Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 79
KYNNING − AUGLÝSING Myndavélar8. DESEMBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Fyrstu stafrænu myndavélarnar voru ekki merkilegar, myndgæðin voru döpur, sérstaklega í lélegu ljósi, og þær voru mjög lengi að taka myndir. En fólk sætti sig við ókostina því það var svo frábært að geta skoðað myndirnar strax. Vélarnar seld- ust vel og gæði þeirra jukust gríðarlega hratt. Fljótlega var hægt að fá fínar myndavélar í öllum stærðum og gerðum,“ segir Berg- ur Gíslason, eigandi verslunarinnar Ljós- myndavörur. Hann segir einn af helstu kostum staf- rænnar ljósmyndunar þann að þeir sem leggja stund á hana verða fljótt betri ljós- myndarar. „Ljósmyndaáhugi hefur náð áður óþekktum hæðum og mikill fjöldi fólks hefur keypt sér stórar og öflugar atvinnumanna- vélar og dýrar og þungar linsur til að upp- fylla síauknar gæðakröfur. Sá böggull fylgir þó skammrifi að þær hafa verið stórar og þungar, notendum til mæðu. Með auknum gæðum myndavélasíma hefur fólk því oft gripið til þeirra og eru alvöru vélarnar oftar en ekki skildar eftir heima, í bílnum, sumar- bústaðnum á hótelinu og svo framvegis. En þegar fólk er orðið vant gæðunum úr stóru vélunum verður það aldrei sátt við gæðin úr símum. Við þessu hefur Fujifilm brugð- ist með X-línunni. Þar er áherslan á að búa til eins litlar og nettar vélar og mögulega er hægt, án þess að gefa þumlung eftir í gæða- kröfum,“ segir Bergur. Í byrjun árs 2011 kom Fujifilm X100 á markað en hún setti myndavélaheiminn á annan endann. „Allt í einu var komin á sjónar sviðið lítil og létt myndavél með myndgæðum á við stóru DSLR-vélarnar, sem leit út og virkaði eins og myndavél – bara miklu léttari. X100 er allt öðruvísi en aðrar vélar. Útlitið minnir á fyrri tíma, með lok- hraðastilli ofan á vélinni og ljósopsstillingu á linsunni – í stað þess að grafa stillingar djúpt í valmyndum. Hún er með glugga með ram- malínum auk stafrænna upplýsinga, fram- úrskarandi Fujinon-linsu og skilar frábær- um myndgæðum. X100 er falleg og öflug vél sem hægt er að stinga í vasann og nú er aftur orðið gaman að taka myndir,“ segir Bergur. X100 fékk fljúgandi start og seldist ítrekað upp um allan heim. Í fyrstu voru kaupend- ur flestir atvinnuljósmyndarar eða miklir áhugaljósmyndarar sem áttu stórar atvinnu- vélar, en vildu fá vél sem hægt væri að grípa með sér og taka á sér til ánægju. „Fujifilm fylgdist grannt með óskum notenda og bætti vélina með hugbúnaðaruppfærslum eftir því sem leið á árið. Vorið 2012 kom Fujifilm með X-Pro 1 en hún kemur til móts við þá sem óskuðu eftir vél sem var í sama anda og X100 en með skiptanlegum linsum,“ upp- lýsir Bergur. „X-Pro 1 er stútfull af nýjung- um. Hún er með nýja byltingarkennda 16M díla X-Trans-flögu sem er ólík öðrum flög- um og það þarf engan AA-filter fyrir framan. Það eykur myndgæðin svo mikið að X-Pro 1-vélin, sem er með APS-C-flögu keppir við „Full-Frame“-vélar í myndgæðum. Það er al- gert grundvallaratriði að nota APS-C-stærð af flögu því þannig er hægt að hafa linsurnar og vélina minni og léttari. En það þarf fleira en góða flögu, X-Pro 1 er fyrsta vélin með X- mount-linsutengi og Fujinon, (linsuarmur Fujifilm) hefur hannað og sett á markað 5 linsur sérstaklega fyrir X-mount kerfið. Lins- urnar eru sérstaklega bjartar og skarpar. Þá eru fimm aðrar linsur væntanlegar á næsta ári. Auk þess sem hægt er að nota M-mount- linsur með millihring. Eins er hægt að nota fjöldann allan af öðrum linsum með milli- hring frá þriðja aðila.“ Meðal annarra nýjunga í X-Pro 1 er Hybrid viewfinder-glugginn en hann er bæði hefð- bundinn og stafrænn. Notandinn getur ákveðið hvort hann notar hefðbundinn optískan glugga, elektrónískan glugga eða blöndu af báðum. Þegar skipt er um linsur breytast línurnar í optíska glugganum þann- ig að hægt er að ramma myndina að vild. Fyrir örstuttu kom Fujifilm svo með X-E1 sem er í meginatriðum eins og X-Pro 1, að því frátöldu því að glugginn er aðeins elektrón- ískur. X-E1 hefur þann kost að vera 100.000 krónum ódýrari auk þess sem hún er fáan- leg með 18-55mm linsunni á tilboðsverði á 239.900 krónur. Fyrir þá sem vilja minni vélar býður Fuji- film að sögn Bergs upp á X10 sem kom fyrir um ári síðan og XF1 sem var að koma á mark- að. Báðar nota þær sömu flöguna en eru með mismunandi byggingarlag. Sú nýrri, XF1, er hönnuð til að komast í vasa eða veski en X10 er örlítið fyrirferðarmeiri. „Sé ætlunin að taka næsta skef í ljósmyndun er örugglega til Fujifilm X-vél sem hentar.” Næsta skref í myndavélum Síðustu fimmtán árin hefur orðið ótrúleg þróun á myndavélamarkaðnum. Ljósmyndaáhugi hefur náð áður óþekktum hæðum og mikill fjöldi fólks hefur keypt sér stórar og öflugar atvinnumannavélar. Þær hafa þann ókost að vera fyrirferðarmiklar. Fujifilm hefur séð við því og sett á markað nettar vélar sem gefa þó ekkert eftir í gæðum. Nýju Fujifilm-vélarnar eru litlar og léttar en myndgæðin eru á við myndgæði stóru DSLR-vélanna. Útlitið minnir á fyrri tíma. Gerðu jólakort, dagatöl, ljósmyndir, striga, bolla, boli, púsluspil, músamottur, iPhone bök og fleira á einfaldan og fljótlegan hátt á vefnum okkar. Einfalt, fljótlegt og ódýrt! Sæktu eða fáðu sent. Gerðu meira úr mynd unum þínum Fujifilm X myndavélar – ný hugsun í myndavélum! Öll viljum við frábær myndgæði, en engin nennir að burðast með of stórar myndavélar allan daginn. Fujifilm X serían – myndavélar fyrir alla. XP150 – vatns- og höggheld, GPS............. kr. 43.900 XP170 – vatns- og höggheld, Wifi .............kr. 48.500 XF1 - f1.8-4.9, 25-100mm, OIS ................. kr. 89.900 X10 - f2.0-2-8, 28-112mm, OIS .................kr. 99.900 X-S1 f2.8-5.6, 24-624mm, LSIS .............. kr. 119.000 X-E1 (hús) X Trans CMOS, X mount, OLED gluggi, ...........................................kr. 169.900 X-Pro 1 (hús) X Trans CMOS, X mount, Hybrid gluggi, ............................kr. 269.000 Skipholti 31, sími: 568-0450, www.ljosmyndavorur.is hjá okkur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.