Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 94
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 70TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Það er voða gott að breyta til. Mér
finnst ég nú hafa frelsi til að gera
tilraunir, spyrja spurninga og gera
heiðarleg mistök ef illa fer,“ segir
tónlistarmaðurinn Gunnar Gunnars-
son, nýráðinn organisti í Fríkirkj-
unni. „Ég er búinn að vera í Laugar-
neskirkju í 17 ár og var ekki orðinn
leiður á neinu nema sjálfum mér. Ég
vissi að það voru mannabreytingar í
Fríkirkjunni og ákvað að athuga málið.
Við séra Hjörtur Magni höfum mikið
unnið saman, í giftingum og ýmsum
athöfnum, þannig að við höfum svo
sem verið að daðra hvor við annan um
langa hríð.“
Eru Laugarnesbúar ekki sárir og
svekktir? „Ég vona að minnsta kosti
að þeir séu ekki glaðir yfir því að ég
fór en þeir verða það með nýjan org-
anista því það kemur alltaf maður í
manns stað.“
Gunnar segir Fríkirkjuna gott tón-
listarhús. „Eftirhljómurinn þar er hag-
stæður og svo tekur hún marga,“ segir
hann og sér fyrir sér að verða með
djassmessur sem mætti þróa í ýmsar
áttir. „Í Fríkirkjunni er góð lausn á
kórmálunum,“ segir hann. „Forveri
minn í starfi, Anna Sigríður Helga-
dóttir, laðaði til sín ungt fólk sem er
að læra söng í FÍH og ég tek við þeim
ágæta hópi.
Gunnar er frá Akureyri, á foreldra
þar og rætur. „Ég kom hingað suður
í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og kláraði
kantorspróf, fór líka í Tónlistarskól-
ann í Reykjavík og tók burtfararpróf
í tónsmíðum,“ segir hann. Var hann
í tónlist fyrir norðan? „Já, heilmik-
ið. Ég byrjaði 16 ára gamall í Hljóm-
sveit Finns Eydal. Þá riðluðust svolítið
plönin. Ég hafði alltaf verið í klassísku
námi og ekki séð neitt annað fyrir mér
en eitthvað á þeim nótum en allt í einu
var ég farinn að spila fyrir dansi þrjú
kvöld um hverja helgi.“
Gunnar hefur leikið á Hammond-
orgel undir söng Bjarna Ara að undan-
förnu og á aðventukvöldinu annað
kvöld ætlar hann að þenja jólalögin
á það hljóðfæri líka. Fram undan eru
tónleikar með Esther Jökulsdóttur
þann 13., þar sem lög Mahaliu Jack-
son óma, og svo allar jólamessurnar
auðvitað. Hann kveðst hlynntur margs
konar tónlist, ekki bara hákirkjulegri
og segir þá afstöðu passa vel í Frí-
kirkjunni. Þar sé til dæmis ekki um
víxlsöng að ræða milli prests og kórs.
„Tónið hjá prestum var upphaflega
notað til að láta hið talaða orð berast í
stórri dómkirkju, og maður veltir fyrir
sér hvort það hefði mátt endurskoða
það þegar hljóðkerfið var fundið upp.“
gun@frettabladid.is
Frelsi til að gera tilraunir
Organistinn Gunnar Gunnarsson hefur gengið til liðs við Fríkirkjuna. Þar sér hann fram á
fj ölbreytt verkefni og er feginn að mega víkja aðeins frá því hefðbundna.
ORGANISTINN „Ég hafði alltaf verið í klassísku námi og ekki séð neitt annað fyrir mér en eitthvað á þeim nótum en allt í einu var ég farinn
að spila fyrir dansi þrjú kvöld um hverja helgi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR PÁLÍNU KARLSDÓTTUR
frá Látrum í Aðalvík.
