Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 16

Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 16
8. desember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á kvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari. Hin hliðin á málinu er ekki síður athyglisverð. Óhætt er að segja að eins og mál hafa þróazt undanfarin ár hafi orðið til ný vídd í Norðurlandasamstarfinu. Það snýst nú að verulegu leyti um hluti sem áður voru þar bannorð; utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar með talið hernaðarsamstarf. Í samtölum Fréttablaðsins við Erkki Tuomioja, utanríkis- ráðherra Finnlands, og Frank Belfrage, aðstoðarutanríkis- ráðherra Svíþjóðar, í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO í Brussel, kemur skýrt fram að Norðurlandasamstarfið er fremur í brennidepli hjá þeim en tengslin við NATO. Tuomioja bendir þannig á að þegar Stoltenberg-skýrslan um aukið norrænt varnarsamstarf kom út fyrir tæpum fjórum árum hafi margar tillögur í henni í raun verið þegar komnar til framkvæmda. Tvennt nýtt hafi hins vegar verið í skýrslunni; tillagan um sameigin- legt norrænt eftirlit með loftrými Íslands og hin um að norrænu ríkin samþykktu formlega samstöðuyfirlýsingu, þar sem þau skuldbinda sig til að koma hvert öðru til aðstoðar ef ógn steðjar að. Samstöðuyfirlýsingin var samþykkt í fyrra, en undanskilur reyndar beina hernaðarógn. Með ákvörðuninni um sameiginlegt loftrýmiseftirlit má segja að flestar tillögur Stoltenbergs séu komnar að meira eða minna leyti til framkvæmda. Tuomioja segir að Finnar hafi metið það svo að Norðurlandasamstarfinu hafi miðað fram á við á öllum sviðum, líka í varnarmálum, og ákvörðunin hafi því verið eðlilegt framhald á skrefum sem áður voru stigin. Góður stuðningur er við þátttöku í loftrýmiseftirlitinu í Svíþjóð og Finnlandi, ekki sízt vegna þess að málið er þar sett undir norrænan hatt, eins og fram kom í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Að einhverju leyti hlýtur það sama að eiga við hér á landi. Þótt aðild Íslands að NATO hafi notið víðtæks stuðnings undanfarna áratugi, er þátttaka í Norðurlandasamstarfinu enn síður umdeild. Samstarf og samfélag Norðurlanda er eitthvað það nánasta sem um getur. Að sjálfsögðu hlýtur norræna samstarfið þess vegna líka að snúast um öryggis- og varnarmál, nú þegar kalda stríðið er búið og þær aðstæður úr sögunni sem gerðu að ekki mátti ræða slík mál. Þá er reyndar áhugaverð staða uppi, ekki sízt fyrir stjórnmála- menn á vinstri vængnum, sem hafa aldrei mátt heyra minnzt á þátttöku Íslands í neinu varnarsamstarfi. Það er ekki lengur hægt að setja varnarmál Íslands í einn kassa, merktan vonda NATO. Þau eiga líka heima í kassanum sem er merktur Norðurlandasamstarf og fólki yzt á vinstri vængnum hefur þótt eftirsóknarvert að gramsa í. Kannski finnst gömlum varnarandstæðingum jafnvel skárra að finnskar og sænskar orrustuþotur hafi eftirlit með íslenzka loft- rýminu en til dæmis brezkar eða bandarískar. Finnland og Svíþjóð eru alltént sjaldan útmáluð sem árásargjörn herveldi, jafnvel þótt þau taki iðulega þátt í aðgerðum með NATO sem villta vinstrið for- dæmir, til dæmis í Afganistan og Líbíu. Norðurlandavæðing loftrýmiseftirlits gæti stuðlað að auknum skilningi í þeim herbúðum á nauðsyn þess að Ísland taki þátt í varnarsamstarfi. Það væri skref í rétta átt. SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þ ingmenn stjórnarandstöð-unnar þæfðu aðra umræðu fjárlaga rækilega. Forystu-menn ríkisstjórnarinnar segja að með því hafi þeir verið að brjóta niður innviði ríkiskerfisins. Þær yfirlýsingar féllu saman við fjöldauppsagnir hjúkrunarfræð- inga á Landspítalanum. Talsmenn þeirra staðhæfa að rætur uppsagn- anna liggi í ákvörðun velferðar- ráðherra um launahækkun til for- stjóra spítalans. Hún varð aldrei vegna þess að innan ríkisstjórnar- innar var tekið í taumana. Velferðarráðherra sækist nú eftir því að verða formaður Sam- fylkingarinnar. Hefði hann verið í þeirri stöðu þegar þessi ákvörð- un var tekin er óvíst að nokkur hefði haft áhrifavald til að stöðva atburðarásina. Þá