Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 80
KYNNING − AUGLÝSINGMyndavélar LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 20124
DÝRASTA LJÓSMYNDIN
Dýrasta ljósmynd sögunnar er
ljósmyndin Rhein II eftir þýska
listamanninn Andreas Gursky.
Myndin er frá árinu 1999 og var
seld á uppboði hjá uppboðs-
húsinu Christie‘s í New York árið
2011 fyrir tæplega 550 milljónir
króna. Ljósmyndin var önnur í
röð sex mynda af ánni Rín eftir
Gursky. Við vinnslu ljósmyndar-
innar fjarlægði hann fólk og
verksmiðjubyggingu af henni.
Ljósmyndin er 190 x 360 sm að
flatarmáli. Eigandi ljósmyndar-
innar er óþekktur. Næst dýrasta
ljósmynd sögunnar er eftir
bandaríska ljósmyndarann Cynt-
hiu Morris Sherman. Myndin
ber ekkert nafn, Untitled #96.
Ljósmyndin var einnig seld á
uppboði hjá Christie‘s í New
York árið 2011 en fyrir tæplega
500 milljónir króna. Næst á
listanum er ljósmyndin Dead
Troops Talk eftir kanadíska lista-
manninn Jeff Wall. Hún var seld
á rúmlega 460 milljónir króna
árið 2012, einnig hjá uppboðs-
húsinu Christie‘s. Elsta ljós-
myndin á lista yfir 20 dýrustu
ljósmyndir sögunnar er talin
vera frá árunum 1879-1880. Hún
er af Billy the Kid og er metin á
um 290 milljónir króna.
Það er erfitt að festa rétta augnablikið á filmu. Að
fanga augnablikið þar sem allir eru fínir og sætir og
horfa í linsuna á sama tíma er nánast ómögulegt. Það
er ekki nóg með að erfitt sé að ná rétta andartakinu,
það þarf líka að fullvissa sig um að birtan hafi verið rétt
og bakgrunnurinn í lagi. Fjölskyldumyndataka getur
því verið heljarinnar mál. Hér eru nokkur atriði sem
gott er að hafa í huga
● Veljið viðeigandi bakgrunn. Ekki smala öllum
saman fyrir framan skrautlegt veggfóður, veljið frekar
einlitan, ljósan vegg til að standa við. Það gengur líka
að stilla sér upp við borð eða píanó, svo lengi sem
húsgagnið keppir ekki um athyglina við myndefnið
sjálft. Það er líka sniðugt að vera úti í góðu veðri.
● Gefið fólki tíma til að taka sig aðeins til fyrir mynda-
tökuna. Látið vita að það verði myndataka eftir til
dæmis tíu mínútur. Þá nær fólk að punta sig.
● Athugið lýsingu. Mesta birtan ætti að koma aftan frá
ljósmyndaranum. Stillið fólki þannig upp að það sé á
móti birtu. Notið flass á viðeigandi hátt.
● Takið nógu margar myndir, þá ættu nokkrar að vera
í lagi.
● Hafið gaman. Ef fólk skemmtir sér á meðan mynda-
takan fer fram eru meiri líkur á að myndirnar sjálfar
verði skemmtilegar.
ALLIR AÐ SEGJA „SÍS“
GÓÐ RÁÐ NATIONAL
GEOGRAPHIC
Á vefnum www.nationalgeog-
raphic.com er að finna ráðlegg-
ingar um hvernig best er að
taka góðar ljósmyndir við mis-
munandi aðstæður. Þar kemur
meðal annars fram:
● að þegar myndir eru teknar
úti í frosti eða slæmu veðri ætti
aldrei að skipta um linsur utan-
dyra. Annars gæti raki komist
inn í myndavélina sjálfa.
● að þegar myndefnið er
af óræðri stærð, svo sem
fjall, sjávarflötur eða snjór er
sniðugt að setja inn á myndina
hlut af þekktri stærð svo sem
manneskju, tré eða dýr. Með
því öðlast áhorfandinn betri
skilning á myndinni.
● að sniðugt sé að horfa á
myndefnið gegnum nokkrar
mismunandi linsur til að átta
sig betur á hvernig hver linsa
breytir sjónarhorninu.
Fyrir fleiri ráð sjá www.national-
geographic.com.
verð 11.990 verð 3.990 verð 4.990
verð 2.990 verð 3.490 verð 2.690
verð 1.990
verð 2.690
IÐA Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9 - 22 alla daga
IÐA ZIMSEN Vesturgata 2a 101 Reykjavík sími 511-5004 opið 9 - 22 alla daga
AÐVENTUTILBOÐ
finndu okkur
á facebook
Höfundar lesa upp úr bókum sínum kl. 14 á sunnudaginn
á Café Mezzo í IÐU Lækjargötu.
Maxímús Músíkús verður á staðnum!
Sigurveig býður gestum og gangandi upp á súpu
kl. 14 á laugardaginn í IÐU Lækjargötu