Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 5
FJflRMR pósfunnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: GUNNAR SVEINBJÖRNSSON AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: SIGURÐUR SVERRISSON LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN ÚTGEFANDI: ÁRANGUR HF. - ALMANNATENGSL OG ÚTGÁFUSTARFSEMI. SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Ríkisstjóm á brauðfótum Allt útlit er fyrir að lífdagar þessarar ríkisstjórnar verði ekki mikið fleiri, þegar þessar línur eru ritaðar á miðvikudagskvöldi. Það er ekki ætlunin að hér fari á eftir minningargrein, en óneitanlega leita á hugann spurningar. Af hverju hefur þessari ríkisstjórn mistek- ist svo margt, ekki síst í efnahagsmálunum, sem ætl- unin var þó að taka föstum tökum. Það eru eflaust margar skýringar á takteinunum, en það er alkunn staðreynd í uppeldi að börn þurfa og vilja aðhald. Ef börnin finna, að ekki býr hugur að baki því sem sagt er og að ekkert mál sé að hliðra sér hjá því að fara að settum reglum, verður árangurinn í samræmi við það. Hið sama virðist vera að gerast varðandi efnahags- aðgerðir stjórnvalda. Niðurfærsluleiðin strax brostin og ekki að ófyrirsynju að menn treystu ekki á stöðvun verðlags til samræmis við launalækkanir. Á sama tíma og stjórnvöld eiga í viðræðum við forustu verka- lýðshreyfingarinnar dynja á landsmönnum upplýsing- ar um hinar og þessar undanþágur frá verðstöðvun. Síðast var skólafólki tilkynnt að hækka megi skóla- bækurnar. Skólagjöld hækka víðast og sveitarfélög bíða í ofvæni eftir niðurstöðum um hækkanir hinna ýmsu gjalda í skólum og dagvistarstofnunum. Svo mætti áfram telja. Ríkisstjórnin fengi ekki háa einkun sem uppalandi með þessi vinnubrögð að baki. En hvers vegna geng- ur svo illa að stjórna. - Ef við notum aftursamlíkingu úr heimi barnanna, þá er það velþekkt staðreynd, að þegar þrjú börn eru saman að leik virðist samkomu- lagið oftast erfiðara en þegar börnin eru aðeins tvö. Þriggja flokka ríkisstjórnir virðast ætíð hafa átt við sömu vandamálin að stríða hérlendis. Annað stórt vandamál hrjáir okkar þjóð, en það eru hin gífurlegu fjármunir sem fara til opinberra fram- kvæmda. Þegar rætt er um að „skera niður“ er ætíð talað um niðurskurð opinberraframkvæmda. Tregðu- lögmálið virðist þó allsráðandi þegar kemur að þeim liðum og þingmenn eru hvað ötulastir við að ota áfram „sínum“ málum. Eflaust má rekja ástæður þessa enn á ný til kjör- dæmaskipunarinnar. Þingmenn hanga einfaldlega ekki inni á þingi, ef þeim tekst ekki að fá sem mestar og stærstar framkvæmdir samþykktar í sínu kjör- dæmi á hverju alþingi. Hundruða milljóna fram- kvæmdir eru samþykktar og oftar en ekki búa hin ýmsu „hrossakaup“ að baki. Ekki verða hér nefnd nein dæmi, en fyrsti stafurinn í einni slíkri framkvæmd er þó Ölfusárbrú. - Er ekki tími til kominn að gera landið að einu kjördæmi - íslandi. Heilsugæslustöðin við Sólvang opnuð: Heildarkostnaður 81 millj. kr. Heilsugæslustöðin við Sólvang var formlega opnuð að viðstöddum fjölda gesta sl. laugardag. Meðal gesta voru forseti íslands, heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, sem lýsti stöðina formlega opnaða. Þrett- án ræður voru fluttar og bárust stöðinni góðar gjafir, m.a. fullkominn heilalínuriti, sjónvarps- og mynd- bandstæki og stóll