Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 126
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | ÓmisSandi leikur á SunNudag TopPslagurinN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS MAN. CITY MAN. UTD. SUNNUDAG KL. 13.15 ÞAÐ ER FULLT AF FRÍDÖGUM ÞESSI JÓL FJÓRAR UMFERÐIR YFIR HÁTÍÐIRNAR OG SANNKÖLLUÐ FÓTBOLTAVEISLA Á STÖÐ 2 SPORT 2 HANDBOLTI Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir, línumaður íslenska liðsins, var svekkt eftir átta marka tapið gegn Rússum. „Þetta fór ekki samkvæmt áætl- un. Svo fór sem fór. Við þurfum að bíta í það súra epli,“ sagði Anna. Rússarnir skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins sem var ekki í takt við upplegg Önnu og félaga fyrir leikinn. „Mér fannst þær loksins sýna sitt rétta andlit. Um leið vorum við kannski ekki að ná nógu vel saman til að ná toppleik eins og hefði þurft gegn þessu liði.“ Rússneska liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Svartfellingum og gerði jafntefli gegn Rúmen- um. Anna velti því fyrir sér hvort Rússarnir hefðu hreinlega verið að spara sig í leikjunum tveimur. „Þær hafa auðvitað þessa sigur- vegarareynslu til margra ára og kannski hjálpaði það með þeim í dag. Þær voru allavega miklu betri aðilinn í dag,“ sagði Anna óánægð með sóknarleik íslenska liðsins sem gekk illa þriðja leikinn í röð. „Ég er ekki frá því að þessi lið hafi skoðað okkur í þaula og náð að stoppa sóknina okkar mjög vel.“ Íslenska liðið tapaði öllum leikj- um sínum á mótinu líkt og var til- fellið á Evrópumótinu í Danmörku og Noregi fyrir tveimur árum. „Þetta er enn þá leiðinlegra en síðast því núna ætluðum við að ná árangri. Þrjú töp er niðurstaðan sem er engan veginn nógu gott,“ sagði Anna en ítrekaði að liðið hefði þó lagt sig fram. „Maður ætlar aldrei að hætta og við hentum okkur á alla bolta. Sama hvort það gekk eða ekki þá reyndum við. Það var hart barist fram á lokasekúndu. Það skiptir máli að ganga af velli ánægður með sitt framlag,“ sagði Anna. Karen Knútsdóttir, leik- stjórnandi Íslands, sagði liðið hafa verið lélegt á öllum sviðum gegn Rússum. „Við þurfum að vera fljótari upp völlinn, fljótari að koma boltanum í leik og keyra upp hraðann. Við skorum ekki yfir 25 mörk í upp- stilltum sóknum í hverjum leik. Það er einfaldlega of erfitt. Þær eru 190 cm og standa á sex metr- um og bíða eftir manni,“ sagði Karen. - óój Enn þá leiðinlegra en á Evrópumótinu 2010 Í STRANGRI GÆSLU Anna Úrsúla fékk að glíma við nautsterka og hávaxna varnar- menn Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið er á heimleið frá Serbíu eftir þriðja tapið í röð í Vrsac í gær. Rússar voru betri á öllum sviðum frá upphafi leiks, unnu sannfær- andi 30-21 sigur og fara því í milli- riðilinn í Novi Sad ásamt Svart- fellingum og Rúmenum. Slæm byrjun í leiknum fór nánast með alla möguleika stelpnanna á því að ná í söguleg úrslit og komast upp úr riðlinum. Rússland skoraði fjög- ur fyrstu mörkin, var átta mörkum yfir í hálfleik og gaf síðan ekkert eftir í þeim síðari. „Við byrjuðum illa og þá má eigin lega segja það að byrjunin hafi orðið okkur að falli. Þetta var eins slæmt og þetta gat orðið í upp- hafi leiks og það er erfitt að lenda strax nokkrum mörkum undir á móti Rússum. Varnarleikurinn lagaðist í seinni hálfleik og ég var pínu ósáttur með að við náðum ekki að minnka þetta enn meira niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði ávallt tapað stórt í leikjum sínum við Rússana og rússneska birnan var ekkert búin að létta takið þegar koma að leiknum í Vrsac. Rússneska liðið hafði verið í vandræðum í mótinu en sýndi styrk sinn. „Við erum að elta þær allan leik- inn sem er erfitt. Mér fannst við vera vel stemmdar fyrir leikinn en ég skil ekki alveg hvað gerðist. Á móti svona góðu liði þá má þetta ekki gerast því við verðum að vera tilbúnar frá byrjun,“ sagði Rut Jónsdóttir, besti maður íslenska liðsins ásamt Jenný Ásmunds- dóttur í markinu. Íslenska stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á mótinu , alveg eins og á EM 2010. Þrátt fyrir góðan varnarleik og markvörslu Jennýjar Ásmunds- dóttur komast íslensku stelpurnar aldrei langt á svo sterku móti án betri sóknarleiks. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta voru mjög sterk lið sem við mættum. Við erum líka margar mjög ungar og eigum mikið eftir. Við þurfum helst að bæta líkamlegan styrk hjá okkur. Við getum ekki orðið hærri en við getum bætt styrk,“ sagði Rut. Stelpurnar höfðu ekki heppnina með sér þegar dregið var í riðla og þegar á reyndi þá voru mótherj- arnir of stórir og of sterkir. „Markmiðin voru að fara áfram og það hefði verið metnaðarleysi og fáránlegt af okkur að fara inn í þessa riðlakeppni og hafa ekki markmiðið að komast áfram. Ég er mest svekktur yfir því að við skul- um ekki hafa náð jafnari leikjum. Ég vissi það alltaf að þetta yrði mjög erfitt og þessi lið eru bara gríðarlega sterk,“ sagði Ágúst. „Það voru of margar sem náðu sér ekki á strik í mótinu og við náðum eiginlega ekki alveg nógu góðum takti frá fyrsta degi þó svo að leikur tvö á móti Rúmenum hafi verið mjög góður. Þetta er fúlt en við þurfum að taka þetta í reynslu- boltann og horfa fram á veginn.“ „Það eru fullt af verkefnum framundan og liðið er á flottum aldri. Leikmenn eins og Þorgerður og Birna Berg eru líka fyrir utan liðið sem eru miklir framtíðar- leikmenn og handan við horn- ið. Það er bara stefnan að halda áfram. Við fáum tvo leiki við Svía í mars og svo er það bara umspils- leikir í maí og júní. Við höldum tvíefld áfram,“ sagði Ágúst. Rússneska birnan enn með fast tak Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er úr leik á Evrópumótinu í Serbíu eft ir níu marka skell á móti Rússlandi í lokaleik sínum í gær. Íslensku stelpurnar þurft u sigur til að komast í milliriðilinn en eft ir slæma byrjun dóu þær vonir svo gott sem í fyrri hálfl eiknum. LOK LOK OG LÆS Rakel Dögg Bragadóttur og félagar áttu í mestu vandræðum með varnarmúr Rússa sem reyndist ekki árennilegur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is Stefán Karlsson stefank@365.is Frá EM í Serbíu EM KVENNA ÍSLAND 21 RÚSSLAND 30 Ísland - Mörk (skot): Rut Jónsdóttir 4 (7), Rakel Dögg Bragadóttir 3/3 (6/3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3/1 (10/1), Arna Sif Pálsdóttir 2 (2), Þórey Rósa Stefánsdóttir 2 (5), Dagný Skúladóttir 1 (1), Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 1 (1), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Jóna Margrét Ragnarsdóttir (1), Stella Sigurðardóttir (1), Ramune Pekarskyte (5), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13/3 (39/7, 33%), Dröfn Haraldsdóttir 2/1 (5/4, 40%), (1, 0%), SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.