Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 60

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 60
FÓLK| og fannst það svo ömurlegt að ég lofaði sjálfri mér að vera aldrei aftur að heiman um jól,“ segir Dóra sem er hjá móður sinni í Njarðvíkum með fjölskyldu sinni á að- fangadagskvöld. „Þótt Danir séu frægir fyrir huggulega jólastemningu taka íslensk jól öllum öðrum fram. Hér er líka fólkið sem mér þykir vænst um og gera jól að jólum sem samveru, góðum mat og jólapóker. Sökn- uður er ástæða þess að ég flutti aftur heim. Eftir fjögur frábær ár í Danmörku fattaði ég að í jafn mörg ár hefði ég misst af ástvinum mínum heima. Á þessum tíma missti ég líka stjúpföður minn og gerði mér grein fyrir hvað skiptir mestu máli í lífinu.“ HEIMÞRÁ OG SÖKNUÐUR Dóra býr með unnusta sínum Erni Töns- berg og tveimur börnum. Hún á þrjú hálf- systkin sem hún segir sér afar náin. „En ég saknaði ekki síður vina minna því vinir verða fjölskylda með tímanum. Þótt maður komi heim annað slagið missir maður af þeim því þá er hist á hlaupum og teknar skýrslur í báðar áttir. Alltaf þegar ég var á leið í flugvélinni til baka fannst mér ég ekki hafa hitt neinn því sam- veran var engin.“ Dóra segist aldrei hafa verið hluta af vinahópi eða verið í saumaklúbbi. „Ég á auðvelt með að kynnast fólki og þekki marga en frá hverri stoppistöð lífs- ins fylgir mér einhver til lífstíðar. Ég velti stundum fyrir mér ræktun vinskapar en er á þeirri skoðun að ekki þurfi að hafa fyrir vináttunni. Hún er einfaldlega til staðar, áreynslulaus og alltaf eins.“ Um helgar reynir Dóra að skipuleggja dagana sem minnst. „Eftir kapphlaup við klukkuna á virkum dögum reyni ég að lofa mér ekki of mikið. Ellegar missir maður af dýrmætum augnablikum tilverunnar með fjölskyldunni í rólegheitunum.“ TÆKIFÆRI ÚR SKÓLA LÍFSINS Dóra segist stundum sakna þess að vera ekki lengur í sjónvarpi. „Ég sakna þess minnst að vera andlit á skjánum en meira að búa til sjónvarps- efni. Það eru mínar ær og kýr; að búa hluti til. Ég er hugmyndarík og með ríka sköp- unarþrá. Þess vegna hefur mér verið bent á að fara í nám í húsgagnahönnun svo ég geti búið til minni hluti í stað fyrirtækja,“ segir hún og skellir upp úr. Dóra segir líf sitt og starf vera tilvilj- unum háð. „En ég skapa að sjálfsögðu mitt líf sjálf og hef verið farsæl í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég nenni ekki að gera hlutina ef ég hef ekki trú á þeim og hef uppgötvað að ég er mikið fyrir áskor- anir og þrjóskari en andskotinn í að láta hlutina ganga upp. Mér þykir líka gaman að takast á við nýja hluti en geri það ekki án þess að gera mitt besta. Maður verður fyrst og fremst að standa með sjálfum sér og trúa á það sem maður gerir.“ Dóra segist lánsöm að hafa getað fengist við það sem hana langaði til. „En auðvitað alltaf á minn hátt. Ég er ekki með neina menntun og get því ekki opnað sálfræðistofu þótt ég vildi. Ég er ágætis dæmi úr lífsins skóla og tækifærin sem lífið færir manni. Mig langaði ung að verða leikari eða leikstjóri og leikstjóradraumur- inn blundar enn innra með mér eins og sálfræði. Þegar maður er stöðugt í mikilli keyrslu koma tímar sem maður rennir hýru auga til rólegri takta.“ HAMINGJUSAMUR NAUTNASEGGUR Dóra hefur árum saman verið ein af feg- urstu konum landsins og aldurinn virðist ekkert ætla að bíta á hana. „Ég spái lítið í útlitið og held að áhyggjuhrukkur komi helst ef maður hefur of miklar áhyggjur af útlitinu. Ég nota aldrei dýr krem en þvæ húðina með vatni og handsápu á kvöldin og ber á hana Aloe Vera-gel sem gefur náttúrulegan raka. Svo er ég hræðilega löt í líkamsrækt því ég á erfitt með allt sem krefst endurtekninga og er algjör nautnaseggur sem leyfir sér allt. Við borðum jú hollan mat á heimilinu en ég fæ mér ósjaldan tertusneið með kaffibollanum. Ég er því mikill sælkeri því maður þarf líka að njóta lífsins en ætli genin séu ekki góð,“ segir Dóra, sátt í eigin skinni. „Það er gaman að vera ég og mér líður ósköp vel. Ég segi alltaf að hver sé sinnar gæfu smiður. Ef maður er óánægður í lífinu en í aðstöðu til að skapa sér gott líf er það engum nema manni sjálfum að kenna.“ ■ thordis@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU SAKN- AR SJÓN- VARPSINS „Skjás eins-tímabil- ið var besti skólinn. Þar starfaði kraft- mikið fólk með óbilandi trú og bjó til hið ómögulega á degi hverjum. Víst vorum við ansi oft á mörkunum og sminkan með gloss og púðurdós undir borði í beinni út- sendingu því ekki náðist að klára förðun fyrir fyrstu kynningu.“ MYND/VILHELM HELGIN Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Hátíðartilboð 15-25% af völdum vörum Jólavörur -25% Rúmföt -15-25% Stafrófið -20% Handklæði - 25% Opið í dag 11-16 Sendum frítt úr vefverslun FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Það hefur orðið stökkbreyting á strætóhúsinu á Hlemmi því þar er allt skreytt hátt og lágt. Alla laugardaga fram að jólum verða tónleikar þar í boði jólaborgarinnar Reykjavík. Síðasta laugardag var það hljómsveitin Tilbury sem reið á vaðið en í dag er það Agent Fresco sem ætlar að spila fyrir strætófarþega, gesti og gangandi kl. 15.00 og fram eftir. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og er tilvalið að enda eða byrja miðborgarjólaröltið á Hlemmi undir góðum tónum Agent Fresco. Hlemmur hefur svo sannarlega verið klæddur í jólabúning en innblástur skreyt- inganna er jólamyndin Christmas Vacation og hugtakið „magn um- fram gæði“. Á Hlemmi er ekkert sem heitir of mikið jólaskraut. Sýningargluggi hefur sömuleiðis verið skreyttur þar sem hægt er að gægjast aftur í fortíðina. Þar halda tvær ungar framakonur upp á jólin saman, sötra soda stream og opna pakka. Augnablikið var fryst þegar önnur þeirra var í þann mund að opna jólagjöf áratugarins – Clarens-fóta- nuddtæki. Eftir viku verður það hljómsveitin Retro Stefsson sem skemmtir vegfarendum og Jónas Sig og Ómar Guðjóns 22. desember. Það er mikið um að vera í jólaborginni Reykjavík og viðburðir daglega til jóla. Hægt er að fylgjast með því sem er að gerast á við- burðardagatali inn á http://christmas.visitreykjavik.is. JÓLASTUÐ Agent Fresco verða á Hlemmi í dag. HLEMMUR Í JÓLABÚNINGI Borgin hefur klæðst jólabúning og því gaman að heimsækja miðbæinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.