Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 8
FJflRÐnR póstunnn Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVÍRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Oskir sem rætast Við vígslu Heilsugæslustöðvarinnar að Sólvangi færði Sveinn Guðbjartsson, forstjóri Sólvangs, Jóhanni Ágústi Sigurðssyni, héraðslækni, að gjöf stóra Ijósmynd úr Fjarðarpóstinum, 18. tölublaði frá 28. nóvember 1985. Myndin var þá tekin á grunni heilsugæslustöðvarinnar í tilefni þess að byggingin hafði þá dregist úr hömlu. Auðvitað endurtók Fjaröarpósturinn myndatökuna, og þeir félagar læknisverkið, á opnunardaginn sl. laugardag og birtum við hér báðar myndirnar, af grunninum í gamla tölublaðinu og síðan á sama stað í húsinu frágengnu sl. laugardag. Fjarðarpósturinn orðaði það svo í nóvember 1985, að þarna færi fram fyrsta læknisverkið í Heilsugæslustöðinni. Eins og sjá má eru bæði „sjúklingur" og lækn- ir mun ánægðari á nýju myndinni en þeirri gömlu, enda mikill mun- ur á aðstöðu. Það er enn skemmtilegra við lestur þessa gamla tölublaðs Fjarðarpóstsins, að sjá ramma- fréttina á forsíðunni. Þar greinir frá því að bæjarstjórn hafi sam- þykkt að viðhafa atkvæðagreiðslu um áfengisútsölu. f blaðinu í dag segjum við frá því á forsíðu, að ÁTVR opnar útsölu n.k. mánu- dag. Skemmtilegar tilviljanir, en enn ein tilviljun er þarna á ferð- inni. I annarri rammafrétt á for- síðunni segir frá komu eins full- komnasta fiskiskips heints, þ.e. grænlenska frystitogaranum Tas- iilaq. Hann kom þá með frysta úthafsrækju sem flutt var beint í millilandaskip. - Svo segja ísfirð- ingar, að við höfum stolið Græn- lendingum frá þeim. - Hvert fóru þeir fyrst? FJflRDflR ^mpósturmn Fimmtud. 28. nóv. 1985 J Bæjarstjórn samþykkir atkvæða- greiðslu um áfengisútsölu Á fundi bæjarstjórnar sl. þriójuda}> var á ný tekin fyrir tillaga um aó efna til almennrar atkvæóagreióslu umáfenj>isútsölu i bænum. Bæjarstjórn samþykkti mert 9 samhljórta atkværtum art 22. febrúar n.k. fari fram atkværtagreirtsla mertal atkværtisbærra llafn- firrtinj’a um þart hvort setja eij»i á stofn áfenj>isútsölu í bænum. Tillaga um aö í start atkværtaj>reirtslu fari fram skortanakönnun var felld, einnig tillaga um art atkværtagreirtslan fari l'ram samhlirta bæjarstjórnarkosningum i vor. Bygging húss fyrir Heilsugæslu Hafnarfjarrtar hefur dregist úr hömlu eins oj> kunnugt er. Jóhann Ágúst Sigurrtsson, hérartslæknir tók samt nýlega á móti fyrsta „sjúklinj>num“ á sökklinum þar sem lleilsugæsliihúsirt mun rísa. Illutvcrk sjúklingsins var í höndum Sveins Curtbjartssonar, forstjóra Sólvangs. Þeir Jóhann og Sveinn eru báðir orrtnir langeygir cftir liinu nýja liúsi og vilja mert þessu vekja athygli á seinaganginum virt bygginguna. Hvenær verdur gefið grænt Ijós? I greininni um Heilsugæslu uðum við okkur því nánari upplýs- >g kom þá m.a. fram 1 var út viðbygging ar cinnig boðin út gæslustöðvar i leið- vera i tencslum við Eitt fullkomnasta fiskiskip heims Bón úr ráðhús- grunni Davíðs Það er ekki oft sem Fjarðarpóstinum berast upphringingar úr ráðhúsgrunni Davíðs. Það gerðist þó í fyrrakvöld og erindi þess sem hringdi var að biðja Fjarðarpóstinn að hjálpa sér. Úr grunni Davíðs barst sem sagt bón um húsnæði í Hafnarfirði og vill þessi starfsmaður borgarstjórans mikið til vinna að komast hingað. taka til höndum við endurbætur Símhringjandinn heitir Rún- ar Ingvarsson og kvaðst hann vera staddur mörgum metrum undir sjávarmáli í grunninum. Hann og kona hans eru um þrítugt, barnlaus og reglusöm. Rúnar sagði þau hjón vera til- búin að veita heimilishjálp eða og viðgerðir, en þau leita eftir tveggja herbergja íbúð. „Við rétt misstum eina íbúð í gamla bænum nýverið og við viljum allt til vinna að komast í Fjörðinn. Okkur finnst hann meiriháttar", sagði hann, en heimasími Rúnars er 77946. Hækkunumfrestaó Vegna bráöabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun hefur verið ákveðið að fresta ótiltekið hækkunum á dagvistargjöldum bæjar- ins, sem greint var frá í síðasta blaði. Þetta var ákveðið á bæjarráðsfundi 1. september sl., en hækkanirnar höfðu verið samþykktar á bæjarráðsfundi 25. ágúst sl. og því ólöglegar samkvæmt bráðabirgðalögunum. Atta sækja um skólastjórastöóu Mikill áhugi virðist vera fyrir skólastjórastöðunni í Tónlistar- skólanum, því átta manns hafa sótt um hana. Eftirtaldir ,hafa sent inn umsóknir: Sveinn Eyþórsson, Arnarhrauni 11; Einar Logi Einarsson, Boðagranda 7, Reykjavík; Þórir Þórisson, Engjaseli 84, Reykjavík; Guðni Þ. Guðmundsson, Hófgerði 10, Kópavogi; Örn Arason, Mið- vangi 94, Björgvin Þ. Valdi- marsson, Stóragerði 5, Reykja- vík; Gunnar Gunnarsson, Nönnustíg 7, Hafnarfirði og einn umsækjandi sem óskar nafnleyndar. Hafnarborg: Lítill áhugi á forstjórastöðu Aðeins hafa tveir aðilar Engin umsókn hefur borist og hringt á bæjarskrifstofumar til virðist því vera lítill áhugi á að spyrjast fyrir um stöðu for- stöðunni. stöðumanns Hafnarborgar. Lóðirog rafmagn Landsvirkjun hefur sótt um 14 þúsund fermetra lóð við há- spennulínu Landsvirkjunar til ísal, móts við Hamarsnes sunnan Hafnarfjarðar. Þá hefur Rafveita Hafnarfjarðar sótt um 460 fer- metra lóð, sem er i um 100 metra fjarlægð suðaustur af gatnamót- um Reykjanesbrautar og Ás- brautar. er nú eingöngu seldur í lausa- sölu, eða póstáskrift. Okkur vantar hörkudugleg sölubörn í nokkur hverfi. Sími 651945 og 651745. FJflRÐflR pósturmn r

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.