Fréttablaðið - 08.12.2012, Side 27

Fréttablaðið - 08.12.2012, Side 27
LAUGARDAGUR 8. desember 2012 | SKOÐUN | 27 AF NETINU Hlutdrægni Mín gamla vinkona Jóhanna Hjaltadóttir sagðist í viðtali á dögunum ekki vita um neina rök- studda gagnrýni á Ríkisútvarpið fyrir hlutdrægni. Ég skal nefna eitt skýrt dæmi. Það er ekki, að í Spegl- inum hefur síðustu árin verið rætt margsinnis við alla prófessorana í stjórnmálafræði nema einn, og þarf ég ekki að heita verðlaunum fyrir rétta svarið við því, hver sá eini er. Dæmið er miklu betra. Í fréttum Sjónvarpsins af Icesave-málinu var alltaf talað um Icesave-skuldina. Jafnvel þau Jóhanna og Stein- grímur viðurkenndu ekki neina slíka skuld, heldur aðeins kröfu Breta á hendur okkur, sem við yrðum hugsanlega að verða við, ef þeir neyttu aflsmunar. Eini íslenski aðilinn, sem ég veit um, að viðurkenndi þessa kröfu Breta, var Ríkisútvarpið með því að tala alltaf um Icesave-skuldina, en ekki um Icesave-kröfuna, sem hefði verið tiltölulega hlutlaust orðalag. Þetta var engin skuld. Þetta var krafa. pressan.is/pressupennar/Lesa_ Hannes Hannes Hólmsteinn Gissurarson Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kyn- ferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breyting- arnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingar- mikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögu- legt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið. En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaup- ir þar vændi af barni. Löggæslu- yfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smá- aura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóð- legum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópu- ráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kyn- ferðislegri misneytingu gegn börn- um. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sér- staklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er. Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstak- lega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunar gögnin eru þegar menn taka sjálfir mynd- ir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafn- vel þótt brotaþolinn – eða brota- þolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að for- eldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stund- um kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt af skurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005. Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þess- um toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslending- ar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttar- vernd barna er takmörkuð gagn- gert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algild- ur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fram- fylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum til- tækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa með- ferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskipta- lausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Vernd barna óháð landamærum RÉTTINDI BARNA Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra ➜ Löggæsluyfi rvöld í Kambódíu eru máttlaus þe- gar kemur að því að takast á við vændi, mansal og mis- notkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.