Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 24.08.1988, Blaðsíða 6
IÞROTTAMOLAR: UMSJÓN: GUNNAR SVEINBJÖRNSSON FH-ingar endurheimtu sæti sitt í 1. deild síðastliðið föstudags- kvöld, þegar Víðismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍR- ingum 2-3. Víðismenn voru eina liðið sem átti fræðilega möguleika á að komast upp að hlið FH að Fylki undanskildum. FH-ingar héldu svo upp á 1. deildarsætið með tapi(!) gegn ÍBV í Eyjum 1-3. Bankastarfsmaðurinn Pálmi Jónsson er nú markahæstur í 2. deild með 13 mörk. Pálmi skoraði eina mark FH gegn ÍBV úr víta- spyrnu. í sama leik fékk Guð- mundur Hilmarsson rauða spjaldið. Guðmundur er víta- skytta FH liðsins en ekki vitum við hvort honum hefði verið falið að taka áðurnefnda vítaspyrnu. Guðmundur klúðraði nefnilega vítaspyrnu gegn Víðismönnum fyrir skömmu. Haukar riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í 4. deild- inni í sumar og er árangur liðsins sá slakasti frá upphafi vega. Marg- ar skýringar eru sjálfsagt á gengi liðsins en þær verða ekki tíundað- ar hér. Þess má þó geta að Guðjón Sveinsson þjálfari liðsins er lið- tækur golfspilari og vann til verð- launa í einni af golfkeppnum sumarsins fyrir skömmu. Hvort Guðjón ætlar að snúa sér alfarið að golfíþróttinni vitum við hins- vegar ekki. Þrátt fyrir slakt gengi Meistara- flokks Hauka stóðu yngri flokk- arnir sig með ágætum og voru 4. og 5. flokkur hársbreidd frá sæti í úrslitunum. Úrslitakeppnin í 4. flokki er reyndar haldin hér í Hafnarfirði en ekki náðust fram úrslit um helgina. Og meira um yngri flokka. FH- ingar eiga sterkt lið í 4. aldurs- flokki og munaði minnstu að þeir tryggðu sér íslandsmeistaratitil- inn um síðustu helgi. FH lék til úrslita við Fram og lauk leiknum með jafntefli, 2-2, eftir fram- lengdan leik. FH komst í 2-0 með mörkum Brynjars Gestssonar og Lúðvíks Arnarssonar en það dugði ekki til og því mætast liðin á nýjan leik n.k. fimmtudag á Kapla- krikavelli kl.18.00. Pálmar Sigurðsson stjórnar nú þrekæfingum hjá íslandsmeistur- um Hauka af miklum krafti. Pálmar mun halda um stjórnvöl- inn þar til Einar nokkur Bollason tekur við. Æfingar Pálmars munu þykja „nokkuð" erfiðar og heyrst hefur að menn liggi rúmfastir eftir. Þrátt fyrir mikinn orðróm um félagaskipti leikmanna er talið ólíklegt að Haukar fái liðsstyrk frá öðrum liðum. Þó eru tveir fyrr- um Haukar komnir aftur á klak- ann og verða með í slagnum í vetur. Þorvaldur Henningsson er annar þeirra og þess má geta að hann er „litli" bróðir Hennings fyrirliða. Hinn er Eyþór Arnason sem lék í Noregi í vetur við mjög góðan orðstír. Það verður vafalaust hart barist í 2.deildinni í vetur þegar IH og Haukar mætast. Heyrst hefur að ÍH leggi allt kapp á að leggja Hauka að velli en láti önnur úrslit mæta afgangi. Við seljum þó þessa sögu ekki dýrt, enda var hún nánast gefin. Ólafur Kr. Sveinsson mark- vörður Slökkviliðs Hafnarfj. var valinn besti markvörður mótsins og kom það fáum á óvart. Ekki voru veitt verðlaun fyrir fallegasta mark mótsins en það átti Magnús Hjörleifsson dyravörður með meiru. Magnús skoraði frá eigin vallarhelmingi með þrumuskoti sem Stefán Halldórsson fyrrum handboltastjarna réð ekkert við. Jón Erling Ragnarsson mun ekki leika meira með FH á þessu íslandsmóti. Jón fer í dag, mið- vikudag, til Bandaríkjanna þar sem hann stundar nám í San Jose í Kaliforníu. FH-ingar verða því án Jóns í fimm leikjum en aðeins einn þeirra er á útivelli. Sá leikur er gegn Fylki sem berst um sigur- inn í deildinni við FH. Næsti leik- ur FH er hinsvegar á heimavelli gegn botnliðinu Þrótti á föstudag. Slökkvilið Hafnarfjarðar stóð sig með miklum ágætum í Lands- móti þeirra Slökkviliðsmanna sem fram fór í Keflavík um síð- ustu helgi. Hafnfirsku slökkviliðs- mennirnir hrepptu bronsverð- launin en þátttökulið voru þrjú talsins!. Slökkvilið Hafnarfjarðar má þó vel við una. Liðið tók nú þátt í fyrsta skipti og leikmennirnir voru varla orðnir „heitir" þegar þátt- töku þeirra var lokið. Að sögn Jóhannesar fyrirliða verður undir- búningur hafinn fyrr á næsta ári. LAUSTSTARF Viljum ráða starfsmann til almennra afgreiðslustarfa. Um fullt starf er að ræða. SAMVINNUBANKINN Strandgötu 33 - Sími 53933 Sigurjón Sigurðsson hefur dval- ið á Ibiza í sumar og er væntanleg- ur til landsins innan tíðar til að taka þátt í undirbúningi Hauka- liðsins. Þjálfari liðsins, Hilmar Björnsson, hefur einnig lítið verið hérlendis undanfarið en skyldi eftir sig prógramm sem leikmenn vinna eftir. Óskar Ármannsson hinn öflugi leikstjórnandi FH-inga verður hérlendis í vetur og eru það mikil gleðitíðindi fyrir alla stuðnings- menn FH. Óskar var með tilboð frá Svíþjóð uppá vasann en lét það lönd og leið, í bili að minnsta kosti. FH-ingar munu tefla fram nán- ast óbreyttu liði í handboltanum næsta vetur að því undanskildu að Pétur Petersen verður fjarri góðu gamni. Pétur mun dvelja í Hafn- firðinga-nýlendunni í San Jose í vetur. Pétur mun að öllum líkind- um sýna á sér nýjar hliðar og leika með háskólaliðinu í knattspyrnu! RQPÍ Punkturinn yfir l-ift Pétur Guðmundsson, hæstur núlifandi Islendinga, 2.08 metrar að hæð, og frægastur íslenskra körfuboltaspilara fyrr og síðar, hlaut mikið klapp og lof aðdáenda sinna í körfuboltaskóla Hauka nýverið. Pétur heiðraði ungu körfu- boltamennina með nærveru sinni, kenndi krökkunum sitthvað og „tróð“ boltanum í körfuna við gíf- urlegan fögnuð. Hann var svo sannarlega punkturinn yfir I-ið í skólahaldinu, eða hvað finnst Ingvari um það? (Það er hann sem stendur næst Pétri á stóru mynd- inni) Frá Flensborgarskóla Flensborgarskólinn hefst fimmtudaginn 1. september n.k. Nýnemar skulu koma í skólann kl. 10, en eldri nemendur kl. 14. Þá fá nemendur afhentar stundatöflur og standa skil á nemendagjöldum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum föstudaginn 2. sept- ember í dagskólanum, en mánudaginn 5. september í öldunga- deild. Innritun í öldungadeild stendur nú yfir. Kennarafundur verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 31. ágúst kl. 9 árdegis. SKÓLAMEISTARI 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.