Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 118
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 94
Buxnadragtin í staðinn
fyrir jólakjólinn
Flestir eru farnir að huga að jólaklæðnaðinum enda er
nóg af hátíðarhöldum í vændum. Í ár fær gamla góða
buxnadragtin uppreisn æru sem sparidress. Dragtin
býður upp á marga möguleika en hægt er að skipta út
efri og neðri parti og nota skyrtu eða bol innan undir.
Góð leið til að halda fj ölbreytileikanum í fataskápnum
í veisluhöldunum fram undan. Á tískupöllunum í vetur
var mikið um munstraðar dragtir með samstæðum
buxum og jökkum.
PRABAL GURUNG PAUL&JOE PRADA
ERDEM MIU MIU
Viber
Um stórhátíðir eins og jólin vill
maður vera í góðu sambandi við
fjölskyldu og vini nær og fær. Síminn
er jafnan notaður til þessa ef ætt-
ingjarnir eru sérlega langt í burtu
og komast ekki heim yfir hátíðarnar.
Viber er frábær viðbót við símann því
það er internet-sími í snjallsímanum.
Samtölin við góða vini í útlöndum
verða strax mun ódýrari en ef hringt
er í gegnum hefðbundið símkerfi.
Viber virkar í raun eins og farsími
nema hann notar 3G eða þráðlausa
nettengingu til að tengjast umheim-
inum. Hægt er að hringja símtöl og
myndsímtöl og senda textaskilaboð.
Viber-appið er hægt að fá í lang-
flestar gerðir nettengdra síma.
APP VIKUNNAR
Skýringar:
App fyrir Apple-tæki
App fyrir Android-tæki
App fyrir Windows
Dr. Comfort heilsusokkarnir eru sérhannaðir
fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg,
taugakvilla og/eða skert blóðflæði í
fótum, en henta líka öllum þeim sem vilja
þægilega og vandaða sokka.
Einstaklega þægilegir
Geta minnkað bjúg
Saumlausir og hlífa fótunum mjög vel
Innihalda bambus-koltrefjar
Geta minnkað vandamál tengd blóðrás
Geta minnkað þreytu og verki í fótum
Stuðla að þægilegu hita- og rakastigi
Hamla vexti örvera og minnka lykt
Endingargóðir og halda sér vel
Eru til í X-vídd fyrir þá sem hafa breiða fætur
www.portfarma.is
Gefðu betri líðan í jólagjöf
Dr. Comfort heilsusokkar
Dr. Comfort heilsusokkar fást í apótekum um allt land
Stroffið er sérlega
teygjanlegt, aflíðandi
og þrengir ekki að fætinum.
Þægilegur stuðningur
undir ilina svo sokkurinn
sitji enn betur.
Innihalda
Bambus-koltrefjar.
Hællinn er formaður
eftir fætinum og er
sérbólstraður.
Netofið efni ofan á
ristinni til að auka loftun.
Saumlaus bólstrun í kringum
tærnar og undir tábergið.
venjulegir
X-vídd
ökkla
tátiljur
hnésokkar
Nýtt
Í stiklu fyrir kvikmyndina Prom-
ised Land eftir leikstjórann Gus
Van Sant má heyra lagið King
and Lionheart með hljómsveitinni
Of Monsters and Men óma undir.
Myndin skartar stórleikurum á
borð við Matt Damon, Frances
McDormand, Hal Holbrook og
John Krasinski í aðalhlutverkum
og var hún forsýnd í Los Ange-
les á fimmtudag. Myndin verður
frumsýnd í Bandaríkjunum hinn
28. desember og bíða margir
spenntir eftir henni enda svíkur
Damon sjaldan aðdáendur sína.
- sm
Óma í stiklu
Promised Land
NANNA Nanna Bryndís Hilmarsdóttir,
söngkona Of Monsters and Men.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA