Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 36

Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 36
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Guðbjartur Hannes-son velferðarráðherra hafði ekki fyrr hlot-ið glæsilega kosn-ingu í flokksvali Sam-fyl k i nga r i n na r í Norðvestur kjördæmi en hann til- kynnti um framboð sitt til for- mennsku í flokknum. Ákvörðun in kom svo sem ekki á óvart því nafn hans hafði lengi verið í umræðunni um formannsslaginn. Hann segist löngu hafa verið farinn að íhuga formennskuna en hafa ákveðið að bíða niðurstöðu flokksvalsins, enda skipti máli að hann hefði góðan stuðning. „Ég ákvað að slá til þegar ég sá hver niðurstaðan varð úr flokks- valinu, sem tókst mjög vel. Við fengum mjög góða þátttöku miðað við flokksval yfirleitt. Þó að hún væri innan við helmingur er það meira en víðast hvar annars stað- ar. Kosningin var hins vegar mjög afdráttarlaus og ég hlaut 77 pró- senta stuðning í efsta sætið. Síðan kemur í ljós að um 96 prósent kjós- enda setja mig á blað, jafnvel þó að þeir velji annan í fyrsta sætið.“ Reynir að leita að lausnum Guðbjartur segir ákvörðun sína byggjast á tvennu. Í fyrsta lagi hafi hann brennandi áhuga á stjórn- málum og hafi verið í þeim í drjúg- an tíma. „Hins vegar voru gríðarlega margir sem leituðu til mín undan- farna mánuði og skoruðu á mig að gefa kost á mér. Þar hafa menn helst talið til að þeir vildu fá mann sem gæti hlustað, væri sáttasemjari og gæti eflt traust í samfélaginu. Ég hef staðið fyrir það að leita að lausnum, en ekki að vera í því að búa til ágreining. Það var eigin- lega það sem réði því að ég íhug- aði þetta mjög. Niðurstaða flokks- valsins varð síðan til þess að ég tók ákvörðun um að gefa kost á mér og fer núna í það af fullum krafti.“ Auk Guðbjarts hefur Árni Páll Árnason lýst yfir framboði til for- manns, en það gerði hann fyrir nokkrum mánuðum. Framboðs- frestur er hins vegar ekki runninn út og óvíst hvenær hann gerir það. Guðbjartur vonast til þess að þeir Árni Páll fái tækifæri til að vera á sameiginlegum fundum í janúar. Þeir félagar hafa ákveðið saman að óska eftir allsherjarkosningu meðal allra félaga í Samfylkingunni. „Nú er maður að tala við það fólk sem hvatti mann í framboð og hvetja það til að koma fram og styðja mig og vinna með mér. Þetta er nú ekki alveg besti tíminn í þetta, í jólamánuðinum verandi með þing- ið á fullu og mörg mál að vinna í. Sjáum hvað tíminn dugar.“ Ertu bjartsýnn? „Já, ég væri ekki að fara í þetta nema ég teldi mig eiga góða mögu- leika og fer í þetta til að verða næsti formaður. Svo verður bara að koma í ljós hvort það er rétt hjá mér eða ekki. Ég fer í þetta verkefni í ótil- greindan tíma. Þó maður viti aldrei hvað gerist á hverjum tíma þá á ég mörg ár eftir í pólitíkinni, fái ég stuðning til þess.“ En hverjar verða áherslur Guð- bjarts, nái hann kjöri sem for- maður? „Í fyrsta lagi held ég að það sé gríðarlega mikilvægt, þegar við horfum til baka til tímans frá stofn- un Samfylkingarinnar, að flokkur- inn hraktist aðeins af leið með þeim tískusveiflum sem voru fyrir hrun. Samfélagið allt var auðvitað á vit- lausri leið á tímabili. Það sem mestu máli skiptir núna er að skerpa grunngildin á bak við þá stefnu sem við erum að berjast fyrir; það er jöfnuð og réttlæti. Við sáum það fyrir hrun að mis- skipting hafði aukist gríðarlega, ekki bara á Íslandi heldur í heim- inum öllum. Við verðum að endur- reisa samfélagið á öðrum gildum og erum þegar byrjuð á því. Nú þegar við höfum farið í gegnum erfiðleik- ana finnst mér að við eigum að fá að taka uppskeruna í þeim anda; að samfélagið verði réttlátara, það verði meiri jöfnuður og enginn útundan í samfélaginu.“ Guðbjartur segir að margt hafi áorkast en betur verði að gera. Um leið og hægt sé að bæta í fjár- veitingar, verði að leggja áherslu á það mikilvægasta, góða menntun og öflugt heilbrigðiskerfi.“ „Það er líka hægt að orða það þannig að við viljum fá raunveru- lega norræna velferð. Þá verðum við líka að horfa til allra þátta. Þegar rætt er um norræna velferð þá á það við um frjálst hagkerfi, en einnig að ríkið taki gjöld og deili þeim út aftur. Við tökum tekjur til að geta jafnað í gegnum skatt kerfið. Við erum þegar byrjuð að bæta í m.a. með hækkuðum barnabótum, hækk- un greiðslna í fæðingarorlofi, hækk- un endurgreiðslna vegna tannlækn- inga barna, hækkun húsaleigubóta svo nokkuð sé nefnt. Við vitum að það sem hefur ein- kennt norræn velferðarkerfi er að það er ríkið sem ber ábyrgð á ákveðnum málaflokkum og sér t.d. um bæði mennta- og heilbrigðismál. Mér finnst þessi grunngildi jafn- aðarstefnunnar skipta mestu máli. Auðvitað verða traust velferðar- kerfi og öflugt atvinnulíf að hald- ast í hendur og skapa okkur tekjur. Atvinnuleysi er versti óvinur vel- ferðarinnar.