Fréttablaðið - 07.01.2013, Blaðsíða 6
7. janúar 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
HEILBRIGÐISMÁL Könnun á meðal
íslenskra lækna sem starfa í
útlöndum leiðir í ljós að rúmur
helmingur þeirra hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort eða hvenær
hann snýr aftur heim til Íslands.
Sextán prósent aðspurðra segjast
hafa tekið ákvörðun um að snúa
ekki aftur heim.
„Könnunin
var gerð í gegn-
um Facebook-
hóp íslenskra
lækna sem í
dag telur 729
manns,“ segir
Davíð B. Þóris-
son, læknir í
Lundi í Svíþjóð.
„Fjöldi íslenskra
lækna í dag
er um 1.500 en erfitt er að segja
nákvæmlega þar sem sumir hafa
klárað læknanámið erlendis. Það
má gera ráð fyrir að í Facebook-
hópnum séu yngri læknar og því
stór hluti þeirra sem eru nú erlendis
í sérnámi eða hafa nýlega klárað.“
Könnunina segist Davíð hafa
sett af stað til að fá einhverja til-
finningu fyrir því hversu margir
hygðust flytja til baka til Íslands
og þá af hverju eða af hverju ekki.
„Á átta dögum svöruðu 147 manns
sem verður að teljast góð svörun,“
segir hann og telur að gera megi
ráð fyrir að meirihluti lækna í
Facebook-hópnum sem búsettir eru
erlendis hafi tekið þátt.
Læknarnir sem þátt tóku eru
langflestir starfandi í Svíþjóð,
96 eða 65 prósent heildarinnar.
Tuttugu starfa í Bandaríkjunum,
þrettán í Noregi, níu í Danmörku,
fjórir í Bretlandi og fimm á öðrum
stöðum víðs vegar um heiminn.
Langflestir, eða 87 prósent, luku
læknanámi sínu á Íslandi, hinir
19 erlendis. Þá eru næstum níu af
hverjum tíu í hópnum fjölskyldu-
fólk.
„Niðurstöðurnar endurspegla
það sem við höfum lengi haft á til-
finningunni, það er að óhugnan-
lega fáir eru á leið til baka á
næstu árum miðað við þörfina,“
segir hann. Þannig muni þeir 16
læknar sem ætla að snúa aftur
heim á næstu tveimur árum og
47 á næstu 10 árum engan veginn
duga til að standa undir endur-
nýjun vegna þeirra sem hætta á
sama tíma. „Þetta eru færri en
ég hefði giskað á sjálfur og vísar
á enn meiri læknaskort á næstu
árum en er í dag. Á sama tíma
lifir þjóðin lengur og lifir af sjúk-
dóma með flóknum aðgerðum eða
lyfjum.“ Hann segir því stefna í
minna framboð lækna og aukna
eftirspurn sjúklinga.
Þá segir Davíð að komið hafi
sér á óvart hversu margir, eða 52
prósent, séu óákveðnir. Það bendi
til þess að allflesta langi aftur til
Íslands á endanum, þar sem það sé
jú heimalandið.
Í svörum lækna í könnun Davíðs
kemur enda fram að fjölskylda og
vinir heima á Íslandi séu helsta
Sextán prósent brottfluttra
lækna snúa ekki aftur heim
Ný könnun sýnir að á næstu 10 árum ætla bara 47 íslenskir læknar að snúa aftur til Íslands frá útlöndum. 52
prósent hafa ekki gert upp hug sinn. Þeir vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Fjölskyldan dregur læknana heim.
DAVÍÐ B.
ÞÓRISSON
BÚSETA ÍSLENSKRA LÆKNA ERLENDIS
100
806040200
Svíþjóð
Noregur
Danmörk
Bretland
Bandaríkin
Önnur lönd
96
5
20
4
9
13
VIÐSKIPTI Icelandair hefur gengið
frá kaupum á tveimur nýjum
Boeing 757-200 flugvélum. Flug-
vélarnar verða teknar í notkun í
sumar en flugfélagið stefnir að því
að nota þá átján flugvélar í stað
sextán eins og síðasta sumar.
