Fréttablaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 46
7. janúar 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 MÁNUDAGSLAGIÐ Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. Platan kom út í september og seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir jólin, samkvæmt útgefand- anum Senu, þegar allir sölu aðilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar með í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafn- mikið á útgáfuári sínu hér á landi. Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 þús- und eintökum samkvæmt Record Records en þær tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist þá í um 9 þúsund eintökum. Á síð- asta ári bættust um 13 þúsund eintök í sarpinn. Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, segir sig ekki hafa órað fyrir þessum gífurlegu vinsældum þegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. „Það fyrsta sem ég sagði við samstarfsmenn mína var að við yrðum alla vega stoltir af að hafa gefið hana út. Þessu fylgdi von um að hún myndi standa undir sér,“ segir hann en þá hefði hún þurft að seljast í um tvö til þrjú þúsund eintökum. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ásgeir Trausti fékk mikið umtal áður en platan kom og var eftirvæntingin eftir Dýrð í dauða- þögn því meiri en áður hafði þekkst varðandi fyrstu plötu tón- listarmanns. Eiður varð var við þetta og ákvað að panta auka upp- lag af plötunni áður en hún kom út, eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður á löngum ferli sínum í bransanum. „Hálfum mánuði fyrir útgáfu vissi maður að hann var að fara að gera mjög vel. Það er sjaldan sem finnur svona rosa- lega sterkt undirliggjandi „buzz“,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Dýrð í dauðaþögn er söluhæsta frumraunin Plata Ásgeirs Trausta hefur selst mest allra á Íslandi á útgáfuári sínu. VINSÆLASTUR Dýrð í dauðaþögn er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Ís- landssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors. Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi. Svona leit listinn út síðasta vor: 1. Olga Guðrún Árnadóttir– Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök 2. Stuðmenn– Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök 3. Írafár– Allt sem ég sé (2002)um 19.000 eintök 4. Garðar Cortes– Cortes (2005) um 16.000 eintök 5. Sigur Rós– Von (1997) um 16.000 eintök 6. Óskar Pétursson– Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök 7. Bubbi Morthens– Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök 8. Lay Low– Please don‘t hate me (2006) um 11.500 eintök 9. Jóhanna Guðrún– 9 (2000) um 11.000 eintök 19. Mugison– Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök 11. Of monsters and men– My head is an animal (2011) um 11.000 eintök 12. Selma– I am (1999) um 10.500 eintök 13. Hjálmar– Hjálmar (2005) um 10.500 eintök 14. XXX Rottweiler hundar– XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök Söluhæstu frumraunirnar síðasta vor „Þetta er skyndibitabær eins og allir vita. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu,“ segir Gunnar Már Þráinsson, rekstrarstjóri Búllunnar á Selfossi. Hamborgarabúlla Tómasar opnar sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í kringum 20. janúar, við Eyraveg á Selfossi. Þetta verður sjöunda Búllan í röðinni. Fyrir eru staðir við Geirsgötu, Ofanleiti, Banka- stræti, Bíldshöfða, í Hafnarfirði og í London en stutt er síðan síðastnefndi staðurinn var opnaður. Fyrsti stað- urinn, við Geirsgötuna, var aftur á móti opnaður í apríl 2004. Að sögn Gunnars er kominn mikill spenningur í Selfyssinga enda verður þetta eini staðurinn í bænum sem sérhæfir sig í ham- borgurum. „Fólk er að taka vel í þetta og það hefur verið að kíkja hingað inn. Þetta hefur líka fengið góð viðbrögð hjá sumarbústaða- fólkinu hérna í kring.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir í um fjóra mánuði og aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum áður en hægt er að opna staðinn. Eigandi er Tómas A. Tómasson, sem er best þekktur sem Tommi í Tommaborg- urum, sem hann stofnaði árið 1981 og rak í rúm þrjú ár. Spurður hvort fleiri Búllur séu fyrirhugaðar utan höfuðborgar- svæðisins segir Gunnar Már: „Við höfum tröllatrú á Selfossi. Það er ekkert planað eins og staðan er í dag en það getur vel farið svo ef þetta gengur upp.“ Einn annar Búllustaður er þó í fæðingu, í Kaup- mannahöfn. „Það er búið að finna húsnæði en fyrst ætlum við að klára Selfoss.“ - fb Sjöunda Búllan opnuð á Selfossi Hamborgarabúlla Tómasar heldur áfram landvinn- ingum sínum, nú við Eyraveginn á Selfossi. BÚLLAN Hamborgarabúlla Tómasar opnar sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni á Selfossi. „Lovely Day er lagið sem kemur vikunni af stað hjá mér.“ Aron Bergmann Magnússon, leikmyndahönn- uður og myndlistarmaður. „Ég sá frétt frá útgáfufyrirtækinu FIXT um að það ætlaði að setja saman safnplötu til styrktar fórnarlömbum skotárásarinnar í Newtown. Ég sendi því póst og sagðist vilja aðstoða á einhvern hátt og fékk svar um að ég ætti að senda því lögin. Ég gerði það og bjóst ekki við því að heyra frá því aftur. Nokkrum klukkustundum síðar fæ ég þó sendan samn- ing frá fyrirtækinu þar sem það óskar eftir að fá að nota lögin,“ segir Sigurvin Haralds- son, meðlimur rafhljómsveitarinnar Broken Devices, sem á tvö lög á safnplötunni Music for Newton sem kom út á netinu í gær. Allur ágóði plötusölunnar mun renna til fórnar- lamba skotárásarinnar sem átti sér stað 14. desember í Sandy Hook-grunnskólanum í Newtown í Bandaríkjunum. Sigurvin segist hafa tekið atburðinn mjög nærri sér vegna þess að hann á frænku sem búsett er í Bandaríkjunum og eiginkona hans býr einnig erlendis með son þeirra. „Ég hugs- aði hvernig mér mundi líða ef fjölskyldan mín hefði lent í atburði sem þessum og fann mjög til með fólkinu. Þetta var hræðilegur atburður og yngstu fórnarlömbin voru svo ung.“ Lögunum á plötunni lýsir Sigurvin sem rólegum og dramatískum. Hægt er að nálgast þau á vefsíðunni www.groupees.com/newtown og rennur allur ágóði sölunnar óskertur til fórnarlamba árásarinnar. - sm Styrkja fórnarlömb skotárásar í Newtown Rafh ljómsveitin Broken Devices á lög á safnplötu til styrktar fórnarlamba skotárásar í Bandaríkjunum. LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Stefán Páll Þórðarson og Sigurvin Haraldsson skipa Broken Devices. MYND/AUÐUNN Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.