Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 38
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Fjölmargir kvikmyndaréttir að bókum hafa gengið kaupum og sölum undan-farinn áratug og fer þessum viðskiptum fjölgandi með hverju árinu. Oftast eru það íslensk fyrirtæki á borð við Zik Zak, Blueeyes Productions og Kvikmyndafélag Íslands sem hafa tryggt sér kvik- myndaréttinn en þó kemur fyrir að erlendir aðilar sjái sér leik á borði og veðji á íslenskan hest. Sjaldgæfara er að einstaklingar tryggi sér kvik- myndarétt en athygli vakti á dögunum þegar leik- arinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson tryggði sér réttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Einnig hefur Hollywood-framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson keypt réttinn að tveimur bókum Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og nú síðast Kulda. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins hefur kvikmyndaréttur verið keyptur að tæplega fimmtíu bókum á undanförnum árum án þess að myndirnar sjálfar hafa litið dagsins ljós. Annað hvort hefur rétturinn runnið út eða hann er enn í gildi og undirbúningur myndarinnar hefur tafist eða er í fullum gangi. Hversu lengi gildir kvikmyndaréttur? Þeir sem selja kvikmyndarétt að bókum sínum leigja hann yfirleitt í þrjú ár til að byrja með. Eftir það er hægt að framlengja hann um tvö ár í við- bót ef framleiðsla á myndinni dregst á langinn. Ef ekkert verður af framleiðslunni rennur kvik- myndarétturinn aftur til höfundarins. Þá getur hann samið við annan framleiðanda ef hann vill. Slíkt gerðist til dæmis með Skipið eftir Stefán Mána. Zik Zak keypti réttinn en nýtti sér hann ekki á samningstímanum. Féll hann þá aftur í hendur Stefáns. Einnig gerðist þetta með bækurn- ar Fólkið í kjallaranum og Sjálfstætt fólk. Kvik- myndarétturinn á þeim bókum hefur verið seldur tvisvar sinnum og núna er fyrirtækið Blueeyes eigandi réttarins. Hvernig er greiðslum háttað? Samningarnir eru misjafnir eftir því hversu dýra mynd á að gera eftir bókinni. Oft er það þannig að greidd er ein upphæð á ári, til dæmis eitt hundrað þúsund krónur. Yfirleitt er miðað við að leigan sem er greidd á ári nemi 10% af þeirri heildar- upphæð sem höfundarnir fá greitt fyrir myndina, sem í þessu tilfelli væri ein milljón. Fyrsta leigu- upphæðin er greidd við undirritun samningsins. Þegar búið að borga allan leigupeninginn, til dæmis 300 þúsund eftir þriggja ára ferli, er sú upphæð dregin frá lokagreiðslunni. Sú greiðsla er greidd á fyrsta tökudegi myndarinnar. Ef myndin verður endurgerð í Hollywood fær höfundurinn yfirleitt ákveðna prósentu af heildargreiðslu sinni að launum, til dæmis 30%. Hvaða bækur eru vinsælastar? Oftast verður glæpasaga fyrir valinu þegar kvik- myndaréttur er keyptur. Til að mynda hefur rétt- urinn á öllum bókum Yrsu Sigurðardóttur verið keyptur og á þremur eftir Arnald Indriðason. Einnig hafa glæpasögur Stefáns Mána og Óttars M. Norðfjörð verið vinsælar meðal kvikmynda- framleiðenda. Hvaða þýðingu hefur kvikmyndaréttur? Auk þess að fá pening fyrir að leigja kvik- myndaréttinn fá höfundar góða auglýs- ingu fyrir bók sína. Salan á bókinni getur aukist til muna, þrátt fyrir að myndin verði hugsanlega aldrei að veruleika. Verði myndin gerð getur það haft töluverðan pening í för með sér og aukið vinsældir höfundarins enn frekar. Möguleiki á framhalds- myndum er einnig fyrir hendi eða fleiri myndum byggðum á öðrum bókum eftir sama höfund. Verði myndin endurgerð erlendis hefur það einnig í för með sér