Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 52
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52
Rory McIlroy og Caroline Wozni-acki eru í fremstu röð á heims-vísu og í hópi þekktustu íþrótta-manna og -kvenna veraldar. Þau njóta gríðarlegra vinsælda og áhugi almennings á þeim hefur
aukist jafnt og þétt eftir að þau fóru að
stinga saman nefjum sumarið 2011. Hið
daglega líf hjá „ofuríþróttaparinu“ er
ávallt í kastljósi fjölmiðla. Rory McIlroy
hefur notið góðs af öllu þessu umstangi á
undanförnum misserum en ferill Wozni-
acki hefur legið niður á við.
Það var boxbardagi í júlí árið 2011 sem
varð til þess að Rory McIlroy og Caro-
line Wozniacki hittust í fyrsta sinn. Þau
voru bæði boðsgestir þegar David Haye
frá Bretlandi mætti Úkraínumanninum
Vladimir Klitschko í Þýskalandi. Klitschko
sigraði þar á stigum – svo því sé haldið til
haga.
„Frábær bardagi, ég hitti einnig Rory
McIlroy, sem sat beint fyrir aftan mig,
(broskall), hann er jarðbundinn og góður
gaur,“ skrifaði Wozniacki í tísti sem birtist
á Twitter daginn eftir bardagann.
Frá þeim tíma hafa þau verið par og
glímt við það risaverkefni að vera í fremstu
röð á heimsvísu sem atvinnumenn sam-
hliða þeirri athygli sem þau fá.
Nýjar áherslur í mataræði
Rory hefur notið góðs af þessu sambandi
ef marka má árangur hans eftir að hann
kynntist Caroline. Fyrir það fyrsta þá tók
Norður-Írinn upp á því að æfa meira en
áður og árangurinn lét ekki á sér standa.
Wozniacki var í efsta sæti heimslistans
þegar þau hittust í fyrsta sinn en Rory
var enn að klifra upp þann metorðastiga.
Og hann átti einnig eftir að sigra á einu af
risamótunum fjórum.
Rory McIlroy tók einnig upp nýjar
áherslur í æfingum og mataræði eftir að
hann kynntist Wozniacki. Hann æfir undir
handleiðslu styrktarþjálfara NBA-körfu-
boltaliðsins New York Knicks og hefur
árangurinn ekki látið á sér standa. „Ég er
jafnþungur og áður, en fituprósentan hefur
hrapað, og ég er sterkari og stöðugri en
áður,“ sagði McIlroy í viðtali við banda-
ríska karlatímaritið Mens Health.
Wozniacki virðist ekki hafa náð að vinna
eins vel úr allri þeirri athygli sem samband
þeirra hefur fengið. Hún hefur hrapað eins
og steinn niður heimslistann frá því hún
kynntist Rory McIlroy. Risamótin hafa
ekki verið styrkleiki Wozniacki og á árinu
2012 féll hún úr í 1. umferð á Wimbledon og
Opna bandaríska meistaramótinu.
Hún sigraði á sex mótum árið 2010 og end-
urtók leikinn árið 2011. Á þessu ári hefur
hún aðeins sigrað á tveimur atvinnumótum
og nýverið réði hún föður sinn sem þjálfara
á ný. Hann var þjálfari hennar þegar hún
náði efsta sæti heimslistans. Þrátt fyrir að
fátt hafi gengið upp á tennisvellinum rakar
Wozniacki inn seðlum því hún er næst-
tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2011
á eftir tenniskonunni Mariu Sharapovu.
McIlroy sigraði á fjórum mótum á þessu
ári og þar af einu risamóti. Hann nýtur
gríðarlegra vinsælda hjá stórfyrirtækjum
sem keppast við að fá hann til liðs við sig.
Búist er við því að Rory McIlroy semji við
Nike íþróttavörufyrirtækið á næsta ári –
og mun hann fá um 16 milljarða króna í
sinn hlut fyrir tíu ára samning.
Engar áhyggjur af bókhaldinu
Eins og gefur að skilja þarf ofurparið ekki
að hafa miklar áhyggjur af heimilisbók-
haldinu en Wozniacki heldur í gömlu hefð-
ina þegar þau fara út að borða. „Rory borg-
ar alltaf reikninginn,“ lét Wozniacki hafa
eftir sér í viðtali.
Keppni er stór hluti af sambandi þeirra
og hafa margir beðið eftir því að fá að sjá
þau keppa hvort við annað í golfi eða tenn-
is. Wozniacki er á þeirri skoðun að þau
þurfi að finna aðra íþrótt til þess að keppa
hvort við annað.
