Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Síða 12

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Síða 12
12 FJARÐARPÓSTURINN ■ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR- ALLIR í TRIMM UM HELGINA! Núna um helgina fer fram víða um land meiriháttar TRIMM-hátíð, sem ber yfirskriftina: „HEILBRIGT LÍF — HAGUR ALLRA“, og er hugsuð sem áróður fyrir þátttöku alls almennings í íþróttum og útivist. Á hverjum stað undirbýr viðkomandi íþróttaforysta Trimm-dagana, sem eru 20., 21. og 22. júní. Hér í Hafnarfirði eru það íþróttabandalag Hafnarfjarðar og íþróttaráð sem hafa skipulagt trimmið fyrir okkur Hafnfirðinga. Fjarðar- pósturinn kynnir hér dagskrá Trimmdaganna í Hafnarfirði, eins og þessir aðilar hafa skipulagt þá, og tekur undir hvatninguna um almenna þátttöku í því sem boðið er upp á. 20. júní — Dagur leikfiminnar — I íþróttahúsi Víðistaðaskóla hefst leikfimi kl. 16.00 og sjá leiðbein- endur frá fimleikafélaginu Björk um tilsögn, sem hefst á hálftíma fresti til kl. 18.00. Engin þátttökugjöld. 21. júní — Dagur sundsins — Sundhöllin verður opin frá kl. 7.00 til 16.00. Leiðbeinendur verða frá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Engin lágmarks vegalengd. Aðgang- ur ókeypis þennan dag. 22. júní — Dagur skokks og gönguferða — Skokkað verður í miðbænum. Safnast verður saman við Sparisjóð- inn kl. 10.00 f.h. Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar. Skokkið hefst kl. 10.30 f.h., vegalengdir við allra hæfi. Þátttakendur fá Svala. Frjálsíþróttadeild F.H. sér um skokkið. GÖNGUFERÐ: Gengið verður frá Höskuldarvöllum um Sog að Djúpavatni og komið niður á Lækjarvelli. Rútuferðir frá íþróttashúsinu v/Strandgötu kl. 13.15. Leiðsögumenn verða með i ferðinni. Þetta er kjörin fjölskylduferð. Ferðin er ókeypis. Ferða- félag íslands sér um ferðina. Munið að klæðast með tilliti til veðurs. Allir þátttakendur í Trimmdögum fá viðurkenningu. Hafnfirðingar verum virkir þátttakendur og fjölmennum, gerum þessa daga að sannkölluðum fjölskyldudögum. HEILBRIGT LÍF HAGUR ALLRA f.h. Iþróttabandalags Hafnarfjarðar, Gylfi Ingvarsson, formaður, Gunnlaugur Magnússon og Dagbjartur Björnsson. f.h. íþróttaráðs Hafnarfjarðar, Yngvi R. Baldvinsson. l. deild: STÓRT TflP GEGN FRAM Leikur FH og Fram í I. deildar- keppninni sl. laugardag reyndist þriðji tapleikur Hafnfirðinganna í röð og er FH-liðið nú nálægt botn- inum í deildinni. Nú eru þrjár um- ferðir eftir af fyrri hluta mótsins og leikur FH þá við Þór, ÍBV og Breiðablik. Þessir leikir eru að sjálfsögðu mjög þýðingarmiklir og vonandi tekst FH-ingum að rétta úr kútnum og auka stigafjölda sinn áður en síðari hlutinn hefst. — þar sem Fjarðarpósturinn kemur ekki út næstu vikurnar vegna sumar- leyfa, birtast hér upplýsingar um þá leiki FH í I. deild sem leiknir verða næstu tvo mánuði. Föstud. 20.júní: ÞÓR - FH Mánud. 23. júní: FH - ÍBV Föstud. 27. júní: BREIÐABLIK - FH Föstud. 4. júlí: FH - VÍÐIR Sunnud. 13. júlí: ÍBK - FH 4. deild Haukar leika í 4. deild karla í íslandsmótinu, eins og kunnugt er. Til þessa hafa skipst á skin og skúrir hjá liðinu, en ekki er öll nótt úti og von um að komast upp úr deildinni enn fyrir hendi. Nú á laugardaginn (21. júní) leika Haukarnir þýðingar- mikinn leik gegn Augnabliki og þann 28. júní gegn Snæfelli. Kvennaflokkar Haukar leika nú í fyrsta sinn í I. deild kvenna og eins og títt er um nýliða hefur róðurinn verið þungur í fyrstu leikjunum. Hauka-stúlk- urnar leika næst gegn Val í kvöld (fimmtudag), en aðrir heimaleikir þeirra næstu vikurnar eru gegn KR 10. júlí, Þór 9. ágúst og ÍBK 14. ágúst. FH leikur i 2. deild kvenna og hefur ekki farið vel af stað frekar en Haukastúlkurnar. Næstu heima- leikir FH-stúIknanna eru gegn Ármanni í kvöld (19.6.), Selfossi 2. júlí og Þór, Þorlákshöfn 31. júlí. ,,Hreyfingarleysi og einhæfni vinnu er eitt helsta vandamál fólks í iðnríkjum.“„...... Petta er stadreynd sem þú getur breytt ^ÆFINGAPRÓGRÖMM FYRIR ALLA SJÚKRAÞJÁLFARINN SF. Brekkugötu 2 - Sími 54449 I Nýkomiö! | Sumarbolir Mussur Regn-gallar Háskólabolir Jakkar Seölaveski Peysur Jogging-gallar Töskur o.fl. PERLAN Strandgötu 9, sími 51511 rl

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.