Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Síða 8
8 FJARÐARPÓSTURINN „Þetta er búinn að vera ánægjulegur og lærdómsríkur tími." Rætt við Einar inga Halldórsson, sem lætur nú af störfum eftir 7 ára starf sem bæjarstjóri Einar I. Halldórsson og fjölskylda talið frá vinstri: Guðný Katrín, Einar íngi, Ásta Jónsdóttir og Þorvaldur. Einar l. Halldórsson er 13. bæjarstjórinn sem Hafn- firðingar hafa haft undan- farin 78 ár. Einar varð bæjarstjóri þegar Kristinn Ó. Guðmundsson lét af störfum árið 1979. við hefjum spjallið með því að spyrja hvernig fyrstu dagarnir í hinu nýja starfi hefðu gengið. betta voru auðvitað talsverð viðbrigði. Þegar ég var ráðinn var ég 31 árs og hafði starfað sem lögfræðingur hjá trygginga- félagi. Þó að menntun og reynsla hafi auðvitað komið sér vel var hér um að ræða mikla breytingu frá fyrra starfi. Kristinn O. Guðmundsson var með mér nokkra daga en síðan fékk ég mikilverða leiðsögn góðra sam- starfsmanna, sem hér voru og bæjarfulltrúarnir sýndu mér skilning. Þetta gekk því slysa- laust, rekstur bæjarins hefur verið í ákveðnum skorðum og ég reyndi í upphafi að átta mig á umfangi starfsins. Dagur í lífi bæjarstjóra bað er nú erfitt að nefna dæmigerðan dag. Starfið er mjög fjölbreytt því við rekstur eins bæjarfélags er komið inn á flest svið þjóðlífsins. Ég er yfir- leitt mættur um eða uppúr 8 á morgnana. Þá, og seinni hluta dags, er oft besta næðið til skrifta og afgreiðslu ýmissa erinda. Skrifstofan er opnuð kl. 9.30 og þá fer oft talsverður tími í viðtöl við ýmsa aðila, sem erindi eiga við bæjarfélagið. Þó viðtalstímar séu auglýstir tvisvar í viku hef ég ekki einskorðað mig við þá tíma. Tími fer í samtöl við starfsfólk og forstöðumenn stofnana um stöðu mála, rekstur bæjarfélagsins og ýmsar fram- kvæmdir. Þá er það eitt af ánægjulegustu aukastörfum bæjarstjóra að vera hafnarstjóri. Mikið hefur verið að gerast við höfnina og tekur hafnarstjóra- starfið alltaf einhvern tíma. Mikið er um fundahöld og tími fer í að reka eftir afgreiðslu mála t.d. hjá ríkisvaldinu. Bæjarstjóri situr ávallt fundi nokkurra fasta- nefnda s.s. hafnarstjórnar, raf- veitunefndar og bæjarráðs. Bæjarráð heldur vikulega fundi. Bæjarráðið er einskonar fram- kvæmdaráð bæjarfélagsins. I bæjarráði ferfram mikil vinna og þar koma til afgreiðslu margir tugir mála á hverjum fundi. Mörg mál eru endanlega afgreidd í bæjarráði en öll stærri mál fara til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn og þá gerir bæjarráð oftast til- lögu um afgreiðslu þeirra. Að sjálfsögðu er hægt að taka mál upp í bæjarstjórn, þó bæjarráð hafi afgreitt málið, en slíkt heyrir til undantekninga. í bæjarráði hefur oftast verið góður starfs- andi og fulltrúar hafa sameinast um að afgreiðsla mála og ákvarðanatökur dragist ekki að nauðsynjalausu, sem er mjög mikilsvert fyrir íbúana og rekstur bæjarfélagsins. í bæjarráði hafa setið bæjarstjóri og 3 bæjarfull- trúar auk tveggja áheyrnarfull- trúa. í hinum nýju sveitar- stjórnarlögum, sem samþykkt voru á nýliðnu þingi, er gert