Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 2
Hagvnki nærststærst verktakafyrirtækja hériendis: Enn ein slórframkvæmdin á Nesinu Þeir á Nesinu kunna auðsjánanlega að velja það besta, enda er fast- eignaverð þar um 13% hærra en í Vesturbænum í Reykjavík, að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Það var hann sem tók fyrstu skóflustunguna að nýjasta athafnasvæði Hagvirkis á Seltjarnarnesi um síðustu helgi. Sigurgeiri var boðin „hefðbundin“ skófla til brúks, en hann svaraði því til að svo lítilvirkt tæki dygði svo stóru fyrirtæki sem Hagvirki skammt, þannig að rétt væri að nota vél- skóflu. Það var fyrsta skóflustungan að nýframkvæmdum í Kolbeinsstað- amýri sem bæjarstjórinn á Sel- tjarnarnesi tók. Hagvirki vinnur þar allar undirbúningsfram- kvæmdir að 100 raðhúsum og 100 íbúðum í fjölbýli, en íbúðir þessar hafa þegar verið auglýstar til sölu. Hagvirki cr einnig að vinna að stóru íþróttahúsi fyrir Seltjarn- arneskaupstað, svo og að fleiri framkvæmdum þar í bæ, en verk- efni þar fyrir utan virðast næg hjá Hagvirki framundan. Um 350 starfsmenn starfa nú hjá Hagvirki. í nýlegu fréttabréfi fyrirtækisins segir svo m.a. um helstu verkefni framundan: „bygging úsýnishúss á Öskjuhlíð, áframhald Búsetablokkar, Báru- granda, stjórnstöðvar Landsvirkj- unar, innréttingar í Kringlunni, íþróttahúss Seltjarnarness, auk blokkar í Suðurhvammi og vænt- anlegra húsa í Kolbeinsstaða- mýri.“ tækisins, en á sviði jarðvinnu- deildar eru einnig ýmis verk á lokastigi, að sögn Jóhanns G. Bergþórssonar forstjóra. Hann sagði í því sambandi, er Fjarðar- pósturinn spurði hann um áfram- hald þeirra verkefna: „Blöndu- verki er lokið, klæðingu að mestu lokið, en ný verk eru að hefjast. Ýmis önnur verkefni eru einnig í deiglunni, en ekki er unnt að skýra frá þeim að svo stöddu. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn vegna Blönduvirkjunar verði til- búin til útsendingar nú í október og að tilboð verði opnuð í janúar 1989. Framkvæmdir norður í Blöndu þurfa að hefjast í mars- apríl 1989.“ Sigurgeir bœjarstjóri tekur hérfyrstu skóflustunguna að hinu nýja hverfi ' i Kolbeinsstaðamýri. Þá segir og, að óvissa sé enn um framkvæmdir við Hverfisgötu 20, en að það mál sé í vinnslu. Verk- efnið á Grænlandi, þ.e. byggingar ýmis konar, séu enn í fullum gangi. Þá eru ótalin ýmis smærri verkefni eins og dælustöðvar og Sætúnsræsi. Að framan hefur aðeins verið talið byggingardeildasvið fyrir- Börnin sem mœttu á staðinn fengufyrst litlar skóflur og hófust strax handa, en síðanfengu þau einnig að gera eins og bœjarstjórinn, þ.e. grafa með „alvöru“-skóflu. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Hilmar Sæberg Björnsson. Fæðingardagur? 21. febrúar 1916. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Einhleypur. Bifreið? Mazda 323. Starf? Ellilífeyrisþegi. Fyrri störf? Sjómaður, lengst af stýrimaður og skipstjóri, síðar starfsmaður hjá ÍSAL. Helsti veikleiki? Ferðalög. Helsti kostur? Heiðarleiki. Uppáhaldsmatur? Nautasteik. Versti matur sem þú færð? Feitt kindakjöt. Uppáhaldstónlist? Létt tónlist. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Kristján Arason. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Mar- gréti Thatcher. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Söng og dansþættir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast Stjórnmálaumræð- ur. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Jónas Jónasson og Ólína Þorvarðardóttir. Uppáhaldsleikari? Anthony Quinn. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Uppreisnin á Bounty. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ferðast, les, horfi á sjón- varp og fleira. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? San Fransisco. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Lygi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Dóttur mína, sem býr erlendis, bara spjalla við hana. