Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 115
LAUGARDAGUR 8. desember 2012 | MENNING | 91
Halla Bára Gestsdóttir
Gunnar Sverrisson
homeanddelicious.com
1. Svínasíða
1 ½ kg svínasíða
3 msk. ólífuolía
1 ½ msk. fennelfræ
4 greinar ferskt rósmarín
2 hvítlaukar
2 rauðlaukar
2 laukar
Salt og svartur pipar
500 ml kjúklingasoð
Hitið ofn í 220 gráður. Skerið rákir
þvert í puruna á svínasíðunni. Hitið
um 1 lítra af vatni að suðu. Hellið
heitu vatninu yfir puruna og þerrið
kjötið að því loknu. Þetta er gert
til að opna puruna og gera hana
mögulega stökkari við eldun. Saxið
rósmarínið smátt. Skerið hvítlaukinn
í tvennt, þvert, án þess að afhýða
hann. Afhýðið laukinn og skerið
hann í tvennt, einnig þvert. Smyrjið
kjötið og puruna með ólífuolíu,
nuddið fennelfræjum og rósmaríni
vel í kjötið og inn í rákirnar á pur-
unni. Gerið þetta sömuleiðis með
saltið og piparinn. Leggið laukinn í
botninn á djúpri ofnskúffu eða stóru
fati sem þolir hita. Setjið laukinn í
tvær skipulegar raðir. Leggið kjötið
ofan á laukinn þannig að það hvíli
ekki í skúffunni. Þetta hindrar það
að kjötið brenni við botninn og gerir
soðið enn bragðbetra. Leggið hálfu
hvítlaukana í kring. Stingið í 220
gráðu heitan ofninn í 20 mínútur.
Að þeim tíma liðnum hellið þið
helmingnum af kjúklingasoðinu í
ofnskúffuna og setjið hana aftur í
ofninn í 20 mínútur. Þá er hitinn
á ofninum lækkaður í 130 gráður,
afgangurinn af soðinu settur í
ofnskúffuna og allt látið malla í
ofni í 3 klukkustundir. Fylgist vel
með matnum í ofninum, takið
skúffuna út og ausið soði yfir á
20-30 mínútna fresti. Takið kjötið
úr ofninum og látið það standa í 15
mínútur. Hellið soðinu í pott og ef
þarf, skafið kryddskán úr botninum
á ofnskúffunni í pottinn. Komið
upp suðu og látið sjóða niður í
nokkrar mínútur. Geymið soðið þar
til maturinn er borinn fram. Skerið
kjötið í sneiðar eða rífið það niður
í smærri bita. Berið það fram með
baununum.
2. Rjómalagaðar baunir
1 msk. ólífuolía
50 g smjör
3 skalottulaukar, smátt saxaðir
4 msk. hvítvínsedik
150 ml kjúklingasoð
2 msk. rósmarín, smátt saxað
2 dl rjómi
3 hvítlauksrif
2 msk. steinselja, smátt söxuð
3x400 g dósir af cannelini-baunum
Salt og svartur pipar
Látið renna vel af cannelini-baun-
unum í sigti. Hellið ólífuolíunni á
pönnu og bræðið smjörið með.
Mýkið laukinn í 3 mínútur. Setjið
hvítlaukinn saman við og mýkið
áfram í tvær mínútur en gætið vel
að því að hann brúnist ekki. Skvettið
hvítvínsedikinu á pönnuna. Þá fer
rósmarínið saman við og hrærið allt
vel saman. Hellið rjómanum út í
ásamt kjúklingasoðinu. Komið upp
suðu og látið blönduna sjóða niður
í nokkrar mínútur eða þar til hún
hefur minnkað um þriðjung. Hrærið
baunirnar varlega saman við og hitið
þær vel í gegn. Hrærið steinselju
saman við og smakkið til með salti
og pipar.
3. Berið fram
Setjið baunir á disk fyrir hvern og
einn, gott að nota djúpa diska.
Kjötið fer ofan á baunirnar og vel af
soðsósunni yfir allt saman. Njótið vel
og lengi.
4. Afgangar
Það sem er einstakt við þennan rétt
er að hann er ekki síðri daginn eftir.
Ef afgangar eru af kjöti og soði er
um að gera að nota þá í pastaréttinn
sem hér fylgir.
Sjóðið tagliatelle skv. leiðbeiningum
eða annað pasta. Rífið kjötið niður
í pott og hellið soði út í þannig að
rétt fljóti yfir. Komið upp suðu og
lækkið hitann. Sjóðið örlítið niður
þar til blandan tekur að þykkna.
Hrærið þá saman við 3-5 msk. af
rifnum parmesan osti, allt eftir
smekk. Smakkið til með salti og
svörtum pipar. Setjið pastað saman
við sósuna og blandið vel. Berið fram
og stráið parmesan osti yfir.
Hægelduð svínasíða
Hægeldaður matur er heillandi á marga vegu. Hann
bragðast á einstakan hátt og eldamennskan er
afslappandi og gefandi. Hér er hægelduð svínasíða
með rjómalöguðum cannelini-baunum, frábær
jólamatur og einstakur í afganga.
1 2
3 4
ALLT
AÐ
KG45
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu.
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m
og hámarksþyngd 45 kg.
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka
– aðeins 750 krónur hvert á land sem er.
Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með
Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta
afgreiðslustað á www.flytjandi.is
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.
80
ÁFANGASTAÐIR
UM ALLT LAND