aukapen- ing fyrir höfundinn og enn betri auglýsingu á bókinni. Næsta íslenska mynd eftir bók? Kvikmyndin Falskur fugl er væntan leg snemma á næsta ári. Hún er byggð á samnefndri sögu Mikaels Torfasonar sem kom út 1997. Myndin hefur verið í tólf ár í bígerð og er núna loksins orðin að veruleika. Þór Ómar Jónsson leik- stýrir og framleiðandi er íslenska fyrir tækið Square One Films. ÍSLENSKAR BÆKUR LEITA Í BÍÓHÚSIN FIMM AÐSÓKNARMESTU KVIKMYNDIRNAR SEM GERÐAR HAFA VERIÐ EFTIR BÓKUM Kvikmyndaréttur að þremur bókum Stefáns Mána hefur verið keyptur og hefur ein myndanna litið dagsins ljós, eða Svartur á leik, eftir handriti leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar. Rétturinn á Skipinu rann út og er kominn aftur í hendurnar á Stefáni Mána og sem stendur á Saga Film réttinn á Ódáða- hrauni. Þrír framleiðendur hafa einnig sýnt nýjustu bók hans, Húsið, áhuga. „Mér finnst málið snúast um að semja við aðila sem maður treystir algjörlega og treysta honum svo til að gera þetta í friði,“ segir Stefán Máni um reynslu sína af samningum um kvikmyndarétt. „Það eru ekki það miklir peningar í boði. Þetta snýst meira um sæmdina.“ Hann segir þvílíkt gaman að sjá mynd gerða eftir bókinni sinni. „Það er svo einmanalegt og dauft að vera rithöfundur og þess vegna er mjög gaman að fá að upplifa eitthvað stærra. Alvöru frumsýningu með rauðum dregli, fullt af fólki og líf og fjör. Það er eitthvað sem við erum ekki vanir.“ Aðspurður segir hann lítinn pening í sölu á kvikmyndarétti. „Það er ekki eftir miklu að slægjast fyrir rithöfund- inn, því miður, og ég myndi vilja sjá það breytast. Ég tala nú ekki um þegar ekkert gerist. Þú selur réttinn fyrir mjög lítinn pening í hálfgerða leigu. Þetta er tvíeggjað sverð. Maður er oft að gefa frá sér réttinn í ansi langan tíma fyrir lítinn pening og kannski missa aðrir áhugann á meðan.“ Meira en sextíu þúsund manns sáu Svartur á leik í bíó. Þrátt fyrir vinsældirnar kveðst Stefán Máni ekki hafa fengið neinar prósentur að ráði. „Þetta tók einhver sjö til átta ár. Það litla sem ég fékk var ég búinn að fá á þessum tíma. Þetta var nú enginn hvalreki fyrir mig en þeim mun meiri ánægja og auglýsing. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ár.“ ➜ Traust skiptir öllu máli STEFÁN MÁNI Rithöfundinum fannst gaman að upplifa eitt- hvað stærra þegar Svartur á leik var kvikmynduð. Aldrei hefur verið vinsælla en einmitt núna að kaupa kvikmyndarétt að íslenskum bókum. Tugir slíkra samn- inga hafa verið gerðir á undan- förnum árum. Rétturinn sjálfur tryggir ekki að myndin verði nokk- urn tímann að veruleika og oftar en ekki er hætt við hana. 1. Mýrin Áhorfendur 84.428 Tekjur (kr.) 90.944.070 Frumsýnd árið 2006 í leikstjórn Baltasars Kormáks. 2. Englar alheimsins Áhorfendur 82.264 Tekjur (kr.) 67.788.000 Frumsýnd árið 2000 í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar. 3. Djöfla- eyjan Áhorfendur 74.754 Tekjur (kr.) 54.439.400 Frumsýnd árið 2006 í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar. 4. Svartur á leik Áhorfendur 62.783 Tekjur (kr.) 83.370.322 Frumsýnd árið 2012 í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. 5. Jóhannes Áhorfendur 36.223 Tekjur (kr.) 40.476.210 Frumsýnd árið 2009 í leikstjórn Þorsteins Gunnars Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá Smáís VINSÆLUST Mýrin með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki er aðsóknar mesta íslenska kvik- myndin sem hefur verið gerð eftir bók. Yfir 84 þúsund manns fóru á hana í bíó. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.