ráð fyrir að 5 bæjarfulltrúar sitji í bæjarráði. Hætt er við að þegar fleiri koma að ákvarðanatöku taki hún lengri tíma. Það kemur í hlut bæjarstjóra að undirbúa fundi bæjarráðs. Það fer auðvitað mikill tími í slíkt því málin eru mörg sem berast og oft þarf að útvega viðbótar- upplýsingar, sem hafa þarf við höndina við ákvarðanatöku. Þá undirbýr bæjarstjóri bæjar- stjórnarfundi, sem eru hálfs- mánaðarlega. Fylgja þarf eftir samþykktum bæjarstjórnar og bæjarráðs og fylgjast með þeim margvíslegu framkvæmdum sem bæjarfélagið hefur með höndum. Yfirleitt lýkur deginum ekki fyrr en um 7 leytið. Svo vill nú brenna við að kvöld og kvöld fari í eitt og annað sem tengist starfinu. Stundum koma góðir gestir til bæjarins til fundahalda í boði félagssamtaka eða bæjarstjórn- ar. Það þykir tilheyra að bæjar- stjóri sinni slíku. Við höfum fengið hingað góða gesti og er skemmst að minnast græn- lensku vinabæjarfulltrúanna á s.l. ári. Þó ég hafi tínt hér eitt og annað til sem fellur í hlut bæjar- stjóra að gera þá er erfitt að segja að einhver dagur sé dæmigerður því flestir dagar bera eitthvað nýtt og óvænt í skauti sér.“ Hvert er æðsta ,,boðorð“ bæjarstjóra? * Eg vil svara þessu þannig að bæjarstjóri verður að hafa í huga að hann er starfs- maður bæjarbúa og ber að gæta hagsmuna þeirra. Hann verður að sjá til þess að bæjarbúum verði ekki mismunað við af- greiðslu mála. Þetta er ein af meginreglum opinberrar stjórn- sýslu. Einnig ber bæjarstjóra að gæta þess að farið sé eftir þeim ákvörðunum sem bæjarstjórn hefur tekið. Bæjarstjórastarfinu má líkja við framkvæmdastjórn fyrirtækis, en þó er sá munur á, að fjölbreytnin er öll mun meiri. Hafa verður í huga að ekki gilda í starfinu hin köldu lögmál við- skiptalífsins s.s. við afgreiðslu ýmissa félagslegra og persónu- legra mála. Nauðsynlegt er að fyrirhyggja sé höfð í áætlana- gerð og ákvarðanatöku og gott eftirlit sé haft með framkvæmd- um og rekstri bæjarins. Er hægt að bera saman sem bæjar- stjóri? Já, það er hægt að gera. Fyrra kjörtímabilið einkenndist einkum af því að þá lauk endur- byggingu gatnakerfisins að mestu. Nálega allar íbúðagötur voru malbikaðar. Lagnir endur- nýjaðar og gangstéttir steyptar. Þá var mikið átak gert í skóla- byggingum. Samþykkt var aðal- skipulag fyrir bæinn, sem gildir til aldamóta. Ég man að eitt mitt fyrsta verk sem bæjarstjóri hér var að leggja síðustu hönd á Hvammaskipulagið. Einnig var þá gengið frá miðbæjarskipulagi og Setbergshverfinu. Það kjörtímabil sem nú er ný- lokið einkenndist m.a. af fjár- hagsvanda Bæjarútgerðarinnar og að koma málefnum útgerðar- innar í það horf sem nú er. Þá var átak gert í fegrunar- og um- hverfismálum. Þar má ég til með að nefna þátt bæjarbúa sjálfra. Með sameiginlegu átaki bæjar- ins og bæjarbúa er Hafnarfjörður nú einn fallegasti bær landsins. Þar eiga þeir fjölmörgu bæjar- búar sem óþreytandi hafa verið að sinna ræktun lóða sinna ekki minnstan þátt. þau tvö kjör- tímabil sem þú hefur starfað

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.