Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 8

Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 8
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 „Við höfum verið að velta þessum málum fyrir okkur alveg frá því að Sorpa var flutt úr hverfinu, því hér eru tvær sorpvinnslu- stöðvar en íbúar þurfa að fara út úr hverfinu með úrgang. Sorp- ið er svo flutt aftur inn í hverfið til að vinna það og svo aftur út,“ segir Elísabet Gísladóttir, for- maður íbúasamtaka Grafarvogs. Á síðustu misserum hafa ýmiss konar þjónustustofnanir lokað útibúum sínum í Grafarvogi. Þar er nú engin Sorpa, enginn banki, engin lögreglustöð, engin vínbúð og ekkert pósthús. Grafarvogur er næstfjölmennasta hverfi borgar- innar á eftir Breiðholti, en þar búa rúmlega átján þúsund manns. „Ég tók þetta fyrir á fundi hverfaráðs og spurði hvað borgin sæi sér fært að gera til að þró- unin verði ekki þessi í stóru hverfum borgarinnar, að þau séu bara svefnhverfi. Þegar verið er að skipuleggja þessi hverfi er gert ráð fyrir þessari þjónustu.“ Elísabet segir íbúa hafa verið mjög undrandi yfir þessari þróun í hverfinu. Margir sem búi í Grafarvogi hafi flust þangað einmitt vegna þess að þar eru lítil hverfi og nærþjónusta. „Borgin segist ekkert geta gert í þessu. Það er spurning hvort það þurfi ekki að endurskipuleggja borgir og hverfi.“ Hún bendir einnig á að borgaryfirvöld vilji draga úr umferð. „En þetta þýðir hins vegar að maður þarf að fara úr hverfinu til að sækja alla þjónustu.“ Að auki óttast hún að minni þjónusta þessara stofnana og fyrirtækja muni hafa þær afleiðingar að fleiri fari úr hverfinu. Þegar fólk þurfi að sækja ákveðna þjón- ustu út úr hverfinu nýti það tímann og sinni öðrum erindum á sama stað. thorunn@frettabladid.is Þegar verið er að skipuleggja þessi hverfi er gert ráð fyrir þessari þjónustu. Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs. Engin Sorpa, banki, vínbúð eða póstur Síðustu misseri hefur ýmsum þjónustustofn- unum og fyrirtækjum verið lokað í Grafarvogi. Íbúar óttast að fleiri gætu fylgt í kjölfarið. PÓSTURINN OG BANKARNIR Pósthúsið í Grafarvogi var það síðasta af þessum fyrirtækjum til þess að flytja sig burt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUSTÖÐ Hverfisstöð lögregl- unnar á höfuðborgar- svæðinu var áður í þessu húsi. LANDSBANKINN Bankarnir hafa flutt sig um set einn af öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VÍNBÚÐ Í þessu húsnæði var Vínbúðin þar til henni var lokað árið 2009. Þá stóð til að finna nýtt og stærra húsnæði fyrir Vínbúðina í hverfinu, en af því hefur ekki orðið. ARION BANKI Bankinn var sá síðasti af bönkunum til þess að loka útibúi sínu í Grafarvogi, en það var gert í mars í fyrra.            DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hækkaði á fimmtudag á ný sekt sem Símanum hafði verið gert að greiða fyrir brot á samkeppnislögum úr 30 milljónum króna í 50 milljónir. Málið má rekja aftur til ársloka 2009 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði gerst brotlegur við skilyrði sem sam- keppnisráð setti fyrirtækinu árið 2005. Var Sím- inn þá sektaður um 150 milljónir. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem í mars 2010 staðfesti að Síminn hefði brotið alvarlega af sér. Sektin var hins vegar lækkuð í 50 milljónir króna, meðal annars vegna versnandi afkomu Símans. Þessari ákvörðun skaut Síminn til dóm- stóla. Í byrjun þessa árs komst Héraðsdómur Reykja- víkur að því að Síminn hefði brotið gegn banni við að tvinna saman fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Brotið væri þó ekki jafn umfangsmikið og áfrýj- unarnefnd ætlaði og sektin var lækkuð í 30 millj- ónir. Þennan dóm hefur Hæstiréttur nú staðfest, utan að sektargreiðslan var hækkuð á ný. - óká Hæstiréttur staðfestir að Síminn hafi gerst sekur um samkeppnisbrot: Sektin hækkuð um 20 milljónir Í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 var lagt bann við því að Síminn tvinnaði saman sölu á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Var þetta liður í því að tryggja að keppinautar Símans í internetþjónustu gætu á jafnréttisgrundvelli boðið viðskiptavinum sínum upp á eftirsóknarvert sjónvarpsefni því ella gæti það leitt til alvarlegra samkeppnishamla fyrir minni keppinauta. Síminn braut gegn þessu banni með því að láta sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins, flutning þess og dreifingu fylgja frítt með í verði ADSL-tenginga Símans vegna internetþjónustu og raskaði þar með samkeppni. Úr umfjöllun Samkeppniseftirlitsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.