Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 06.07.1988, Blaðsíða 8
Útimaikaðurinn: í takt við veðrið Iðnskólinn: 176 umsóknir um nám á haustönn EmRDnR pöstunnn Utiniarkaourinn a Thorsplani er nakvæmlega i takt vio líoan fólks. í góðu veðri, eins og var sl. fimmtudag, blómstrar hann, en í rigningu og roki er hann niðurdreginn og hérumbil fúll. Það var líf og fjör á útimarkað- inum sl. fimmtudag, enda sól og bros á hverju andliti. Margt var til gamans gert og Útvarp Hafnar- fjörður með beina útsendingu á 91,7 allt til klukkan 7 um kvöldið. Reyndar hefur Útvarpið staðið vakt, hvernig sem viðrað hefur. A morgun, fimmtudag, verður útimarkaðurinn í fullu fjöri, enda allt útlit fyrir að veðurguðirnir sjái aumir á okkur einn daginn enn. Þar verður margt til gamans gert og auðvitað verður hægt að gera reifarakaup sem ætíð. Það sem eflaust hæst ber á markaðinum að þessu sinni er, að Kátir piltar, sem eru eldhressir innfæddir Gaflarar, ætla að láta gamminn geysa. Þeir ætla þar að spila nýjustu lögin sín, bæði birt og óbirt, og auðvitað fjölmenna félagar í aðdáenda- klúbbnum þeirra, Einstæðar mæður. Pað er afnógu að takafyrirþá sem vilja gera góð kaup á Útimarkaðinum á Thorsplani. Jafnvel veðrið getur ekki skemmt fyrir því. Pá er ávallt heitt á könnunnni, fyrir kaffiþyrsta. Kátir piltar komu nýverið fram í dagsljósið, en þeir œtla að skemmta á Útimarkaðinum á morgun. Hafnfirðingar fá því tœkifœri til að kynnast að eigin raun þeirri alhafnfirsku hljómsveit og plötunni þeirra nýju, sem vakið hefursvo mikla athygli. FH-ingar í áttaliða úrslit: Reynismenn rassskelltir Enn heldur sigurganga FH-inga áfram í bikarkeppninni. I gærkvöldi voru Reynismenn í Sandgerði sóttir heim og rassskelltir á sínum eigin heimavelli. FH-ingar linntu ekki látum fyrr en knötturinn hafði fimm sinnum hafnaði í netamöskvum Sandgerðinga. Hörður Magnússon var í miklu þyngjast. Þau lið sem eftir eru í stuði og skoraði þrennu eða „hat- bikarkeppninni, ásamt FH, eru trick“ eins og „tjallinn“ myndi eftirtalin: Fram, Valur, ÍA, Vík- segja. Jón Erling Ragnarsson ingur, Leiftur, ÍBKogTindastóll. skoraði einu sinni og Sandgerð- Leikurinn í gærkvöldi varfjórði ingar sáu einnig ástæðu til að sigur FH-inga í bikarkeppninni á senda knöttinn í eigið mark. þessu ári og fróðlegt verður að Semsagt5-0fyrirFH. FH-ingar sjá, hverjir verða mótherjar FH eru nú komnir í áttaliða úrslit og næst þegar dregið verður úr hatt- róðurinn er heldur betur farinn að inum. Umsóknir um nám á haustönn hjá Iðnskólanum eru frá 176 nemend- um. Skólinn stefnir að því að geta tekið upp nýja braut á hausti komanda, þ.e. bíla- og iðnaðarmálun. Umsóknirnar sem borist hafa skiptast þannig: Á 2. stig 25 nemendur, verkdeild hárgreiðsla 25 nemendur, verkdeild málm- smíði 13 nemendur, verkdeild trésmíði 8 nemendur, verkdeild rafvirkjun 40 nemendur, tækni- teiknun 20 nemendur, fornám 29 nemendur, meistaraskóli 11 nemendur og tölvuteiknun 5 nemendur. Staðfestingargjöld við innritun í verkdeildir hafa verið ákveðin kr. 3.000. Það kemur fram í fundargerð- um Iðnskólans, að Einar Guð- mundsson fyrir hönd