Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 56
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 56 Fyrir sumum er það ómissandi hluti af jólahátíð-inni að hreiðra um sig með konfekt undir teppi og horfa á góða jólamynd. Vel heppnaðar myndir í þeim geira virðast nærri ódauðlegar og má þar nefna myndir á borð við Christmas Vacation, It‘s A Wonderful Life og A Christmas Story. En einnig eru til kvikmyndir sem gerast um jól og eru jafnvel jólalegar, þó þær teljist ekki til eiginlegra jóla- mynda. Margir hafa tekið upp þann sið að horfa á Lord of the Rings- þríleik leikstjórans Peters Jackson í afslappelsi jólanna. Myndirnar hafa í sjálfu sér lítið með jólin að gera en fólki virðist almennt líka það vel að sökkva sér í langa og góða myndaseríu í jólafríinu. Það tekur 11 klukkustundir og 23 mín- útur að ljúka við allar myndirnar þrjár, horfi maður á lengri útgáfur þeirra, en hér eru fleiri seríur sem tilvalið er að taka fyrir um jól. Meira af góðu glápi Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is 101 REYKJAVÍK (2000) Hlynur á í ástarsambandi við kærustu móður sinnar. Þetta veldur eðlilegum flækjum í lífi þeirra þriggja, og allt gerist þetta um jól. INSIDE (2007) Þessi hrottalega franska hrollvekja nefnist À l‘intérieur á frummálinu og gengur svo langt í grafísku ofbeldi að áhorfandinn er vís til að verða afhuga jólunum að eilífu. THE REF (1994) Á íslenskum vídeóspóluhulstrum hét þessi mynd Hostile Hostages, en myndin segir frá kjaftforum gimsteinaþjófi sem tekur fjölskyldu í gíslingu á aðfangadagskvöld. Uppistandarinn Denis Leary leikur á als oddi í þessari vanmetnu mynd frá leikstjóranum sáluga, Ted Demme. LETHAL WEAPON (1987) Fyrsta myndin í þessari vinsælu seríu gerist, líkt og Die Hard, um jól, þrátt fyrir að vera alls engin jólamynd. Hið sígilda Jingle Bell Rock slær upphafs- tón myndarinnar, en jólasteik þeirra félaga, Riggs (Mel Gibson) og Murtaugh (Danny Glover), verður að bíða þar til hverju einasta illmenni hefur verið slátrað. SILENT NIGHT, DEADLY NIGHT (1984) Fjölmargar myndir um raðmorðingja í jólasveinabúningi hafa verið gerðar. Þessi er án efa sú frægasta, en kennara- og foreldrafélög víðs vegar um Bandaríkin reyndu að fá hana bannaða frá kvikmyndahúsum. Í mörgum tilfellum tókst það, en myndin öðlaðist framhaldslíf á myndbandi og telst í hópi svokallaðra költmynda. P2 (2007) Angela er snoppufríð skrifstofublók sem er haldið í gíslingu af geðsjúkum öryggisverði í bílakjallara á aðfangadagskvöld. Í einu atriði myndarinnar er hún hlekkjuð við matarborð og neydd til þess að borða jólamat með kvalara sínum. Vissulega nokkuð jólalegt, en á óhefðbundinn máta. ROCKY IV (1985) Í fjórðu mynd seríunnar um hnefaleikakappann Rocky Balboa mætir munnskakka mulningsvélin sovéska ofurboxaranum Ivan Drago í Moskvu á jóladag. Þeir eru nú ekki beinlínis jólalegir í hringnum og myndin er sú næstversta í seríunni, enda gerist afar fátt fyrir lokabardagann nema hvert þjálfunar montage-atriðið á fætur öðru. Sígildir frasar Dragos eru þó áhorfsins virði. DIE HARD (1988) Die Hard var lengi þekkt sem „jólamynd pabbans“, en staðreyndin er sú að það hafa allir gaman af Die Hard. Þrátt fyrir að vera ofbeldis- full og harðsoðin er hún glettilega jólaleg, enda er sögusviðið Los Angeles á aðfangadagskvöld. Hryðjuverkamenn hertaka jólagleðskap í Nakatomi-skýjakljúfnum en einn gestanna er eiginkona lögreglu- mannsins John McClane. Það er skallabletturinn Bruce Willis sem fer með hlutverk hans eins og frægt er orðið, en á nýju ári fá aðdáendur að sjá fimmtu myndina um kappann. EYES WIDE SHUT (1999) Leikstjórinn goðsagnakenndi, Stanley Kubrick, kvaddi þennan heim í mars- mánuði árið 1999, rúmum fjórum mánuðum fyrir frumsýningu síðustu myndar hans, Eyes Wide Shut. Þessi draumkenndi og erótíski sálfræðitryllir er byggður á stuttu skáldsögunni Traumnovelle eftir austurríska rithöf- undinn Arthur Schnitzler sem kom út árið 1926. Í myndinni léku þau Tom Cruise og Nicole Kidman hjón í kynlífskrísu um jól. Jólamyndir fullorðna fólksins Hinn sístækkandi haugur jólakvikmynda lumar á ýmsu ef nógu djúpt er grafið. Athugið að atriði í þessari grein eru ekki við hæfi jólabarna. Nauðsynlegt er að eiga nóg að maula með glápinu og ágætt er að miða við 250 grömm af konfekti fyrir hvern klukkutíma sem horft er á. Back to the Future Fimm klukkustundir og 42 mínútur Indiana Jones Átta klukkustundir og ein mínúta Home Alone Átta klukkustundir og 30 mínútur Star Wars 13 klukkustundir og 28 mínútur Carry On Einn sólarhringur, 21 klukkustund og 12 mínútur 3 myndir 31 mynd 4 myndir 5 myndir 6 myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.