hefði allur vinnu- markaðurinn farið í uppnám á svipstundu með þekktum afleið- ingum óðaverð- bólgu. Formaður Sjálfstæðis- flokksins full- yrti á Alþingi í vikunni að aðeins væri ein leið til að mæta óskum hjúkrunarfræð- inga: Að auka verðmætasköpunina. Þetta er ekki rétt. Það er annað ráð: Að borga með stýfðum krónum. Velferðarráðherrann hafnaði leið formanns Sjálfstæðisflokksins. Með því var hann í raun að velja leið verðbólgunnar. Þegar verðbólgan er notuð til að leysa deilur af þessu tagi borga launþegar sjálfir launahækk- unina og kjör þeirra sem skulda rýrna. Þessi einfalda mynd sýnir álita efnin sem fjárlagaumræðan á að snúast um. Eftir að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn fór er engin samræmd stefna í ríkisfjármálum, launamálum og peningamálum. Launastefna ríkisstjórnarinnar á að birtast í fjárlögum. Það vill velferðarráðherra ekki og segir að hún eigi bara að mælast með verð- bólgukrónum í fjáraukalögum eftir kosningar. Það er gamla Ísland. Þegar aukin útgjöld til velferðar- mála eru greidd með lántökum er verið að grafa undan undirstöðum velferðarkerfisins til lengri tíma. Þessa setningu kunnu ráðherrarn- ir í byrjun kjörtímabilsins meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hélt þeim við efnið. Það er nú gleymt. Enginn spyr hvers vegna. Fjárlög og verðbólga Forsætisráðherra réðist fyrir skömmu á stjórnendur Seðla-bankans fyrir hækkun stýri- vaxta. Mörg atriði hafa áhrif á vaxtastigið. Afgerandi þættir eru hvort nægu aðhaldi er beitt í rík- isrekstrinum og hvort laun þró- ast í samræmi við verðmætasköp- un og framleiðni. Seðlabankinn steytir ekki görn við ríkisstjór- nir. Álit hans birtist bara í vaxta- ákvörðunum. Ríkisstjórnir ráða sjálfar hvort ríkisfjármálin eru í samræmi við það verðbólgumarkmið sem þær eru ábyrgar fyrir og þær hafa afgerandi áhrif á launastefnuna. Athafnir ríkisstjórnarinnar á báðum þessum sviðum stangast nú á við verðbólgumarkmiðið. Vaxtahækkanir við þessar aðstæður eru þar af leiðandi á ábyrgð ríkisstjórnarinnar þó að ákvarðanir um þær séu teknar af Seðlabankanum. Afleiðingin er minni fjárfesting, minni verð- mætasköpun en þörf er á og verri hagur heimila en efni standa til. Þessi skortur á samhæfðri efna- hagsstefnu gengur einnig þvert gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og því mark- miði að geta tekið upp stöðugri gjaldmiðil eða styrkt krónuna. Enginn yfirheyrir ráðherrana um þennan tvískinnung. Fjárlög og vextir Í raun réttri ætti umræðan á Alþingi og úti í þjóðfélaginu að snúast um afleiðingar þess að ákvarðanir í ríkisfjármálum stangast á við opinber markmið um stöðugleika. Trúlega hefur stjórnarandstöðunni mistekist að koma þeim skilaboðum út fyrir veggi þinghússins. Í gegnum fjölmiðla hefur almenningur fengið rækilegar upplýsingar um tvennt: Annars vegar um fjölda klukkutíma sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað. Hins vegar um þramm þingmanna stjórnarflokkanna fram og til baka í þingsal með and- ófsspjöld gegn málþófi stjórnar- andstöðunnar. Lítið hefur hins vegar farið fyrir frásögnum um mismunandi mat á efnahagslegum áhrifum fjár- laganna. Þegar úrslit liggja fyrir í prófkjörum eru stjórnmálafræð- ingar gjarnan fengnir til að leggja mat á áhrif þess að einn frambjóð- andi nær betri árangri en annar. Þetta er virðingarvert. Þegar kemur að fjárlögunum er sjaldan kallað á hagfræðinga til að leggja mat á röksemda færsluna eða greina hvernig ákvarðanir á einstökum sviðum tengjast og geta virkað hver gegn annarri ef heildarsýn og samhæfingu skortir. Frásagnir af rökræðum stjórnar og stjórnarandstöðu eru ekki rúm- frekar. Sennilega vegna þess að stjórnarþingmenn koma sér hjá þeim. Almenningur á samt rétt á að fá rök og mótrök og mat á þeim. Ef fjölmiðlarnir legðu meiri rækt við efnislega hlið fjár laganna myndi það ugglaust hafa bætandi áhrif bæði á framgöngu ríkis- stjórnarinnar og umræðuhætti stjórnarandstöðunnar. Þeir þurfa líka að bæta sig. Fjárlög og fj ölmiðlar Ný vídd er orðin til í Norðurlandasamstarfinu: Norrænar varnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.