til blóðtöku. Heildarkostnaður við stöðina er nú 81 miUjón kr. á núvirði. Frá opnunarathöfninni. Guðmundur Árni Stefánsson í rceðustól, en meðal gesta má sjáforseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur og Guðmund Bjarnason heilbrigðisráðherra. Stöðinni er ætlað að sinna heilsugæslu fyrir Hafnfirðinga og íbúa Bessastaðahrepps, sem ósk- uðu eftir að fá aðild að stöðinni. Það er fyrri hluti byggingarinnar sem nú hefur verið opnaður. Hann er 650 fermetrar og starfa þar sex heilsugæslulæknar og ann- að starfsfólk. í síðari áfanga, sem væntanlega verður lokið við á næsta ári, er aðstaða fyrir starfs- fólk stöðvarinnar og Sólvangs, þvottahús, eldhús, röntgenaðst- aða, bókasafn, geymslur og breyt- ingar á fyrstu hæð Sólvangs. Við athöfnina tóku eftirtaldir til máls: Guðmundur Árni Stefáns- son, Kristín Pálsdóttir, Skúli Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Eyjólfur Sæmunds- son, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Guðjón Magnússon, Kjartan Jóhannsson, Sveinn Guðbjarts- son, Eiríkur Pálsson, Þorleifur Sigurðsson og Gunnhildur frá Hafnarfjarðardeild Rauða Kross íslands. Heilsugæslustöðinni bárust góðar gjafir við opnunina, m.a. heilalínurita frá Sparisjóðnum, Hafnarfjarðardeild RKÍ gaf sjón- varp og myndbandstæki og Lion- essklúbburinn Kaldá tilkynnti um gjöf, sem kemur síðar, en það er stóll til blóðtöku. Ennfremur fékk stöðin fjölda blómaskreytinga og táknræna mynd úr Fjarðarpóstin- um af fyrsta læknisverkinu á grunni stöðvarinnar. Það kom m.a. fram í ræðum manna, að heildarkostnaður við stöðina fram til þessa dags er 81 milljón krónur á núvirði. Heil- brigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, lýsti því sem skoðun sinni, að öll heilbrigðisþjónusta ætti að vera á vegum ríkisins. Sveinn Guðbjartsson forstjóri Sólvangs afhendir Jóhanni Ágústi Sig- urðssyni myndina úr Fjarðarpóstinum affyrsta læknisverkinu á grunni heilsugœslustöðvarinnar. Kvennalandsliðið stendur í ströngu Kvennalandsliðið undirbýr sig nú fyrir C-heimsmeistarakeppnina sem fer fram í Frakklandi 26. til 31. október n.k. Níu leilunenn Hafn- arfjarðarliðanna FH og Hauka eru í landliðshópnum, auk þess æfa tíu stúlkur úr Hafnarfjarðarliðunum með 18 ára landsliðinu sem býr sig undir Norðurlandamót og heimsmeistarakeppni unglinga. Sex hafn- flrskar stúlkur eru 16 ára landsliðshópnum sem tók þátt ■ þriggja landa keppni í síðasta mánuði. Þjálfari kvennalandsliðsins er Slavko Bambirs frá Júgóslavíu. Mótherjar landsliðsins í Frakk- landi í A-riðli verða Grikkland, Spánn, Portúgal og Frakkland. í B-riðli leika Holland, Sviss, Belg- ía, Ítalía og Svíþjóð. Telja verður Svía sigurstranglega í B-riðli og verða þeir því mótherjar okkar ef við vinnum A-riðilinn. Það er ekki of mikil bjartsýni að reikna með þeim möguleika því okkar stúlkur sigruðu mótherja sína í A- riðli á móti í Portúgal í júní sl. Hafnfirsku leikmennirnir í landsliðshópnum eru þær Rut Baldursdóttir, Kristín Pétursdótt- ir og Halla Geirsdóttir úr FH og Haukastúlkan Margrét Theódórs- dóttir, sem leika með A-liðinu, og Þórunn Sigurðardóttir og Sólveig Steinþórsdóttir úr Haukum og FH-ingarnir Eva Baldursdóttir, Berglind Hreinsdóttir og Ingi- björg Einarsdóttir sem leika með B-liðinu. Frakkar leika hér þrjá leiki nú í vikunni, við A-lið Islands að