Óli Örn Andreassen Annette T. Andreassen
Inga Lovísa Andreassen Matthías Viktorsson
Karl Andreassen Elma Vagnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir, tengdamóðir, systir og dóttir,
ANNA KRISTJANA TORFADÓTTIR
fyrrverandi borgarbókavörður,
andaðist á líknardeild Landspítalans
30. nóvember. Útför hennar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
11. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans og Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð.
Vera Júlíusdóttir
Gauti Sigþórsson
Ásgeir Torfason
Ólafur Torfason
Ragnheiður Torfadóttir
Vera Pálsdóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæru,
KRISTÍNAR STEINARSDÓTTUR
kennara,
Bleikjukvísl 11, Reykjavík.
Þökkum ómetanlega vináttu, umhyggju og
stuðning í veikindum hennar með bænum
ykkar og nærveru.
Sigurbjörn Magnússon
Magnús Sigurbjörnsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir
Elsa Pétursdóttir Steinarr Guðjónsson
Björg Steinarsdóttir Gísli V. Guðlaugsson
Rakel Steinarsdóttir
Bryndís Steinarsdóttir Hermann Hermannsson
Okkar ástkæra móðir, amma og langamma,
UNNUR ÞÓRA ÞORGILSDÓTTIR
ljósmóðir,
síðast til heimilis að Hrafnistu Laugarási,
áður búsett í Sandgerði og Kópavogi, lést
2. desember. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember
kl. 13. Starfsfólki hjúkrunardeildar A-4 á Hrafnistu eru færðar
sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á styrktarsjóð Hrafnistu eða önnur líknarfélög.
Þorgils Baldursson Inga Jónsdóttir
Sigurbjörg Baldursdóttir Ásgeir Beinteinsson
Hallur Andrés Baldursson Kristín Sædal Sigtryggsdóttir
Sigurður Baldursson Borghildur Sigurbergsdóttir
ömmu- og langömmubörnin.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR B. SIGMARSSON
andaðist á líknardeild LSH Kópavogi þann
5. desember síðastliðinn. Minningarathöfn
fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn
11. desember kl. 15.00. Útför fer fram á
Seyðisfirði laugardaginn 15. desember kl. 13.30.
Björgvin Ólafur Gunnarson Ólöf Jóhanna Sigurðardóttir
Sigmar Gunnarsson Hulda Gunnarsdóttir
Friðrik Már Gunnarsson Guðveig Bjarný Guðmundsdóttir
Hildur Gunnarsdóttir
og barnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
„Við ákváðum að opna dyr kirkjunnar á
öðrum forsendum en þeim hefðbundnu
og í gær efndum við til kaffihúsakvölds
sem heppnaðist vel og var heimilislegt.
Díana Bryndís ljósmyndanemi opnaði
líka listsýningu í anddyrinu sem stend-
ur fram í febrúar,“ segir Gunnhildur
Helgadóttir, formaður afmælisnefndar
Glerárkirkju. Kirkjan heldur upp á 20
ára vígsluafmæli nú um helgina. Um
tvöfalt afmæli er að ræða því suður-
álman er 25 ára, var tekin í notkun 1987.
„Gunnhildur segir eitthvað við allra
hæfi í dagskránni. „Doktor Hjalti Huga-
son flytur erindið Samfylgd þjóðar og
kristni í þúsund ár klukkan 16 í dag og
á eftir verða umræður yfir kaffibolla
ásamt tónlist. Afmælissunnudagaskóli
verður á morgun og hápunkturinn er
hátíðarmessa klukkan 14 þar sem bisk-
upinn prédikar og Krýningarmessa
eftir Mozart er vafin inn í messuformið.
Bíókvöld æskunnar er svo annað kvöld.“
- gun
Mozart vafi ð inn í messuformið
GLERÁRKIRKJA Glerárprestakall var stofnað
1981 og fyrsta skóflustunga að kirkjunni var
tekin 1984. MYND/BJÖRGVIN STEINDÓRSSON