Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 120

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 120
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 96 Skreytum hús með grænum greinum Fallega skreytt jólatré setja svip sinn á flest íslensk heimili um jólin. Jólatré í þeirri mynd sem við þekkjum er ekki gamall siður, á Íslandi eru fyrstu merki um jólatré frá miðri 19. öld. Náð í jólatré Rúmlega 20 skógræktarfélög um land allt bjóða fólki að koma á aðventunni og er fyrsti opnunardagur jólaskóga í dag. Fáein skógræktarfélög, til dæmis Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk, bjóða einnig upp á söguð tré af ýmsum stærðum og gerðum. Þá er sums staðar einnig hægt að kaupa tré í pottum, tröpputré, eldivið, greinar og aðrar viðarafurðir. Þess má geta að fyrir hvert tré sem selt er er má reikna með að hægt verði að gróður- setja 30-40 ný tré. Nánari upplýsingar á www.skog.is. Óslóartréð 60 ára Árið 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré að g jöf frá Ósló. Var það sett upp á Austurvelli, og hefur sú venja haldist síðan. Í fyrstu var kveikt á trénu síðasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning hefur færst framar og er nú farið að kveikja á ljósunum fyrsta sunnudag í aðventu í takt við það að jólaundirbúningur hefst fyrr en áður tíðkaðist. Síðan 1952 hafa margar erlendar borgir tekið upp á því að senda íslenskum vinabæjum tré. Stafafura sækir í sig veðrið Undanfarin ár hefur hin íslenska stafafura orðið sífellt vinsælli á heimilum yfir jólahátíðina. Normansþinur hefur hins vegar verið vinsælasta teg- undin um árabil en hann er barrheldinn og fagurgrænn. Hann er ekki ræktaður hér á landi. Aðrar tegundir jólatrjáa eru rauðgreni, blágreni og sitkagreni. Geymt úti Þeir sem ná sér í tré tímanlega gætu þurft að geyma það í marga daga og þá er best að láta það standa úti og upp á endann svo það frjósi ekki niður. Tréð skal geymt í netinu en gott er að taka það inn sólarhring áður en það er skreytt. Ef mjög kalt er í veðri er best að geyma það fyrst í millihita, til dæmis í bílskúr. Mælt er með því að sagað sé neðan af trénu til að auðvelda vatnsupptöku. Sömuleiðis að stinga neðri enda þess í sjóðandi heitt vatn í nokkrar mínútur áður því er stungið í fótinn til að auka barrheldnina. Engin grenitré á Íslandi Jólatré sáust fyrst hér á landi um miðja nítjándu öld og voru þau þá helst á heimilum hjá hjá dönskum eða danskmenntuðum fjölskyldum. Jólatré urðu algengari á heimilum er komið var fram yfir aldamótin 1900 en lengi vel voru flestir með heimatilbúin tré enda engin grenitré að fá hér á landi og flutningstími langur. Innflutningur á grenitrjám fyrir jól hófst fyrir alvöru eftir heimsstyrjöldina síðari en eftir 1970 fóru íslensk grenitré að koma á markað. Skrautið Hefð er fyrir að skreyta jólatré með ljósum. Upphaflega voru sett kerti á jólatré en langflestir hafa skipt þeim út fyrir rafmagnsseríur. Jólatré eru skreytt með margvíslegum öðrum hætti, með jólakúlum, englum, borðum og hjörtum. Toppurinn er svo skreyttur ýmist með stjörnu eða skrauttoppi. Stærð ræður verði Verð á jólatrjám er vitaskuld mjög misjafnt og fer verð jólatrjáa eftir stærð þeirra. Svo dæmi séu tekin kosta jólatré í Garðheimum frá 2.500 til 19.900 krónur. Ódýrustu trén eru Norðmannsþinur undir metra á hæð en dýrustu trén eru stafafurur, rauðgreni og blágreni sem eru þrír metrar á hæð. Í jólaskóginum í Heiðmörk eru það einnig hæðin sem ræður verði trjáa. Svo dæmi séu tekin má þar fá stafafuru sem er á bilinu 1,5 til 2 metrar á hæð fyrir 8.500 krónur. Heimild: Saga jólanna eftir Árna Björnsson, Jólavefur Júlla og vefur Garðheima. Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Nánari upplýsingar á www.vmv.hi.is Námskeið kennd í janúar - febrúar -Rekstrarhagfræði II -Tölfræði B -Stjórnun starfsmannamála -Markaðsáætlanagerð -Reikningsskil Námskeið kennd í febrúar - mars -UI-tölvunotkun -Fjármál I -Rekstrarstjórnun -Viðskipti og alþjóðasamskipti -Stefnumótun fyrirtækja -Ársreikningagerð A Námskeið kennd í mars - maí -Markaðsfærsla þjónustu -Lögfræði A -Fjármál II -Verkefnastjórnun -Ársreikningagerð B Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu FRÉTTABLAÐIÐ/SILJA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.