Fréttablaðið - 08.12.2012, Side 134

Fréttablaðið - 08.12.2012, Side 134
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 110 HVETJA TIL MYNDATÖKU Gestir á tónleikum Mika í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember eru hvattir til að mynda söngvarann og sjálfa sig og setja á opinbera Facebook-síðu Mika eftir tónleikana. Þetta er heldur óvenjuleg beiðni því venjulega eru tónlistarmenn ekki ánægðir með að gestir taki mikið af myndum á tónleikunum sínum. Örfáir miðar eru eftir en eins og Frétta- blaðið greindi frá mun Páll Óskar hita upp. Með Palla uppi á sviði verða dansarar og má því búast við flottu upphitunar- atriði. - fb „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðs- dómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjanda- störf í sakamálum,“ segir lögfræð- ingurinn og fyrr verandi alheims- fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir hér- aðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistof- unni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistara- stigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja for- eldra. Ég sá þá hversu mikið ójafn- rétti er á milli kynjanna í barna- réttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breyt- ingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breyting- arnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breyt- ingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Syst- urnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn for- smekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hend- urnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. tinnaros@frettabladid.is Unnur Birna fær málfl utningsréttindi Fann kjarnann í hefðbundnu fj ölskyldulífi á milli þess að gegna formennsku í Félagi um foreldrajafnrétti og fullu starfi sem lögfræðingur. SAMNINGUR Í BANDARÍKJUNUM Bandaríski útgáfurisinn St. Martin‘s Press hefur tryggt sér Auðnina og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í vor kom Aska út undir merkjum forlagsins en áður höfðu Þriðja táknið og Sér grefur gröf verið gefnar út í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru einn erfiðasti markaður í heimi fyrir þýðingar en þýddar bækur eru innan við tvö pró- sent útgefinna titla. Útgáfan St. Martins´s Press er með aðsetur í hinni sögufrægu Flatiron-byggingu á miðri Manhattan í New York, sem hefur komið við sögu í mörgum kvikmyndum, þar á meðal Spider-Man. - fb LÖGMAÐUR Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim. MYND/PÉTUR RÚNAR HEIMISSON „Við ætlum að pakka árinu saman og binda slaufu á það,“ segir Hall- dór Halldórsson, meðlimur grín- hópsins Mið-Íslands, um Áramóta- bombu hópsins í Þjóðleikhúsinu hinn 29. desember. Að sögn Hall- dórs vonast hópurinn til þess að sýningin geti orðið árviss við- burður, en drengjunum til halds og trausts verður leikkonan Anna Svava Knútsdóttir. „Ég get nánast lofað því að það verða einhver söngatriði,“ segir Halldór, en bætir við að enginn þurfi að óttast það að Gangnam Style verði snarað á íslensku og tilheyrandi dans tekinn. Hópurinn hefur grínast með það að hann sé kominn í samkeppni við Áramóta- skaupið en Halldór segir engin illindi þarna á milli. „Áramóta- skaupið er mjög fyndið og Anna Svava er reyndar ein af þeim sem skrifa það. En þetta er vissulega áramótaskop eins og Áramóta- skaupið.“ Nálgunin er þó ólík og Halldór viðurkennir að uppistandinu fylgi ákveðinn lúxus. „Suma brand- ara væri aldrei hægt að segja í skaupinu, einfaldlega vegna þess að það væri of kostnaðarsamt. Í uppistandi er hægt að segja hvað sem er og áhorfendur ímynda sér það undir eins. Það er ekkert sem heftir uppistandarann.“ - hva Dönsum ekki Gangnam Style Áramótabomba Mið-Íslands og Önnu Svövu í samkeppni við Áramótaskaupið. FÍNASTA PÚSS Dóri DNA lofar slaufum og ekta áramótafíling. „Wow...WTF“ BANDARÍSKI TÓNLISTAR- MAÐURINN FRANK OCEAN VAR GÁTTAÐUR Á ÞVÍ AÐ HLJÓTA SEX TILNEFN- INGAR TIL GRAMMY- VERÐLAUNANNA Á MIÐVIKUDAG. Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Þjóðmenningarhúsið - Hverfisgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5.-19. desember L O K K A N D I Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. STOLTUR AF BRÓÐUR SÍNUM Fjallað var um fatalínu Ostwald Helgason í breska blaðinu Telegraph í gær. Ostwald Helgason er í eigu fatahönnuðanna Ingvars Helgasonar og Susanne Ostwald, sem gera út frá London. Þau fengu nýverið styrk til að taka þátt í tískuvik- unni í New York á næsta ári. Það vita ekki allir að Ingvar er bróðir sjón- varpsmannsins Egils Helgasonar, sem er stoltur af litla bróður og tengir á grein Telegraph á Facebook-síðu sinni í gær.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.