Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 18
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Skoðun visir.is 3.270 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER Berir leggir og upphafning fávísinnar Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 770 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER Opið bréf til þingmanna Kristófer Sigurðsson, unglæknir á Norður- landi 647 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER Réttu upp hönd ef… Hjálmar Sigmarsson, MA-nemi í kynjafræði 589 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER Það eru barnréttindi Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur 435 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER Spennufíklar í sæstrengsspreng Jón Helgi og Rúnar Þórarinssynir 405 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER Galdrafár á Grímsstöðum Tryggvi Harðarson, fv. bæjarfulltrúi og varaþingmaður 315 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER Mín innri bóndakona Charlotte Böving 264 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER Að sýna náunganum væntum- þykju Guðný Ósk Laxdal, nemi í 4-H í MA Einn allra stærsti áfang- inn í sögu jafnréttisbarátt- unnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögn- in um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafn- framt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórn- málanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær mark miðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannrétt- indum allra og reisn og almennrar velferðar. Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland full- gilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarf- semi ásamt bókun um man- sal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópu- ráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um for- varnir gegn mansali, vernd- un fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endur skoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvenna- athvarfsins með fjárframlögum. Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðis- brota í réttarkerfinu hefur hald- ið áfram af fullum krafti á síð- ustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkis ráðuneytið, laga- deild HÍ og Rannsókna stofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldu- málefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerend- ur kynferðis brota. Þá hafa nokk- ur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leit- ast við að svara hvaða hlutverk lög- gjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafn- framt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rann- sókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði. Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðar ráðu- neytisins, innanríkisráðuneytis- ins og mennta- og menningarmála - ráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundar- vakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundar vakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópu- ráðsins um varnir gegn kynferðis- legri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sátt- málanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlun- ar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðar ráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli. Útrýmum kynbundnu ofbeldi! SAMFÉLAGS- MÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ➜ Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis. Þrjátíu þúsund Getur hugur okkar rúmað það að jafn margir einstaklingar lendi í kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og allur íbúafjöldi Kópavogs? Við verðum oft ónæm fyrir einhverjum tölum og prósentum því slík tölfræði virðist gefa okkur takmarkaða og oft firrta mynd af veru- leikanum. Hvað værum við t.d. lengi að lesa upp fullt nafn allra þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem hafa lent í kynferðisofbeldi? Anna Bentína Hermansen og Þóra Björt Sveinsdóttir í Fréttablaðinu 5. desember Hvað gerði ég vitlaust? „Hvað gerði ég vitlaust?“, „Hvað get ég gert til að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur?“ eru hræðilegar jöfnur en þær geta verið mun erfiðari: „Hvernig tryggi ég að hann fari ekki í börnin?“, „Hvernig tryggi ég að enginn sjái hvernig mér tókst að klúðra málunum?“, „Mun hann stoppa núna?“ Enginn getur fullkomlega sett sig í spor þolanda kynbundins ofbeldis án þess að þurfa að þola það á eigin skinni. Guðni Rúnar Jónasson í Fréttablaðinu 6. desember Brotnar niður skipulega Þær eiga það sammerkt konurnar að það er kerfisbundið búið að brjóta þær niður. Þær telja að þetta sé þeim að kenna og að þær geti ekki á nokkurn hátt leitað réttar síns af því að maðurinn sé miklu klárari en þær […] Þær telja að þær geti ekki náð fram sannleikanum í raun. Margrét Steinarsdóttir í þættinum Okkar á milli á RÚV 4. desember. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 5 9 6 Verslaðu heima – og fáðu í skóinn Allir sem versla í vefverslun Advania í desember eiga möguleika á að fá jólaglaðning í skóinn. Frá og með 11. desember drögum við úr nöfnum þeirra sem nýta sér vefverslunina og birtum á Facebook síðu okkar. Þeir sem vilja standa upp úr sófanum eru velkomnir í verslanir okkar á Tryggvabraut 10, Akureyri eða Grensásvegi 10, Reykjavík. Opið virka daga frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 16. advania.is/jol Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. iPad mini Wi-Fi 16 GB verð: 58.990 Nettir ferðahátalarar með mögnuðum hljóm verð: 3.950 Dell Inspiron 14z Ultrabook verð: 159.990 Fartölvuumslag í mörgum litum verð: 3.990 áður: 6.190 Dell 27“ LED skjár verð: 59.900 áður: 69.900 Samsung Galaxy SIII verð: 109.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.