Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.05.1988, Blaðsíða 8
ATVINNULÍFÍ FIRÐINUM Nýjung hjá Ferðaskrífstofumi ALÍS: Ferðir til Grænlands - á söguslóðir Eiríks rauða Ferðaskrífstofan hafnfirska, ALÍS, bryddar nú upp á sérstæðri nýjung, en það er hópferð á söguslóðir Éiríks rauða á vesturströnd Grænlands. Boðið er upp á sex daga ferð þar sem flogið er til Narsarsu- aq frá Keflavík. Þaðan er siglt til Narsaq þar sem gist er á hótel Perien. Þar er boðið upp á margvíslegar skoðunarferðir m.a. ferð til Juliane- haab, stærsta bæjar Grænlands; ísskoðunarleiðangur, að ógleymdrí ferð að fornminjum á bæjarstæði Eiríks rauða að BröttuhliO og að rúst- um kirkju Þjóðhildar frá því um 1000. Farþegafjöldi ■ þessum ferðum er takmarkaður við 24, þannig að þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt ættu að hafa hraðann á, að sögn Steinþórs Einarssonar framkvæmda- stjóra ALÍS. Fararstjórí verður Kristján Bersi Ólafsson skólameistari en hann er sérfróður um byggð Islendinga á Grænlandi. Steinþór sagði, að ferðaskrif- stofan hefði ákveðið að taka þátt í þessum hópferðapakka þar sem fjöldi Hafnfirðinga hefði sýnt áhuga á að reyna eitthvað nýtt. Þrátt fyrir að stöðug og aukin ásókn væri í sólarlandaferðir sagði hann vaxandi áhuga á nýbreytni og „öðru vísi“ ferðum. Því hefði verið ákveðið að gera til- raun með ferð á söguslóðir Eiríks rauða. Við báðum Steinþór að lýsa ferðatilhögun. Hann sagði m.a.: „Það verður flogið frá Keflavík 2. júní n.k. til Narsarsuaq en þaðan siglt til Narsaq þar sem gist verður á notalegu hóteli, Hótel Perlen. Narsarq er undir rótum fjallsins Qagarsvaq, sem þýðir stóra fjall. Bærinn er litskrúðugur, lítil timb- urhús í margs konar litum innan um nýtísku byggingar. Engu að síður er Nassarsuaq staður ríkur af hefðum og sögu. Höfnin, sem geymir kajakana, hin fornu farar- tæki Grænlendinga, er ógleyman- leg sjón.“ Steinþór sagði ennfremur, að í Nassrsuarq væri fiskimannasam- Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari verður fararstjóri á sögu- slóðum Eiríks rauða á Grœnlandi. félag þar sem framleiddar væru heimsfrægar fiskirúllur. Mikil náttúrufegurð er á þessum slóðum og boðið er upp á ferð upp á Kvane-fjallið. Þá er ennfremur boðið upp á bátsferðir, siglingu til Julianehaab og skoðunarferðir um þennan stærsta bæ Grænlands. Ferðin til Bröttuhlíðar, á sögu- slóðir Eiríks rauða, er hverjum fslendingi lærdómsrík. Þá er siglt frá Nasarsuaq til Qassiarsuk. Þar er nú aðsetur fjárbænda þar sem áður stóð bær Eiríks rauða, Brattahlíð. Þar verða rústir kirkju Þjóðhildar ennfremur skoðaðar. Skammt undan eru einnig merki- legar rústir frá þeim tímum er inn- fæddir höfðust við í jarðhúsum. Frá Qassiarsuk er einnig ágæt gönguleið yfir til hins fallega stað- ar Tingimiut hinum megin á Nas- arsuaq-skaganum. Steinþór sagði, að á Grænlandi gæfust ennfremur ótal tækifæri til náttúruskoðunar. Fjallafegurð er með eindæmum og dýra- og fugla- líf hið áhugaverðasta. Hann sagði að lokum: „Grænland er því sem næst óplægður akur sem ferða- mannastaður, en landið, saga íbúanna og menning er heillandi heimur sem vert er að kynnast." Aðspurður í lokin, sagði Stein- þór, að fjargjald miðað við 10. maí sl. væri rúmar 34 þúsund krónur, aukflugvallarskatts. Inni- falið í því væri flug, gisting í fimm nætur í tveggja manna herbergi með baði svo og fullt fæði á Hótel Perlen, bæjarferð undir leiðsögn og sigling á söguslóðir Eiríks rauða. Steinþór ítrekaði í lokin, að ALÍS gæti aðeins tryggt 24 sæti og því mjög mikilvægt fyrir þá sem hefðu áhuga að bóka sig strax, ef þeir ætluðu að komast með. Bókanir eru þegar farnar að berast. Brottfarardagur verður 2. júní n.k., eins og fyrr segir. Frá Bröttuhlíð, en þar verða söguslóðir Eiríks rauða kann- aðar, ennfremur rústir kirkju Pjóðhildar frá því um 1000, en fornar minjar eru þarna mjög heillegar eins og sjá má. Nýir eigendur með Hestasport Verslunin Hestasport að Bæjarhrauni 4, skipti um eigendur l.maí s.l. Við rekstrinum tóku þeir Eiríkur Helgason, Helgi Eiriks- son og Haukur Eiríksson sem jafnframt er framkvæmdarstjórí fyrirtækisins. Starfsmenn í Hestasport eru auk Hauks, hinn landskunni söðlasmiður Pétur Þórarinsson og Unnur Helgadóttir saumakona. í Hestasport eru framleidd öll reiðtygi og að auki hinn viður- kenndi ÍS-hnakkur. Verslunin býður einnig uppá nánast allt fyrir hestamanninn og ennfremur er rétt að minnast á viðgerðarþjón- ustu sem til boða stendur. Að sögn Hauks Eiríkssonar framkvæmdarstjóra Hestasports, sem er reyndar kunnur hestamaður sjálfur, koma viðskiptavinirnir víða að enda er sú þjónustu sem Hestasport veitir orðin frekar fátíð. Haukur gat jjess ennfremur að viðtökur við versluninni hefðu verið mjög góðar enda væri kappkostað að veita góða þjón- ustu. Verslunin Hestasport er opin mánudaga til föstudaga frá 8-19 og á laugardögum frá 8-12. 8

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.