Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 08.12.2012, Qupperneq 104
8. desember 2012 LAUGARDAGUR | MENNING | 80 BÆKUR ★★★ ★★ Endimörk heimsins Sigurjón Magnússon ORMSTUNGA Nóvella Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, segir söguna af því þegar rússneska keisarafjöl- skyldan var tekin af lífi í júlí 1918. Sagan er sögð af Pétri Jermakov, einum úr aftökusveitinni, 21 ári seinna. Þá hafa ýmsir af forsprökk- unum sem fyrir aftökunni stóðu iðrast gerða sinna og heimurinn sameinast um að hún hafi verið hið versta níðingsverk. Jermakov er ekki á sama máli. Í hans augum voru drápin einung- is nauðsynlegur hluti byltingarinn- ar. Hann þykist þó hafa átt pers- ónulegra harma að hefna hafandi setið í fangelsi keisarans, berandi þess ævarandi merki. Hatur hans á keisara hjónunum er engu minna árið 1939, þegar hann segir sögu sína háttsettum mönnum úr flokkn- um, og iðrun er fjarri honum. Skít- verk var aftakan kannski, en níð- ingsverk aldrei. Hugsanlega vefst það fyrir ein- hverjum hvaða erindi þessi saga eigi við Íslendinga í dag en boðskapur- inn er kristalskír: hugsjónir spilla ef menn verða svo trúir mál staðnum að þeir hætta að sjá mun á réttu og röngu. Boðskapur sem sannarlega á erindi inn í samfélag sam tímans. Undirtitill bókarinnar er: Frásögn hugsjónamanns og svo enginn velk- ist nú í vafa eru einkunnarorð bókar- innar sótt í smiðju Ismails Kadare: „Þeir sem sameinast um völdin verða að gera fleira en skipta með sér ábreiðum og gullskrauti. Það gerist seinna. Fyrst og fremst verða þeir að sameinast um glæpaverkin!“ Trúr þessum boðskap gerir Sigur- jón persónu Jermakovs að fullkom- lega blinduðum bolsévika. Frekar ógeðfelldri persónu sem þó vekur vissa aðdáun fyrir að standa með sjálfum sér og taka ábyrgð á sínum hlut í ódæðisverkinu. Samkvæmt heimildum er það sannleikanum samkvæmt og því nokkuð augljóst hví höfundur valdi hann sem mál- pípu en ekki til dæmis stjórnanda aðgerðarinnar, Júrovskí, sem seinna iðraðist sáran. Sigurjón er betri höfundur en svo að honum detti predikunartónn í hug, orð og gerðir Jermakovs eru látin tala og úr verður óhugnanleg frásögn af aðdraganda og útfærslu á aftöku heillar fjölskyldu, þjónustu- fólki hennar og lækni. Svo sterk er lýsingin á morðunum sjálfum að les- anda liggur við að kúgast, eins og höfundur lætur ýmsa þá sem þátt taka í aðgerðinni gera. Stíllinn er knappur og laus við alla útúrdúra. Hér talar persóna sem sannfærð er um eigin málstað, ekk- ert rúm fyrir tilfinningasemi og titt- lingaskít. Þetta þrönga sjónarhorn er þó veikleiki sögunnar, ofstækis- maður er ekki trúverðug málpípa og áhrifin verða ekki eins sterk og þau hefðu getað orðið ef fleiri hefðu fengið að leggja orð í belg. Það er of auðvelt að afgreiða Jermakov sem bilaðan mann og draga þannig úr áhrifamætti frásagnar hans. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel unnin og sterk nóvella um óhugnanlegan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar dregur þó úr áhrifamættinum. Sá sem hefur drepið … Árið 1991 rakst ég á bókina The Stories of Raymond Carver í Bókabúð Máls og menningar. Ég var að nálgast þrítugt, hafði gefið sjálfur út eitt smásagnasafn og pínulítið ljóðakver en það var nokkr- um árum áður, ég hafði ekkert skrifað í nokkur ár, byrjað á sömu blaðsíðunni, sömu málsgreininni, sömu setningunni aftur og aftur án þess að þokast áfram. Í mér bjó efni, andrúmsloft og þrá en ég hafði ekki fundið tóninn. Það sem fyrst dró mig að bókinni var kápan: Drungalegar myndir af hvers- dagslegu fólki við hversdaglega iðju. Ég hef alltaf kunnað vel við hversdags- leikann og þráð að gera honum skil í skáldskap. Í sögum bókarinnar öðluð- ust myndirnar á kápunni sterkara og dýpra líf. Í bókinni eru þrjú smásagnasöfn eftir Carver og sögurnar lýsa baráttu fólks við sjálft sig í hversdagslegum aðstæð- um, vangetu til að tjá til- finningar sínar, áráttu og fíkn, ofbeldi og van- rækslu. Þrátt fyrir dap- urlegt efni eru sögurn- ar mjög fyndnar en það sem hafði mest áhrif á mig var hvernig Carver náði að bregða upp ljóslifandi og eftirminnilegum myndum með mjög einföldu orðalagi. Sögur Raymonds Carver gáfu mér tóninn fyrir mínar eigin sögur en ekki fyrr en ég hafði legið í þeim í tvö ár og lesið þær fram og aftur. Fór svo að kápan rifn- aði utan af mínu eintaki af bókinni og týndist. Carver lést úr krabba- meini árið 1988, aðeins fimmtugur að aldri eða á sama aldri og þessi læri- sveinn hans hefur náð í dag. Margir hafa velt því fyrir sér hvers konar snilldarverk heimurinn fór á mis við vegna dauða hans. En ég held áfram mínu pári, stálhraustur, í skugga hans og annarra meistara, eða hvíli á herð- um þeirra – allt eftir því hvernig á það er litið. BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur The Stories of Raymond Carver eft ir Raymond Carver Hátíðlegir fjölskyldutónleikar JÓLATÓNLEIK AR SINFÓNÍUNNAR Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Jólatónleikar Sinfóníunnar eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár verður þjóðlegur hátíðleiki í fyrirrúmi á fjölbreyttri jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Lau. 15. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 16. des. » 14:00 & 16:00 Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara kynnir Þóra Einarsdóttir einsöngvari Ungir trommuleikarar Nemendur úr Listdansskóla Íslands Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Stúlknakór Reykjavíkur JÓLATÓNLEIK AR SINFÓNÍUNNAR Jólatónleikar Sinfóníunnar eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár verður þjóðlegur hátíðleiki í fyrirrúmi á fjölbreyttri jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Verð 2.100 / 2.500 kr. Lau. 15. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 16. des. » 14:00 Aukatónleikar » 16:00 Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara kynnir Þóra Einarsdóttir einsöngvari Ungir trommuleikarar Nemendur úr Listdansskóla Íslands Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Stúlknakór Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.