Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 100

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 100
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 76 Kammerkór Mosfellsbæjar held- ur aðventutónleika í Listasafni Íslands á morgun, 9. desember, klukkan 20. Á efnisskránni eru klassísk jólalög í bland við þekkt- ar kórperlur frá ýmsum tíma- bilum og löndum. Einsöngvarar verða Ástrún Friðbjörnsdóttir, Gyrðir Viktorsson, Heiðrún Krist- ín Guðvarðardóttir, Magdalena Kullas og Viktor Guðlaugsson. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson og meðleikarar Liwen Huang á píanó og Ívar Símonarson á gítar. Þá leikur Helga R. Óskarsdóttir einleik á fiðlu. Klassík og kórperlur KAMMERKÓR MOSFELLSBÆJAR Píanó, gítar og fiðla koma líka við sögu á tón- leikunum. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki kynnir fimm vikna námskeið fyrir konur í gerð viðskiptaáætlana Kennsla hefst 29. janúar 2013. Skráning og nánari upplýsingar á islandsbanki.is Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu standa fyrir námskeiði í gerð viðskiptaáætlana í samstarfi við Opna háskólann í HR. Í lok námskeiðs geta þátttakendur skilað viðskiptaáætlun til dómnefndar. Fimm eru valdar áfram í nánari ráðgjöf. Sú viðskiptaáætlun sem þykir best fær 2.000.000 kr. styrk frá Íslandsbanka. Ertu með viðskiptahugmynd? Afsláttur í boði Íslandsbanka 50% Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafnsdóttir í Volka, sigurvegarar námskeiðsins 2012. BÆKUR ★★ ★★★ Fjarvera Bragi Ólafsson MÁL OG MENNING Nýjasta skáldsaga Braga Ólafs- sonar, Fjarvera, er nokkuð ein- kennileg í laginu og hún teygir anga sína víða. Samt er ekki laust við að lesandi geti fengið ákveðna innilokunar kennd við lesturinn. Sagan er, eins og flest verk Braga, uppfull af tilvísunum í aðra bók- menntatexta, í tónlist og myndlist. Innilokunarkenndin getur stafað að því að mjög stór hluti þeirra til- vísana í önnur verk sem birtast í textanum eru í fyrri verk Braga sjálfs. Aðalsöguhetja Fjarveru, mál- fræðingurinn og prófarkalesarinn Ármann, er þannig lesendum Braga að góðu kunnur úr Gæludýrunum, skáldsögu Braga frá árinu 2001. Sögumaður þeirrar sögu, Emil S. Halldórsson, sá sem faldi sig svo eftirminnilega undir rúmi nær alla söguna, kemur hér einnig við sögu auk persóna úr Sendi herranum, Handritinu að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússon- ar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenny Alexson og fleiri skáld- verkum Braga. En þótt Fjarvera sé í einhverjum skilningi framhald á Gæludýrunum verður lesandi litlu nær um örlög Emils eftir að dvöl hans undir rúminu lýkur og það sama á við um persónur úr öðrum verkum. Hér er safnað saman ótal lausum endum úr fyrri verkum, en þeir eru ekki hnýttir eða gengið frá þeim heldur verða til enn fleiri laus- ir endar. Skáldsögur Braga eru smám saman að verða að sjálfstæðum skáldskaparheimi þar sem sömu persónurnar ganga inn og út úr ein- stökum sögum, rekast hver á aðra og grípa inn í líf hver annarrar. Fjarvera er svolítið eins og ættar- mót þar sem safnast saman pers- ónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sög- unnar bera mörg bestu höfundar- einkenni Braga. Hér eru neyðar- legar uppákomur þar sem er teygt á frásögninni og tímanum þar til fer að reyna á bæði þolrif og hlátur- taugar lesanda, og samtöl sem vega salt á milli hins fáránlega og hvers- dagslega. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við les- anda. Sjálfssögur eða meta skáldskapur kallast sögur sem fjalla um eigin bókmenntaleika. Fjarvera er slík saga, hún fjallar um skáldskap og tilurð hans og á í margvíslegri sam- ræðu við aðra texta. Sjálfssögur ein- kennast iðulega af leik og húmor, hvorttveggja er að finna í Fjar- veru, en þrátt fyrir glimrandi góða kafla er sagan sem heild ákveðin vonbrigði. Eins og í mörgum fyrri verkum Braga er lesandinn teymd- ur í ýmsar áttir sem flestar reynast vera blindgötur, en ferðalagið um það völundarhús er ekki jafn kitl- andi og spennandi og oft áður. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Saga um sögur þar sem persónur og viðfangsefni úr fyrri sögum höfundar birtast á fjöl breyttan hátt. Saga um sögur um sögur Dancing Day eftir John Rutter og Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten eru á söng- skrá Graduale Nobili í Langholts- kirkju annað kvöld. klukkan 20. Diskur kórsins með verkunum var meðal jóladiska sem BBC Magazine valdi sem þá áhuga- verðustu fyrir þessi jól. Blaðið gefur kórnum fjórar stjörnur fyrir flutning og fimm fyrir upp- töku. Auk þessara verka verða flutt- ar nokkrar íslenskar jólaperlur, meðal annarra Hátíð fer að hönd- um ein, Nóttin var sú ágæt ein og Jólasöngur Huga Guðmunds- sonar. Fjölmargir einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Eftir tónleikana er boðið upp á heimabakaðar eðalsmákökur að hætti Nobili. Stjórnandi er Jón Stefánsson og Elísabet Waage leikur á hörpu. Fengu næstum fullt hús í BBC Magazine Graduale Nobili halda tónleika annað kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.