Varmá í Mosfellsbæ og við B-liðið hér í Hafnarfirði. Portúgalir og Spánverjar verða hér síðar í mán- uðinum og taka þátt í móti ásamt A og B-liðum íslands dagana 14. til 20. september. Mikið aö gera hjá Byggöaverk Það var mikið um að vera hjá þeim Byggðaverksmönnum ■ síð- ustu viku. Auk þess að afhenda viðbygginguna við Engidalsskóla fór fram sama daginn formleg afhending á hinum glæsilegu íbúðum við Hörgshlíð 2 í Reykja- vik. Það hús er staðsett rétt neðan við Oskuhlíðina og vekur athygli þeirra sem leið eiga um Skógar- hlíðina fyrir fallegt útlit. Það var Óskar Valdimarsson framkvæmdastjóri Byggðaverks sem afhenti íbúunum að gjöf bíl- skúrshurðaopnara, en í kjallara hússins er sameiginleg bíla- geymsla. Hann sagði við það tæki- færi að aðeins hefði tekið um níu mánuði að byggja húsið, en gamla húsið sem áður stóð á lóðinni var flutt í heilu lagi út á Seltjarnarnes. Á myndunum hér til hliðar er hús- ið við Hörgshlíð rétt fyrir afhend- inguna og lengst til hægri eru íbú- ar hússins ásamt þeim Byggða- verksmönnum. Byggðaverk er nú þriðj a stærsta verktakafyrirtæki á landinu á eftir íslenskum aðalverktökum og Hagvirki. Þar starfa nú 150 manns. Fyrirtækið er með mörg járn í eldinum, m.a. er unnið að viðbyggingu við Háskólabíó, Kaplahraun, saltgeymsla fyrir byggingunni við Aðalstræti, tvær Eimskip, bílageymslafyrirLands- íbúðarblokkir eru í byggingu í bankann við Suðurlandsbraut, Hafnarfirði, einnig tvö hús við iðnaðarhús í Skeifunni. TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR Skólaár 1988-89 Nemendur komi til innritunar í skólann dagana 7., 8., 9. og 12., 13. og 14 sept. kl. 13-17. Greiðaskal helming skólagjalds við innritun. Börn úr grunnskólum framvísi stundaskrá. Kennslugreinar: Forskóli I og II fyrir 6-8 ára börn. p íanó - orgel - skemmtari — gítar—strokhljóðfæri - lúðrasveitarhljóðfæri - þverflauta - blokkflauta - klarinett. Einnig söngkennsla. Söngkennari Eiður Ág. Gunnarsson. Skólastjóri Geymið lyfin í læstum skápum Lyfjaskápar fást í apótekinu I HAFNARFJARÐAR APOTFK STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090 HAFNFIRÐINGAR — Afmælistilboð — Efnalaugin Glæsir 50 ára Komið með þrenn föt, td. tvenn jakkaföt og eina dragt. Þið borgið aðeins fyrir tvenn föt. 20% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. INNLAUSN SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS GLÆSIR Sími53895 ODYRAR FERÐIR SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR VEKUR ATHYGLI Á INNLAUSN SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS EFTIRTALDIR FLOKKAR ERU LAUSIR í SEPTEMBER: til Orlando, Florida í september og október Kanaríeyjaferðir Greiðslukort URVAL ferðaskrifstofa FLUGLEIÐIR fSt Umboðsskrifstofa Strandgötu 25 Símar 54930 og 651330 1972 2. FLOKKUR 1978 2. FLOKKUR 1973 1. FLOKKUR B (lokainnlausn) 1979 2. FLOKKUR 1974 1. FLOKKUR (lokainnlausn) 1984 2. FLOKKUR 1977 2. FLOKKUR 1985 2. FLOKKUR A Við höfum til sölu nýjan flokk spariskírteina ríkissjóðs. Einnig eru til sölu sparisjóðsbréf Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Þetta eru vænlegir kostir til sparnaðar í kjölfar lækkandi vaxta. SPA RISJÓÐ URINN VARÐAR ÞINN HAG Sparrisjóður Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10, Reykjavíkurvegi 66 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.