„Við tilkynntum snemma í haust
að við stefndum að því að auka
sætaframboð um 15% miðað við
árið 2012. Til að geta staðið við
það þyrftum við að fjölga vélum
um tvær. Síðan höfum við verið að
skoða hvort það væri hagkvæmara
að kaupa eða leigja nýjar flugvélar
og þetta varð niðurstaðan,“ segir
Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri
Icelandair Group.
Icelandair kaupir vélarnar
notaðar frá American Airlines en
Boeing hætti framleiðslu á 757-
200 flugvélum árið 2004. Vélarnar
tvær eru nú á leið í venjubundið
innleiðingarferli sem felst meðal
annars í því að skipta um sæti í
þeim og setja upp skemmtikerfi.
Kaupin á vélunum tveimur koma
í kjölfar þess að Icelandair gekk í
desember frá kaupum á tólf nýjum
737 MAX8 flugvélum frá Boeing
sem stefnt er að því að bætist við
flota félagsins árið 2018. Þær vélar
eru minni og sparneytnari. - mþl
Flugvélum í rekstri fjölgað úr sextán í átján næsta sumar:
Icelandair kaupir tvær flugvélar
1. Hvaða frægi rappari klæddist bol
með ljósmynd áhugaljósmyndarans
Katrínar Bragadóttur?
2. Hver var áfangastaður farþegans
sem gekk af göfl unum í fl ugvél Ice-
landair á dögunum?
3. Með hvaða íslensku félögum spilaði
handboltamaðurinn ástsæli Guðjón
Valur Sigurðsson áður en hann hélt út
í atvinnumennsku?
1. Kanye West 2. New York 3. Gróttu og KA
15%
Icelandair tilkynnti um það
snemma í haust að auka
ætti sætaframboð félagsins
um 15 prósent.
NÁTTÚRAN Boranir vegna leitar að
heitu vatni í Goðalandi í Fljótshlíð
leiddu á dögunum af sér fund á
gríðarlegu magni af köldu neyslu-
vatni.
Ísólfur Gylfi Pálmason,
sveitar stjóri í Rangárþingi
eystra, segir í spjalli á vefsíðu
Sunnlenska að sveitarfélagið
komi vafalaust til með að nýta
sér þetta kalda vatn. Að því er
segir á síðunni fannst vatnið á
120 metra dýpi en ætlunin var
að bora niður um 200 metra. Það
gæti nú lengst í 250 metra verði
hitabreytinga vart. - trs
Fundu mikið af neysluvatni:
Kalt í stað heits
INDLAND, AP Mennirnir sem sakaðir eru um að
nauðga og myrða 23 ára gamla stúlku á hrotta-
fenginn hátt í strætisvagni á Indlandi verða
leiddir fyrir dómara í dag. Eftir árásina köstuðu
þeir henni og vini hennar á götuna.
Lögreglan hefur kært fimm þeirra fyrir morð,
nauðgun og aðra grimma glæpi gegn stúlkunni
og vini hennar. Fyrir brotin gætu mennirnir
átt dauðadóma yfir höfðum sér. Sjötti hrottinn
er aðeins sautján ára gamall og verður leiddur
fyrir unglingadómstól. Þar getur hann mest verið
dæmdur til þriggja ára betrunarvistar.
Saksóknarinn Rajiv Mohan sagði við fjölmiðla
að dánarorsök stúlkunnar hefði verið blóðeitrun
og bilun margra líffæra. Einnig hefði það verið
sannað með DNA-rannsóknum að blóðið sem
fannst á fötum allra ákærðu væri úr stúlkunni.
Bróðir stúlkunnar segir að rekja megi dauða
hennar til þess hversu langan tíma það tók að
koma henni undir læknishendur.
