Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 13

Fjarðarpósturinn - 19.06.1986, Side 13
FJARÐARPÓSTURINN 13 SKARTGRIPIR ERU OKKAR SÉRGREIN DEMANTAHÚSIÐ REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651313 Mosinn úr sögunni! „Þetta er frábært tæki. Það var hrein upplifun að fylgjast með því hverju hann afkastaði'*. Þetta sagði ánægður viðskiptavinur, sem tók á leigu mosatætara hjá Lækjarkoti á dögunum. Þessi gripur er af gerðinni Black & Decker og tætir upp mosann í görðunum án þess að skaða á nokkurn hátt annan gróður. Hann er rafknúinn og léttur í meðförum og lætur vel að allri stjórn. Að sögn Jóns Sveinssonar í Lækjarkoti kostar þessi mosa- tætari á 8. þúsund, en þar sem ekki þarf að nota hann nema endrum og eins, hefur Lækjarkot ákveðið að leigja hann út í sumar fyrir 500 kr. á sólarhring. HEILBRIGT LIF - HAGUR ALLRA íþróttabandalag Hafnarfjarðar skorar á alla félagsmenn aðildar- félaga Í.B.H. svo og alla Hafnfirð- inga að taka virkan þátt í trimm- dögum í Hafnarfirði dagana 20. 21. og 22. júní n.k. SKÖPUM LIFANDI BÆ!!! Gerum þessa daga að sannkölluðum fjölskyldudögum. Ibúð óskast Starfsmann á A. Hansen vantar 2ja herb. íbúð strax. Upplýsingar I síma 651130 og 651275 eftir kl. 19.00 Gafl-ínn býður í sumar upp á hið vínsæla HLAÐBORÐ á hverjum sunnudegí frá kl. 18 Úrvals matur víÖ allra hæfí! GAPt-mn V/REYKJANESBRA UT, HAFNARFIRÐI SÍMAR 54477, 54424 Maja Jónasdóttir Fótaaðgerða- og snyrtistofan Dísella Að Miðvangi 41 er rekin fótaaðgerða- og snyrtistofa. Sæunn Hall- dórsdóttir snyrtifræðingur sér um fótaaðgerðirnar og snyrtinguna og notar hún bæði vörur frá Clarins og Payot. Um er að ræða alla alhliða snyrtingu og má þar nefna andlitsböð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, brjóstanudd og húðhreinsun. Maja Jónasdóttir snyrtifræðingur annast líkamsnudd á snyrti- stofunni. Hún er sérlærð í Clarins-meðferð en það er sérstök „anatomisk'* meðferð sem enginn má stunda án þess að hafa lært hjá Clarins. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10 - 12. Timapantanir eru í síma 51664. Eigandi fótaaðgerða- og snyrtistofunnar er Rósa Jónasdóttir snyrtifræðingur en hún rekur einnig snyrtivöruverslunina Dísellu og þar fást m.a. allar Clarins vörurnar. i.* !•*••* i í Sæunn Halldórsdóttir við snyrtingu.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.