Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 30
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Lífrænar mandarínur frá Sikiley, grænmeti frá Sól-heimum, egg í stykkjatali, ólífuolía frá Ítalíu, ítalskt jólabrauð, pottar, pönn-ur og pasta af bestu teg- und; það er sannarlega margt sem ber fyrir augu í Frú Laugu, bænda- markaðnum sem hjónin Arnar Bjarnason og Rakel Halldórs dóttir settu á laggirnar haustið 2009. Draumurinn var gamall, á náms- árunum á Ítalíu kynntust þau því að kaupa vörur beint frá bændum og heilluðust af því fyrirkomulagi. Það blundaði því lengi með þeim að auðvelda Íslendingum aðgengi að vörum beint frá íslenskum bændum, en mörg ár liðu áður en þau hrintu hugmyndinni í framkvæmd. Þurfti hrunið til „Við fundum að Íslendingar voru ekki tilbúnir og ekki var jarð- vegur fyrir slíka verslun þegar við fluttum heim,“ segir Rakel. „Eftir hrunið fannst okkur margt breyt- ast og við afréðum því að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Við fórum að svipast um eftir húsnæði og höfðum augastað á þessu hér, en misstum það í hendurnar á öðrum. Sá rekstur varði ekki lengi þannig að þegar aftur bauðst að leigja það slógum við til. Hér erum við í hverf- inu okkar og okkur fannst mjög mikilvægt að bænda markaðurinn okkar yrði hverfisverslun.“ Rakel hefur gefið sér tíma í mikl- um önnum til þess að setjast niður með blaðamanni Fréttablaðsins. Við setjumst niður í gluggakistu í versl- uninni Frú Laugu. Yngsta dóttirin Ellen Elísabet er með í för og situr í fangi móður sinnar. Hún er sjö mán- aða og rétt að fara að byrja vist hjá dagmóður. Önnur börn þeirra hjóna eru Gréta, sextán ára, Halldór, 10 ára, Áslaug Birna 5 ára og María Anna 2 ára eru í skólum og leikskól- um. Verslunin er lokuð eins og venja er á mánudögum en eiginmaður Rakelar, Arnar, er á hlaupum við að taka á móti vörum eins og aðra mánudaga. Það þarf að raða í hillur og á borð og gera allt tilbúið fyrir vikuna. Þar fyrir utan er verið að leggja lokahönd á útibú Frú Laugu sem opnar brátt við Óðinsgötu 1. „Við ætluðum okkur ekki sérstak- lega að færa út í kvíarnar en vegna endurtekinna fyrirspurna viðskipta- vina okkar fórum við að leita að hentugu húsnæði niðrí bæ og þetta rak á fjörur okkar,“ segir Rakel sem sinna mun verslunarrekstri á Óðins- götu, en hún verður nú í fyrsta sinn í fullu starfi hjá Frú Laugu, hætti nýverið hjá Safnaráði þar sem hún hefur verið framkvæmdastjóri síðan þau fluttu heim eftir sex ára dvöl á Ítalíu og í Bandaríkjunum árið 2003. Kynntust í Verzló Byrjum á byrjuninni, hvernig kynnt- ust þið Arnar? „Við vorum saman í bekk á fyrsta ári í Verzlunar- skólanum, árið 1988. Þaðan lá leið mín yfir í MH en við héldum sam- bandi og byrjuðum saman þegar við vorum nítján ára, og höfum verið saman síðan,“ segir Rakel. Að loknu stúdentsprófi 1992 lá leiðin í háskólanám. „Ég var í stjórnmálafræði og Arnar í tón- smíðum. Við fórum svo út til Ítalíu 1997, en þar var Arnar í einkatím- um hjá Atla Ingólfssyni tónskáldi. Ég var þá heimavinnandi með Grétu litlu. Við bjuggum í fyrra skiptið á Ítalíu í agnarlítilli þyrpingu rétt hjá þorpinu Monghidoro, í Appennína- fjöllunum, mitt á milli Bologna og Flórens, en í seinna skiptið í hjarta Toskana, um kílómetra suður af Flórens. Þar kynntumst við dásam- legri matarmenningu Ítala og vönd- umst því að geta keypt ólífuolíu og aðrar afurðir beint frá bónda, vínin sömuleiðis. Þetta fannst okkur alveg frábært,“ segir Rakel og bætir við að ítölsk matarmenning hafi heill- að þau æ síðan. „Einfaldleikinn sem einkennir hana höfðar mjög mikið til okkar. Áherslan er á hráefnið, það fær að njóta sín og því er auð- vitað mikilvægt að hráefnið sé gott. Það heillaði mig líka við ítalska matarmenningu hversu töm hún er Ítölum. Þeir þekkja sínar hefðir mjög vel og rétti úr sínu umhverfi og héraði. Þeir tala mikið um mat og hafa áhuga á mat og miðla þeim áhuga til ungu kynslóðarinnar. Í leikskólanum sem elsta dóttir okkar var í var börnunum til dæmis kennt að búa til vín. Þau fóru á vínakur, tíndu vínber og settu í bala, fengu svo að traðka á berjunum, eins og tíðkaðist að gera og aðstoða við vín- gerð. Afraksturinn var svo seldur til foreldranna,“ segir Rakel og brosir. „Að mínu mati væri hægt að gera mun meira af því að kynna matar- hefðir og matargerð í íslenskum skólum. Til dæmis væri hægt að kenna skyrgerð, búa til sultur og saft úr berjum og grauta úr grös- um. Þetta er hluti af menningunni sem börn hefðu örugglega ánægju af. Auðvitað getum við foreldrar séð um þetta en ég held bara að það væri gott að fá þessa kennslu inn í skólann líka til að styrkja vitund og hugmyndir barnanna um menningu okkar, uppruna og matarhefðir.“ ítalía og Boston Ítalíudvöl þeirra Arnars og Rakel- ar var tvískipt, en í millitíðinni bjuggu þau í Boston. Þar voru þau í námi en ræktuðu líka matar- og vínáhuga. Arnar var í doktorsnámi í tónsmíðum og vann með skólanum í einni fremstu vínbúðinni í Boston og þegar heim var komið fóru þau fljótlega að flytja inn vín. „Við fluttum inn góð, sum lífræn, vín frá góðum framleiðendum. Í dag er áhersla okkar í vínflutningnum að þróast yfir í eingöngu lífræn vín. Við fórum líka fljótlega að flytja inn ólífuolíu og ýmislegt smálegt sem ekki er framleitt hérlendis.“ Innflutningnum sinntu þau með Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Á VAKTINNI Arnar og Rakel í Frú Laugu ásamt yngstu dóttur- inni, Elísabet Ellen, sem er sjö mánaða gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ást, heiðarleiki og sanngirni Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason kynntust þegar þau voru sextán og byrjuðu saman nítján. 21 ári, nokkrum prófgráðum og fimm börnum síðar er rekstur þeirra á hverfisversluninni Frú Laugu orðinn aðalstarf þeirra beggja. ➜ ... Að mínu mati væri hægt að gera mun meira af því að kynna matarhefðir og matargerð í íslenskum skólum. Til dæmis væri hægt að kenna skyrgerð og búa til sultur og saft úr berjum og grauta úr grösum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.