegna
hremminga fyrir dómstólum.
„Við erum svo glöð að vera komin
heim með dætur okkar. Okkur
finnst við vera svo óendanlega
rík og erum svo þakklát fyrir
yndislegu stelpurnar okkar.“
skrifuðu hjónin í fyrrakvöld. - þeb
Búin að vera föst í tæpt ár:
Komin heim
frá Kólumbíu
STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Fasteignir.is er stærsti og ítarlegasti húsnæðisvefur á Íslandi, með yfir 12.000 eignir á skrá.
Eini vefurinn með allar sölueignir á skrá
Lifandi og uppfærður leiguvefur
Fjölbreyttar upplýsingar í boði fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur
Opin hús, myndasýningar og þjónustusíður fyrir húseigendur
Þú færð góð ráð um fasteignaviðskipti og aðstoð við leigu á íbúð.
Þú finnur draumaeignina þína á fasteignir.is.