íslenska álfélagsins h.f. hefur tjáð skóla- stjóra, að tæki til fyriborðsmeð- höndlunar á áli verða afhent skólanum að gjöf við skólasetn- ingu í haust. „Landkynningarstarh“ Póstkortum dre'ift um landið Póstkortum með myndum frá Hafnarfirði og kveðju frá bænum hefur verið dreift í öll hús á Akureyri. Bráðlega verður kortum dreift í fjögur þúsund eintökum inn á hvert heimili á Austfjörðum, enn- fremur er fyrirhugað að dreifa kortum á sama hátt á Selfossi. Þetta hefur verið gert á vegum ferðamálanefndar Hafnarfjarðar, en það er liður í að efla Hafnar- fjarðarkaupstað sem ferða- mannabæ. Þá mun ferðamála- nefnd ennfremur hafa ýmislegt á prjónunum til eflingar mannaiðnaðinum. ferða- Aðvörunar- skiltitil hundaeigenda Vegna ágangs hunda í frið- landi við Astjörn hefur Nátt- úrverndarnefnd, í samráði við bæjaritara, ákveðið að setja upp viðvörunarskilti til hundaeigenda á staðnum. Er hugmyndin sú, að hundaeign- endur hugi betur að því sem hundar þeirra aðhafast í frið- landinu. Stór mál á fundi í dag Á fundi hafnarstjórnar, sem haldinn verður í dag, verða a.m.k. tvö stór mál tekin til umfjöllunar. Annars vegar tilboðið í hönnun og undirbúning gerðar ytri hafnar og hins vegar smábátahöfnin Eins og Fjarðarpósturinn hefur skýrt frá, liggur fyrir hafnarstjórn tilboð frá bresku stórfyrirtæki um hönnun ytri hafnarinnar í tengsl- um við Straumsvíkurhöfn. Til- boðið er frá breska stórfyrirtækin A.P. & Appeldon og felur það í sér hönnun mannvirkja, ennfrem- ur tillögur um rekstur og við- skipti. Fyrirtækið segist munu skila frumtillögum innan tveggja mánaða. Þá er verkefnið hönnun smá- bátahafnar enn í vinnslu hjá hafn- arstjórn, og er að vænta nýrra hugmynda þaðan að loknum fundinum í dag, samkvæmt heim- ildum Fjarðarpóstsins. Eins og blaðið hefur skýrt frá, bárust eng- in tilboð í gerð hafnarinnar og hefur verið leitað annarra leiða um að fá framkvæmdaaðila í verkið. Seinagangur vetdur íbúunum hugarangri Nokkurrar óánægju er farið að gæta á meðal íbúa í gömlu Hvömmunum vegna seinagangs við framkvæmdir við húsbyggingu við Brekkuhvamm, sem er víst enn merkt Hvammskjöri. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir í nokkur misseri án þess nokkur merki séu um að þeim sé að Ijúka. í samtali við Fjarðarpóstinn sagði einn íbúa hverfisins, að ástand- ið væri óþolandi. Ekki aðeins væri lýti að draslinu sem væri í kring- um þessa byggingu, nú síðast bættist þar við stór malarhaugur, heldur stafaði bein slysahætta af þessum framkvæmdum. Verktak- ar hefðu lagt undir sig gangstéttina við húsið og þar af leiðandi þyrftu gangandi vegfarendur, m.a. konurmeð barnavagna, aðfara út á götuna til þess að komast leiðar sinnar. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins átti að breyta húsnæðinu í smærri verslunareiningar en sökum tregðu í sölu var sótt um að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. Lítt hefur gengið að koma þeirri beiðni í gegn og því hafa framkvæmdir tafist úr hömlu íbúum hverfisins til armæðu. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu og hönnun.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.