Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 22
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22
Velmegun Íslands í gegn-
um tíðina hefur verið
nátengd því hvernig
atvinnulífinu reiðir af.
Örfá af stærri fyrirtækj-
um landsins sem gegna
stóru hlutverki sem
atvinnuveitendur eru nú
á hlutabréfamarkaði en
þau hafa að miklu leyti
fjármagnað sinn vöxt í
gegnum kauphöll. Hluta-
bréfamarkaðurinn er
núna að glæðast, en ein-
hverra hluta vegna hefur það
verið útbreiddur misskilningur
að einungis stór fyrirtæki eigi
erindi inn á markað. Við sjáum
það svo á nýskráningum og á þeim
sem hafa áætlanir um að koma á
markað að um er að ræða fyrir-
tæki í stærri kantinum, frekar en
ekki. En þetta er ekki staðreyndin
þegar litið er til annarra markaða
á Norðurlöndunum. Hvers vegna
koma ekki fleiri smá og millistór
fyrirtæki á markað hér og njóta
þeirra vaxtarmöguleika sem þar
er boðið upp á?
Fjármögnun = vöxtur
Vöxtur lítilla og meðalstórra
fyrir tækja er grundvallaratriði
fyrir vöxt efnahagslífsins, það er
geta þeirra til að skapa ný störf
og viðhalda þannig góðum gangi
í efnahagslífinu. Lítil og meðal-
stór fyrirtæki í dag eiga sum hver
í erfiðleikum með að fá aðgang
að fjármagni til að stækka. Þar
fyrir utan gætu nýjar eiginfjár-
reglur frá ESB, svonefndar Basel
III-reglur, hækkað lántökukostn-
að vegna bankalána. Við erum því
sannfærð um að Kauphöllin muni
og þurfi að leika lykilhlutverk í
framtíðarfjármögnun fyrirtækja.
Fyrir þessu eru nokkrar ástæður:
• Kauphöllin býður upp á sjálf-
stæða fjármögnun fyrir fyrir-
tæki og þar með tækifæri fyrir
þau til að þróast og vaxa
á eigin forsendum. Við
sjáum dæmi þessa nú
þegar á þeim stóru fyrir-
tækjum sem hafa vaxið á
íslenskum markaði undan-
farin 20 ár.
• Kauphöllin býður upp
á fjármögnun á breiðum
grunni. Hlutafjárútboð
veitir öllum sem vilja
fjárfesta, bæði litlum og
stórum fjárfestum, tæki-
færi til að taka þátt í vexti
fyrirtækis.
• Kauphöllin býður upp á gagnsæi.
Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við
erum sannfærð um að gagnsæi
sé ekki bara gott fyrir fjárfesta,
heldur einnig fyrir fyrirtæki
þar sem þau þurfa stöðugt að
að vera á tánum í sínum rekstri.
Í bandarískri rannsókn, sem
unnin var af IHS Global Insight,
kom í ljós að 92 prósent af öllum
störfum hjá skráðum fyrir tækjum
í Bandaríkjunum höfðu orðið til
eftir að þau voru skráð á hluta-
bréfamarkað.
Fleiri skráningar
Þrátt fyrir þessa staðreynd er
lítið um skráningar smærri fyrir-
tækja enn sem komið er sem á sér
vissulegar margar mismunandi
skýringar. Okkur ber þar af leið-
andi að velta við hverjum steini til
að ýta úr vegi öllum óþarfa hindr-
unum fyrir fyrirtæki til að vaxa
og efnahagslífið að dafna. Við
höfum talað fyrir laga breytingum
í þá átt að veita lífeyrissjóðum
svigrúm til að fjárfesta í verð-
bréfum fyrirtækja á First North-
markaði Kauphallarinnar. Við
höfum talað fyrir breytingum
á ákvæðum laga um auðlegðar-
skatt til að tryggja að hluthöfum
í skráðum fyrirtækjum sé ekki
mismunað í samanburði við hlut-
hafa í óskráðum fyrirtækjum. Við
höfum eflt okkar fræðslustarf um
markaðinn og Kauphöllina, til að
hvetja til aukinnar umræðu um
markaðinn og gagnrýna hugsun.
Sé miðað við vaxtarmarkaði
svipaða First North t.d. í London,
þá er árlegur vöxtur lítilla og
meðalstórra fyrirtækja þar 37
prósent. Tíu prósent fyrirtækja
á First North-markaðnum í Sví-
þjóð færa sig upp á Aðalmarkað
frá First North á hverju ári, sem
sýnir að First North-markaðurinn
virkar sem stökkbretti fyrir frek-
ari vöxt fyrirtækja.
Við verðum að þora að endur-
skoða og hugsa upp á nýtt og allir
þeir sem hafa áhuga á að end-
urvekja vöxt í efnahagslífinu
þurfa að taka þátt. Kauphöllin er
hluti af mikilvægu vistkerfi, þar
sem ríkis stjórn og bankar, líf-
eyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir,
áhættufjármagnssjóðir, fyrir-
tæki, stjórnmálamenn og fjár-
festar hafa allir hlutverk.
Vöxtur sem byggist á blómlegu
atvinnu- og efnahagslífi og stuðl-
ar að góðum lífskjörum Íslend-
inga hlýtur að vera eitthvað sem
við viljum öll.
Mikilvægi hluta-
bréfaskráninga
FJÁRMÁL
Páll
Harðarson
forstjóri, NASDAQ
OMX Iceland
➜ Við höfum talað fyrir
lagabreytingum í þá átt að
veita lífeyrissjóðum svigrúm
til að fjárfesta í verðbréfum
fyrirtækja á First North-
markaði Kauphallar innar.
Við höfum talað fyrir
breytingum á ákvæðum
laga um auðlegðarskatt til
að tryggja að hluthöfum
í skráðum fyrirtækjum sé
ekki mismunað í saman-
burði við hluthafa í
óskráðum fyrirtækjum.
„Ég hef bara mjög skýra
stefnu: Ef það er leðjuslagur,
þá fer ég í leðjuslaginn.“
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópa-
vogi, segist ekki saklaus þegar talað er
um slæma umræðuhefð í bæjarstjórn.
„Það er enginn vafi á því að
peningamálastefna á Íslandi
frá stofnun lýðveldisins
hefur brugðist algjörlega.“
Lars Christiansen, forstöðumaður
greiningardeildar Danske Bank, segir
lausnina þó ekki endilega liggja í því að
skipta um gjaldmiðil.
„Þetta er skítaflétta.“
Orðaskipti Alexanders K. Guðmunds-
sonar og Friðfinns Ragnars Sigurðs-
sonar, fyrrverandi starfsmanna Glitnis,
um fyrirhugað milljarða lán bankans
til Vafnings/Milestone voru rifjuð upp
við aðalmálferð dómsmáls gegn Lárusi
Welding og Guðmundi Hjaltasyni.
„Það er alveg ljóst í hvaða
„krónólógíska“ samhengi
þetta var; það voru margir
mánuðir sem liðu frá því
hún hóf störf og þar til sam-
band okkar hófst.“
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR,
svarar í DV gagnrýni vegna ráðningar
sambýliskonu hans til VR.
UMMÆLI VIKUNNAR
ORÐ VIKUNNAR
1.12.2012 ➜ 7.12.2012