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Eðlisfræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ferðast. Hvað myndirðu vilja í afmæl- isgjöf? Ekkert. Ef þú værir ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Þar sem ætti að fremja hryðjuverk, til að geta afstýrt þeim. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Rómönsku Ameríku. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Svefn. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Halda bæjarbúum veislu. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? „Græna hliðin upp.“ HRAUNHAMARhf A A FASTEIGMA- OG ■ ■ SKIPASALA IQIIQI Reykjavíkurvcgi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Hafnfirðingar, vegna mikillar söiu og eftirspurnar bráðvantar nú allar gerðir eigna á skrá. Reykjavíkurvegur lb. - versi. og iðn.húsn. 160 fm. íb. á 3. hæð. Versl og iðn.húsn. á 1. hæð og jarðh. Skipti mögul. Hraunbrún. Nýl. 235 einb.hús á tveim hæðum með innb. tvöf. bílsk. Efri hæð fullb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11 millj. Stekkjarhvammur Nýkomið 160 fm. raðh. auk baðst. í risi og bílsk. Verð 8,5 millj. bílsk. 4 svefnh. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Verð 8,5 millj. Hraunhólar Garðabæ. Miög sérstakt og skemmtilegt 204 fm parhús auk 45 fm bílsk. Verð10,5 millj. Suðurhvammur. 220 fm raöhúsátveim hæðum með innb. bílskúr. Til afh. strax fokh. Verð 5,7 millj. Brekkuhvammur - Hf. Giæsii. 171 fm einb.hús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.) Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán.verð 10,3 millj. Stuðlaberg. 150 fm parhús á 2 hæðum. Að mestu tilb. u. trév. Verð 6,2 millj. Fagrihvammur. Mjögskemmtilegar2ja- 7 herb. íb. sem skilast tilb. u. trév. Suðv.svalir. Allt frág. i sameign og utan. Verð 2ja herb. frá 3 millj. 4ra herb. frá 4,7 millj. Brekkugata Mjög falleg 150 fm 5 herb. efri hæð ásamt 26 fm bílsk. Allt sér m.a. garður. Skipti mögul. á 3ja herb. ib. I suðurbæ. V 8,2 millj. Mosabarð. Mjög falleg 138 fm sérh. á 1. hæð 4 svefnherb. Stór stofa. Nýtt eldh. Bilsk- réttur. Fallegur garður. Ákv. sala. Verö 6,5 millj. Hringbraut, nýjar sérh. 146 fm effi sérh. auk 25 fm bílsk. Verð 6 millj. Einnig neðri hæð af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Húsiö er ris- ið og afh. fokh. innan og fullb. utan. Suðurvangur Nýjar íb. Mjög skemmtileg- ar 3ja, 4ra og 6 herb. íb. auk parhúss. skilast tilb. u.trév. einkasala. Verð frá 3,9 millj. Hjallabraut. Nýkomin óvenju glæsil. 122 fm 4-5 herb. ib. á 2. hæð. Ath. allar innr. í íb. nýjar. Laus 15. jan. n.k. Verð 6,2 millj. Laufvangur Mjög falleg 97 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð á góðum stað. Laufvangur. Glæsil. 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. Parket. Suðursv. Einkasala. Verð 4,7 millj. Móabarð rn. bílsk. Mjög falleg85fm 3ja herb. íb. á 2. hæð. ásamt góðum bílsk. Nýtt eldh. Gott útsýni. V 5.2 millj. Vitastígur. Mjög falleg 85 fm 3ja herb. jarðhæð. Verð 4,4 millj. Hringbraut - Hf. Mjög falleg 85 fm 3ja herb. jarðh. Nýtt eldh. Parket. Gott útsýni. Einkasala. Verð 4,6 millj. Vallarbarð m.bílsk.Mjog rúmg. 81 fm. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. og falleg íb. Góður bílsk. Verð 4,7 millj. Hraunkambur 80 fm 3ja herb. neðri hæð. Nýtt eldh. Verð 4,3 millj. Hraunhvammur - 2íb. 85 fm 3ja herb. efri hæö. Verð 4 millj. Giæsil. 80 fm. neöri hæð. Verð 4,5 millj. Sléttahraun. Mjög falleg 2ja herb. 65 fm| ib. á 3 hæð. Verð 3,9 millj. Álfaskeið m.bílsk. Mjög falleg og mikið endum. 65 fm 2ja herb. íb. á 2 hæð. Góöur bílsk. Verð 4,3 millj. Miðvangur Mjög falleg 65 fm 2ja herb. ib. á 5. hæð. Áhv. m.a. 2 millj. í nýju Húsn.láni. Laus í febr. Miðvangur. Mjög falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 8. hæð í lyftublokk. Frábært útsýni. Ekkert' áhv. Verð 3,7 miilj. Reykjavíkurvegur. Mjog faiieg 2ja herb. 50 fm endaíb. á 3 hæð. Verð 3,4 millj. Matvöruverslun ásamt íb. í Hafnart. IðnaðarhÚSn. Bæjarhraun, Dalshraun Helluhraun, Stapahraun. Sölumaður: Magnus Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: L_l Guðm. Krlstjánsson, hdl., /33 Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.