Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 90
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 66 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Heilabrot Hvað ertu gamall? Ég er þrjátíu og tveggja. Hver er þín fyrsta minning? Þegar pabbi seldi brúna Allegro- inn okkar. Ég var tveggja. Það var rosa sorglegt að skilja hann eftir á bílasölunni. Svo man ég líka mjög greinilega þegar ég ákvað einn morguninn, þegar ég var að verða fjögurra ára, að nú væri ég of stór fyrir snuð og henti því út um gluggann. Ég hef ALDREI séð eftir neinu eins og þessu. En fyrsta minning um jólin? Ég á margar góðar minningar. Mér fannst alltaf hátíðlegt að fara í messu hjá pabba á aðfangadag bæði klukkan 18 og 23.30. Mér fannst alltaf gaman og hátíðlegt að fara í kirkju. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að leika? Ég byrjaði að leika í jólaleikritum í skóla. Svo var ég unglingur þegar ég lék fyrst með atvinnuleikurum, þar á meðal Þresti Leó. Þannig að við höfum þekkst lengi. Gerðir þú einhvern tíma skamm- arstrik þegar þú varst lítill? Ég var mjög lélegur í þeim. Oft vorum við vinirnir eitthvað að prakkarast og þá náðist ég eigin- lega alltaf. Dyraat var mjög vin- sælt og símaat líka. Lékstu þér í tölvuleikjum þegar þú varst strákur? Nei, mér fannst alltaf leiðinlegt í tölvuleikj- um. Var stundum í tölvuspili en aldrei lengi í einu. Ertu góður í einhverri íþrótt? Ég æfði handbolta með Val. Ég elska handbolta. Ég átti bók sem sýndi hvernig maður verður góður í handbolta. Núna í dag er hægt að kaupa DVD-disk með handbolta- kennslu. Mig langar í svoleiðis. Átt þú börn? Já, tvö, strák og stelpu. Hvernig hlutverk finnst þér skemmtilegast að leika? Alls konar. Það er svo gaman að skipta um og breyta til. Nú er ég að leika Jólasögu með Þresti, Hinn eini sanni jólaandi, við sýnum í Borgarleikhúsinu! Það er rosalega gaman. Hefurðu búið til mörg leik- rit sjálfur? Jólasagan er leikrit eftir okkur Þröst byggt á sögu eftir mig. Svo gerði ég Eldfærin og baunagrasið upp úr ævintýr- um sem eru til. Mér finnst mjög gaman að búa til leikrit. Hvað finnst þér best við jólin? Að leika mér með fjölskyldunni og eiga notalega stund með þeim sem mér þykir vænt um. Borða góðan mat, gefa gjafir og fara í messu til pabba. Alltaf mjög lélegur í skammarstrikum Þegar Guðjón Davíð Karlsson leikari– oft ast kallaður Gói– var lítill þá leiddist honum í tölvuleikjum en var oft eitthvað að prakkarast með vinum sínum. OFTAST KALLAÐUR GÓI „Jólasagan er leikrit eftir okkur Þröst, byggt á sögu eftir mig,“ segir Gói. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /G VA Nafn og aldur: Arndís Birta Ólafs- dóttir, 11 ára. Í hvaða skóla ertu? Hamraskóla. Í hvaða stjörnumerki ertu? Tví- buri. Áttu happatölu? Já, 18. Helstu áhugamál? Syngja, lesa bækur, leika við vini og vera með fjölskyldunni. Eftirlætissjónvarpsþáttur? Vamp- ire Diaries. Besti matur? Pitsa. Eftirlætisdrykkur? Sprite og Yippy (grænn). Hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Heimilisfræði. Áttu gæludýr? Ekkert núna en átti einu sinni hamstur sem hét María. Skemmtilegasti dagurinn? Laugardagur því þá er maður í fríi og fjölskyldan hefur kósý- kvöld. Eftirlætistónlistarmaður? Carly Rae Jespen. Uppáhaldslitur? Fjólublár. Hvað gerðirðu í sumar? Lék við litlu systur mínar og svo flutti ég í nýtt hús. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Allar bækurn- ar eftir Kristjönu Friðbjörns- dóttur frænku mína, en sér- staklega bækurnar um Ólafíu Arndísi. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Kennari og búðarkona. Krakkakynning Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 21 „Jæja Róbert,“ sagði Kata pirruð. Þú veist náttúrulega allt um þennan fugl er það ekki? Hvað hann heitir, hefur örugglega bæði ungað honum út úr eggi, þekkir ömmu hans og ef ég þekki þig rétt líka étið hann.“ Það sauð á Kötu. „Svona, svona,“ sagði Róbert óvenju auðmjúkur. „Ég veit lítið um þennan fugl og ekki hvað hann heitir.“ Svo bætti hann við ema að ég hef séð hann og hann er mjög kvikur, hleypur um og dillar stélinu upp og niður.“ Kata lét þetta svar sér nægja og þagði þótt pirruð væri. En veist þú hvaða fugl þetta er? Er þetta: A Auðnutittlingur B Maríuerla D Sandlóa 1. Framan á vopni fastur hékk. Fyrrum trúðu menn á hann. Uppi á honum útsýn fékk. Efst í hlöðu sá ég hann. 2. Eitt er að saga annað sker. Með augu tvö en lítið sér. Ýmsar fréttir flytur þér. Fellur oft í september. SVÖR: 1. Ás: (Ásgeir), guð, hæð á landi, mæniás. 2. Blað: sagarblað, hnífsblað, augablað (á bíl), dagblað, laufblað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.