„Ég hef gefið honum góð ráð varðandi
tennis, hann er með góða forhönd, en
bakhöndina þarf hann að laga. Ég er viss
um að hann getur lagað þetta með minni
aðstoð. Sömu sögu er að segja af golfsveifl-
unni minni. Hún er skelfileg,“ sagði Wozni-
acki og bætti við. „Ég held ég geti staðfest
að ég mun aldrei tapa í tennis fyrir Rory,
en það sama gildir um golfið, ég mun aldrei
vinna hann. Við þurfum að finna okkur
aðra íþrótt til þess að keppa sem jafningj-
ar,“ sagði Wozniacki.
Gríðarlegur metnaður
McIlroy var á dögunum útnefndur kylfing-
ur ársins á bandarísku PGA-mótaröðinni í
fyrsta sinn á ferlinum. Hann þakkaði unn-
ustu sinni fyrir þann árangur sem hann
hefur náð á keppnistímabilinu.
„Ég hef séð hve hart hún leggur að sér
við æfingar og hún hefur gríðarlegan
metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni,“
sagði hinn 23 ára gamli McIlroy á þeim
tíma og það verður spennandi að fylgjast
með gengi þeirra þegar nýtt keppnistíma-
bil hefst hjá þeim báðum á nýju ári.
OFURÍÞRÓTTAPARIÐ
GLÍMIR VIÐ NÝJA ÁSKORUN
Íþróttaferlar kærustuparsins Rory McIlroy og Caroline Wozniacki hafa tekið mismunandi
stefnu eftir að þau kynntust sumarið 2011. Norður-írski kylfingurinn hefur tekið risastökk upp á
við en danska tenniskonan hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann.
Í FREMSTU RÖÐ Þau Rory Mcilroy og Caroline Wozniacki hittust í júlí í fyrra þegar David Haye og
Wladimir Klitschko mættust í bardaga.
Golf og tennis eiga það sameiginlegt að vera með fjögur risamót á hverju ári sem eru stærstu
viðburðir hvers tímabils. Í golfi karla eru þrjú risamót haldin í Bandaríkjunum; Mastersmótið
(Bandaríkin), Opna breska meistaramótið, Opna bandaríska meistaramótið, PGA-meistaramótið
(Bandaríkin). Risamótin hjá atvinnukonum í tennis eru Opna ástralska meistaramótið, Opna
franska, Wimbledon-meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Rory McIlroy hefur
fagnað sigri tvívegis á risamóti; Opna bandaríska meistaramótinu árið 2011 og PGA-meistara-
mótinu 2012.
Risamótin í tennis og golfi
Sigurður Elvar
Þórólfsson
seth@365.is
Caroline Wozniacki er 22 ára gömul, fædd 11. júlí árið 1990 í
Óðinsvéum í Danmörku.
Hún er með lögheimili í Mónakó og gerðist atvinnumaður
í tennis árið 2005. Wozniacki hefur unnið sér inn um 1,7
milljarða króna á ferlinum. Tekjur af auglýsingasamningum eru
ekki í þeirri upphæð.
Foreldrar hennar voru bæði í afreksíþróttum. Faðir hennar, Piotr,
var atvinnumaður í fótbolta og leið hans lá til Danmerkur. Eiginkona
hans, Anna, var atvinnumaður í blaki. Sonur þeirra, og eldri bróðir
Caroline, Patrik Wozniacki, er atvinnumaður í fótbolta hjá Hvidovre í
Danmörku.
Wozniacki var samtals í rúmt ár í efsta sæti heims-
listans, alls 67 vikur, en hún féll úr efsta sætinu
þann 23. janúar á þessu ári. Á þessari stundu
er Wozniacki í 10. sæti. Hún hefur sigrað á
20 atvinnumótum á ferlinum en aðeins einu
sinni komist í úrslit á
einu af risamót-
unum fjórum.
Hún tapaði
í úrslitum
á Opna
bandaríska
meistara-
mótinu
árið 2009.
➜ Caroline Wozniacki
Rory McIlroy er 23 ára gamall, fæddur 4. maí árið
1989 í Holywood á Norður-Írlandi þar sem hann er
enn með lögheimili. Hann gerðist atvinnumaður
í golfi árið 2007. Á ferlinum hefur hann „önglað“
saman um 2,6 milljörðum króna í verðlaunafé. Tekjur
af auglýsingasamningum eru ekki í þeirri upphæð.
McIlroy er einkabarn en
foreldrar hans heita
Gerry og Rosie. Rory
kynntist golfíþrótt-
inni í gegnum föður
sinn sem er með 0 í
forgjöf og því vel lið-
tækur í íþróttinni. McIlroy
hefur sigrað á 13 atvinnu-
mótum frá því hann gerðist
atvinnumaður og hann
hefur sigrað á tveimur
risamótum nú þegar–
Opna bandaríska árið
2011 og PGA-meist-
aramótinu 2012.
➜ Rory McIlroy