“ Ég er jafnaðarmaður Guðbjartur segir að ekki megi gleyma því að huga að fjármálum, halda verði áfram á þeirri braut að halda kostnaði niðri og fara vel með peninga. Vinna þurfi að því, nú í kosningabaráttunni, að fara í gegnum skattkerfið, bæði hjá ein- staklingum og fyrirtækjum, þann- ig að hægt sé að búa til framtíð með nokkuð stöðugu umhverfi. „Ég held að kosningaáherslur flokksins verði einmitt nákvæmlega þessi grunngildi. Við berjumst fyrir því að endurreisa samfélagið í þess- um anda. Gefa til baka í mennta- og heilbrigðiskerfið.“ Þetta hljóma eins og klassískar vinstriáherslur. „Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir biðja mig um að leiða vinnuna að ég hef aldrei litið á mig á einhverjum kvarða í þessa veru. Ég er jafnaðarmaður, ann- ars væri ég ekki í Samfylkingunni, og þessi grunngildi eru auðvitað vinstriáherslur. Samtímis er ég auð- vitað atvinnulífsmaður og geri mér alveg grein fyrir því að við rekum ekki öflugt samfélag nema að það haldist í hendur velferð og vinna. Atvinnulífið verður að búa við sam- keppnishæft umhverfi.“ Guðbjartur segir að menn geti lesið í sínar hugmyndir um hverjir séu líklegri til að vinna með honum að þeim lausnum. En hver er óskastaða hans varðandi stjórnarsamstarf? „Ég hef sagt það að ef við erum með Sjálfstæðisflokk eins og hann er í dag eigum við litla samleið með honum. En hvernig verður hann í aðdraganda kosninga? Það veit ég ekki. Þeir hafa hlaupið í og úr í mörgum málum. Mér finnst þeir svolítið vera að hverfa í gamla gírinn með gömlu lausnirnar. Þá hafa þeir komið með skýra andstöðu við ESB og fleira sem gerir það að þeir fjarlægjast okkur. Við skulum ekkert fara í grafgötur um það að átökin í stjórnmálum eru auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin. Þessi flokkar eru þeir stóru aðilar sem eiga að vera að takast á um hvaða gildi og hvaða form verður á íslensku samfélagi. Þar viljum við fá að vera leiðandi afl.“ ➜ Lítil samleið með Sjálfstæðisflokki Launahækkun forstjóra Landspítalans var mál sem reyndist þér erfitt. Setti það flekk á feril þinn? „Nú er það þannig að nánast á hverjum einasta degi í velferðarráðuneytinu koma upp mál sem eru erfið. Við erum að kljást við bæði athugasemdir sem koma, það koma upp einhverjar uppákomur á einhverjum stofnunum eða annars staðar. Ef maður væri hræddur við að takast á við erfiðleika væri maður ekki í þessu starfi. Hluti af því að vera í stjórnun er að þá fær maður mál sem eru af ólíkum toga, þau geta verið mjög sárs- aukafull og sársaukafyllstu málin eru þegar maður sér einhvern sem á í erfiðleikum, maður skynjar að það eru raunverulegir erfiðleikar og maður getur ekki hjálpað honum. Það er eiginlega það sem tekur mest á. Ég fer þarna ákveðna leið til að reyna, að ég hélt, að velja bestu leiðina fyrir spítalann sem reyndist kolröng. Ég endurmat það og baðst afsökunar á því. Það er gott dæmi um að ég er alltaf að taka ákvarðanir og ef ég væri hræddur við að gera einhvern tímann vitleysu mundi ég aldrei taka ákvarðanir. Ég geri mér alveg grein fyrir því, og gerði það sem skólastjóri og í pólitíkinni áður sem sveitarstjórnarmaður, að það verður alltaf að taka þá áhættu að eitthvað af því sem maður gerir sýni sig eftir á að vera röng ákvörðun. Það er bara hluti af því að vera stjórnvald. Þá er bara að vinna úr því. Maður lítur á þetta sem verkefni og reynir þá að finna nýja leið og betri í framhaldinu.“ Gerði mistök varðandi launahækkun Leitað til mín sem sáttasemjara Guðbjartur Hannesson býður sig fram til for- mennsku í Samfylkingunni. Hann segir mestu máli skipta að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti. VINSTRIMAÐUR Guðbjartur segist vera vinstrimaður, annars væri hann ekki í Samfylkingunni. Hann segir flokkinn eiga litla samleið með Sjálfstæðisflokknum eins og sá flokkur er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég hef sagt það að ef við erum með Sjálfstæðisflokk eins og hann er í dag eigum við litla samleið með honum. En hvernig verður hann í aðdrag- anda kosninga? Það veit ég ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.