Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 9

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 9
FJAROARPÓSTURINN 9 I dag er ekki hægt að segja annað en Hafnarfjörður standi mjög vel hvað varðar fram- kvæmdir og fjárhagsstöðu. Segja má að búið sé að uppfylla frumkröfur sem bæjarbúar gera til síns bæjarfélags, þ.e. gatna- gerð, lagnir ýmsar, byggingu skóla, íþróttamannvirkja, og dagvistarstofnana. Það má nefna að á þessum tveimur kjörtíma- bilium hafa m.a. verið teknar í notkun 23 nýjar skólastofur, 2 salir, íþróttahús, 4 dagvistar- stofnanir, og fleira þessu skylt. Nú eru því nokkur tímamót í starfsemi bæjarins. Bæjarfélag- ið getur nú farið að leggja meira fé í ýmsa málaflokka, sem óhjá- kvæmilega hafa þurft að sitja á hakanum vegna lausna á frum- þörfum bæjarfélagsins. Þessa var þegar farið að gæta á síðasta kjörtímabili og má þar tilnefna fegrun bæjarins, uppbyggingu Hafnarborgar og Sjóminjasafns- ins. Sá bæjarstjórnarmeirihluti sem nú tekur við sest því í gott bú. Hin góða staða auðveldar bæjarstjórn að snúa sér að ýmsum framkvæmdum og hugðarefnum, sem liðið hafa fyrir framkvæmdir við þessar „frumþarfir" sem áhersla hefur verið lögð á undanfarin ár eða þá að lækka enn frekar álögur á bæjarbúa. Álögur hér hafa verið með því lægsta, sem þekkist í svipuðum bæjarfélögum. Og hvað gerir bæjarstjóri síðan að loknum vinnudegi? bað verður að segjast eins og er að tómstundir eru ekki miklar í þessu starfi. Ég hef þó reynt að gera það að reglu að sunnudagar heyri fjölskyldunni til. Ég hef gaman að útivist og ferðalögum og síðan lestri þegar tóm gefst til. Málefnin vilja fylgja manni töluvert út yfir hinn venju- lega vinnudag og frítíminn líður fyrir það. Ég hlakka því til að taka mér gott frí með fjölskyld- unni í sumar og sinna ýmsu sem hefur verið látið reka á reiðanum undanfarin ár. Atvinnuupp- bygging - iðnaðarhverfi * I Hafnarfirði hefur orðið mikil atvinnuuppbygging. Svo að nefndar séu tölur þá fjölgaði störfum í bænum á árunum 1980 til 1984 um 580 eða 11%. Iðnaðarhverfið byggðist upp mjög hratt og þegar er búið að skipuleggja annað slíkt svæði. (Jmferð um höfnina hefur aukist mikið og þar er mikil uppbygg- ing. Nú er svo komið að næstum er jafnvægi á milli vinnuafls og starfa sem bjóðast í bænum. Höfuðborgarsvæðið er orðið einn vinnumarkaður og hlutur Hafnarfjarðar hefur aukist veru- lega á undanförnum árum. Breytir ekki miklu ó kosningaúrslit hafa verið óvænt hér í Hafnarfirði eins og víða annars staðar, þá munu þau í sjálfu sér ekki breyta miklu um mín áform. Ég var ákveðinn að breyta til og fara í nýtt starf með haustinu. Kosningaúrslitin valda því að ég hætti nokkrum vikum fyrr en ella hefði verið. Ég fæ því lengra sumarfrí en ég hafði gert ráð fyrir. Og framtíðin? Enn hef ég ekki tekið ákvörðun um framtíðarstarf. Fjölskyldan fluttist hingað í Fjörðinn skömmu eftir að ég tók við starfinu. Á þessum sjö árum höfum við kynnst mörgu góðu fólki og kunnum afskaplega vel við okkur hér. Þrátt fyrir þessa breytingu ætlum við að búa áfram í Hafnarfirði. Hér er gott að búa og bærinn á mikla framtíð fyrir sér ef vel er á málum haldið. Fjarðarpósturinn árnar Einari Inga Halldórssyni og fjölskyldu hans alls hins besta og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnum árum. TOPP-bókin er 18 mánaða bundinn sparireikn- ingur í bókarformi. Hver innborgun er bundin í 18 mán- uði og verður þá laus til útborgunar í einn mánuð, bindst hún þá á ný og er laus til útborgunar í einn mánuð á sex mánaða ' a fresti. TOPP-bókin er með föstum vöxt- um og leggjast þeir við höfuðstól tvisv- éjK ar á ári þ.e. 30. júní og 31. desember. Vextir eru ávallt lausir við vaxta- ’ viðlagningu. Reikningseigenda ertryggt að TOPP-bókin gefi aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða bundinn verð- tryggður reikningur. Hún tryggir TOPP- ávöxtun og fæst aðeins í sparisjóðnum. Fáðu góðan og öruggan vöxt í peninga þína á nýju TOPP-bókinni. 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 8—10 54000

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.