„Hún sagði mér að eftir árásina hefði hún
árangurs laust beðið vegfarendur um hjálp. Það
var ekki fyrr en umferðareftirlitið gerði lögregl-
unni viðvart að hún fékk hjálp,“ sagði bróðirinn
við indverska fjölmiðla. „Hún lá hjálparvana í
tvær klukkustundir og hafði þá misst mikið blóð.“
Stúlkan lést fyrir rúmri viku en stjórnvöld hafa
nú brugðist við stöðugum mótmælum á Indlandi í
kjölfar árásarinnar þann 16. desember.
- bþh
Lá hjálparvana í tvær klukkustundir áður en hún komst undir læknishendur:
Nauðgararnir leiddir fyrir rétt
ÖRUGGARA SAMFÉLAG Ósk mótmælenda er fyrir því að
gera indverskt samfélag öruggara. Stúlkum hefur meðal
annars verið kennd sjálfsvarnartækni á götum stórborga Ind-
lands. NORDICPHOTOS/AFP
EYJAÁLFA Um eitt hundrað manns
er saknað á eyjunni Tasmaníu í
Ástralíu eftir að miklir skógar-
eldar hafa staðið yfir síðustu
daga. Áströlsk yfirvöld leita nú í
nokkrum bæjum á eyjunni sem
hafa gjöreyðilagst í eldunum.
Þrjú þúsund manns hafa þurft að
yfirgefa heimili sín en forsætisráð-
herra Ástralíu, Julia Gillard, sagði
um helgina að yfirvöld myndu
koma öllum sem misst hafa heim-
ili sín til bjargar. Skógareldar eru
algengir í Ástralíu á þessum tíma
árs. Nú er hitastigið um 42 gráður
sem er talið orsaka eldana. - áp
Hundrað manns saknað:
Eldar geisa
í Tasmaníu
ÞÚSUNDIR HEIMILISLAUSAR Miklir
skógareldar í Tasmaníu hafa eyðilagt
heilu hverfin. NORDICPHOTOS/AFP
FASTEIGNAMARKAÐUR
397 samningar í desember
Þinglýst var 397 kaupsamningum
um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu
í desember, að því er fram kemur á
vef Þjóðskrár. Heildarvelta nam 13,4
milljörðum króna og meðalupphæð á
samning var 33,8 milljónir króna. Miðað
við desember 2011 fjölgaði kaupsamn-
ingum um 6,4 prósent.
ástæða þess að læknar vilji flytja
aftur heim. Um leið letji aðbúnaður
á Landspítala háskólasjúkrahúsi,
laun sem ekki eru samkeppnis-
hæf við það sem gerist í útlöndum,
mikið vinnuálag á Land spítalanum
og almennt efnahagsástand á
Íslandi. Þá nefna sumir að lánakjör
þurfi að lagast á Íslandi og verð-
trygging að hverfa til að hægt sé
með góðu móti að koma þaki yfir
höfuðið við flutning aftur heim,
og eignast það á endanum. Mann-
sæmandi laun fyrir dagvinnu eru
einnig krafa sem margir læknar
gera áður en þeir vilja flytja
aftur heim, hafandi kynnst slíku í
störfum sínum erlendis.
Sérfræðingur í Svíþjóð, sem
ætlar að flytja heim innan tveggja
ára, gefur sem ástæðu að elsta
barnið nálgist táningsaldurinn,
eða „point of no return“. Annar sér-
fræðingur í Svíþjóð sem ætlar að
flytja heim innan árs segist ætla
að gera það þar sem maki hans fái
ekki vinnu úti, annars hefðu þau
verið áfram. Sá myndi vilja sjá
mánaðarlaun lækna hækka þannig
að þeir þyrftu ekki að vinna vakta-
vinnu til að fá „mannsæmandi
laun“. olikr@frettabladid.is
STEFNA Á FLUTNING TIL ÍSLANDS?
Innan eins árs
Innan tveggja ára
Innan fimm ára
Innan tíu ára
Hef ekki tekið ákvörðun
Ætla ekki að flytja aft ur til Íslands
7
24
76
19
12
9
806040200
VEISTU SVARIÐ?