Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Side 2

Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Side 2
Jarðskjálfti íSædýrasafnshreppi Hjálparkall barst frá hreppsstjóranum í Sædýrasafnshreppi til Björgunarsveitanna Fiskakletts og Hjálparsveitar skáta kl. 8.07 sl. laugardagsmorgun. Var tilkynnt um stóran jarðskjálfta og að íbúar hreppsins væru margir týndir og/eða stórslasaðir. Brugðust hjálpar- sveitirnar við og hófu þegar björgunaraðgerðir á staðnum við komu þangað, en fyrstu hjálparsveitarmennirnir komu á staðinn klukku- stund eftir útkall. Hrepþstjórinn í Sœdýrasafns- hreppi kallar á hjálp kl. 8.07. Það voru 15 félagar í unglinga- deild Hjálparsveit skáta sem voru hinir „slösuðu", en þarna var auð- vitað um æfingu að ræða. Voru þeir misjafnlega slasaðir, sumir með smábrot, aðrir jafnvel hrygg- brotnir og með innyflin úti. Þá voru aðstæður mjög erfiðar á mörgum stöðum, t.d. lá einn mik- ið brotinn úti í miðri ísbjarnar- gryfju þannig að nota þurfti sig- búnað til að ná honum upp. Kuldi og vosbúð háði einnig hinum slös- uðu og voru margir orðnir illa á sig komnir. Tilkynnt var einnig um, að bíll hefði lent í sjónum og menn í honum. Björgunarbátur mætti á staðnum með kafara, en brim var og erfiðar björgunaraðstæður. Ýmsum æfingabrögðum var Þessi var hinn rólegasti, enda „aðeins“ sœrður á fœti, að því er rann- sóknir björgunarsveitarmanna sýndu. beitt. Tveir hinna slösuðu stopp- uðu fyrstu björgunarsveitarmenn á leið á svæðið og reyndu að fá þá til að draga bíl, sem fór út af, í bæinn. Þeir voru illa á sig komnir og rugluðu heilmikið. Þeim tókst þó ekki að tefja að ráði, nema þá sem snéru til baka með annan þeirra sem var nokkuð slasaður. Fjarðarpósturinn var á vett- vangi og fylgdist með aðförunum. Unga fólkið lék hlutverk sín með prýði, margir voru í losti, en aðrir hinir rólegustu. „Hryggbrotin“ kona þvaðraði endalaust á ensku um að ekkert væri að henni, nema smáverkur í baki, en björgunar- sveitarmenn létu ekki blekkjast. Hún var ekki hreyfð fyrr en réttur búnaður til að flytja hana fannst á svæðinu. Þeir björgunarsveitarmenn létu vel af æfingunni, en þetta er í fyrsta sinn sem sveitirnar koma tvær saman til æfingar af þessu tagi. Allir hinir slösuðu höfðu fundist kl. 10.30, þar með einn sem týnst hafði lengst úti í hrauni. Eftir æfinguna settust menn niður og ræddu málin og komust að sameiginlegri niðurstöðu um hvað reynst hefði vel og hvað mátt betur fara. Hún var „hryggbrotin", og reyndi að fullvissa björgunarsveitarmenn um á ensku, að ekkert vœri að henni. GAFLARI VIKUNNAfí: Fullt nafn? Erla María Kjart ansdóttir. Fæðingardagur? 16. október 1946. Fæðingarstaður? Hafnar- fjörður. Fjölskyldurhagir? Gift. Bifreið? Lada Sport. Starf? Afgreiðslustörf. Fyrri störf? Skrifstofustörf. Helsti veikleiki? Veit ekki. Helsti kostur? Veit ekki. Uppáhaldsmatur? Piparsteik. Versti matur sem þú hefur smakkað? Rauðmagi. Uppáhaldstónlist? Country. Eftirlætisíþróttamaðurinn? Enginn. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Engum. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið? Dans- og söngvamyndir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlcgast? Glæpamyndir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Gísli Hall- dórsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Haustsónata. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það sem til fellur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Það eru svo margir fal- legir staðir á íslandi að það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Ann Bancroft og Shirley Mac- lain. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skól? Ekkert. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti, hvernig myndir þú eyða þeim? Veit það ekki. Hvað myndirðu vilja í af- mælisgjöf? Ánægjulegan dag. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Get ekki hugsað mér að vera ósýnileg. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þer? ísland. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Hlusta á góða tónlist. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Mér dygði ekki einn dagur til að gera það sem ég vildi fyrir bæinn. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Enginn. HRAUNHAMARhf FASTEIQNA- OQ SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Norðurbær. Höfum til sölu nýjar íb. 3-6 herb. í tveimur fjölbýlishúsum við Suðurvang. (b. afhendast tilb. u. trév. eftir ár. Teikn. á skrif- stofu. Nönnustígur. Eitt skemmtilegasta eldra einb.hús í Hafnarf. 67 fm að grunnfleti. Húsið hefur verið mikið endumýjað. Hraunbrún. Nýl. 235 einb.hús á tveim hæðum með innb. tvöf. bílsk. Efri hæð fullb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11 millj. Stekkjarhvammur. Nýkomið 160 fm raðh. auk baðst. í risi og bílsk. Ath. fullb. eign. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. Suðurhvammur. 220 fm raðhúsátveim hæðum með innb. bílskúr. Til afh. strax fokh. Verð 5,7 millj. Brekkuhvammur- Hf. Giæsii. 171 fm einb.hús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.) Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán. verð 10,3 millj. Stuðlaberg. 150 fm parhús á 2 hæðum. Að mestu tilb. u. trév. Verð 6,2 millj. Stuðlaberg m.bílsk. caisofmparhús á tveim hæðum ásamt bílsk. Skilast fullb. utan og fokh. innan. Verð 5,5 millj. Fæst einnig styttra á veg komið. Fagrihvammur. Nú eru aðeins eftir ein 3ja herb. íb., 6 herb. íb. á tveim hæðum og 4ra herb. íb. Verð frá 4,7 millj. íb. skilast tilb. u. trév. Fyrstu íb. í maí. Brekkugata. Mjög falleg 150 fm 5 herb. efri hæð ásamt 26 fm bílsk. Allt sér m.a. garður. skipti mögul. á 3ja herb. íb. í suðurbæ. Verð 8,2 millj. Mosabarð. Mjög falleg 138 fm sérh. á 1. hæð 4 svefnherb. Stór stofa. Nýtt eldh. Bílsk- réttur. Fallegur garður. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. Hringbraut, nýjar sérh. 146 fm efri sérh. auk 25 fm bílsk. Verð 6 millj. Einnig neðri hæð af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Húsið er ris- ið og afh. fokh. innan og fullb. utan. Breiðvangur. Mjög falleg 111 fm (nettó), 4- 5 herb. íb. á 1. hæð ásamt 111 fm íb. í kjall- ara. Verð 7,7 millj. Breiðvangur. Mjög falleg 134 fm (nettó) 5- 6 herb. íb. á 1. hæö ásamt aukaherb. í kj. Áhv. nýtt Húsnlán 2,1 millj. Skipti æskileg á4ra herb. I Norðurbæ. Verð 6,8 millj. Hjallabraut. Nýkomin óvenju glæsil. 122 fm 4-5 herb. Ib. á 2. hæð. Ath. allar innr. í íb. ii/jar. Laus 15. jan. n.k. Verð 6 millj. bléttahraun. Mjög falleg 4ra herb. 110 fm íb. á 2. hæð. Bílskr. Verð 5,7 millj. Breiðvangur m aukaherb. Mjög fai- leg 115 fm 3-4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt aukaherb. i kjallara. Verð 5,7 millj. Hellisgata. Ca. 92 fm 4ra herb. efri hæð. Ákv. sala. Verð 4 millj. Móabarð rn. bílsk. Mjög falleg 85 fm3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt góðum bílsk. Nýtt eldh. Gott útsýni. Verð 5,2 millj. Vitastígur. Mjög falleg 85 fm 3ja herb. jarðhæð. Verð 4,4 millj. Hringbraut - Hf. Mjög falleg 85 fm 3ja herb. jarðh. Nýtt eldh. Parket. Gott útsýni. Verð 4,6 millj. Vallarbarð m.bílsk.Mjog rúmg. 81 fm. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. og falleg íb. Góður bílsk. Verð 4,6 millj. Fagrakinn. Mjög falleg og rúmgóð ca 80 fm 3ja herb. risíb. í tvibýli. Lítið undir súð. Ákv. nýtt Húsn.lán. 1,8 millj. Laus í des. Verð 4,5 millj. Suðurgata. Nýkomin sérlega falleg 3ja herb. jarðh. Flísar á öllum gólfum. Nýjar innr. Verð 4,9 millj. Hraunkambur. 80 fm 3ja herb. neðri hæð. Nýtt eldh. Verð 4,3 millj. Laufvangur. Nýkomin mjög falleg 70 fm 2ja herb. íb. á 3. hæð. Verð 4,1 millj. Sléttahraun. Mjög falleg 2ja herb. 65 fm íb. á 3 hæð. Verð 3,9 millj. Reykjavíkurvegur. Mjog faiieg 2ja herb. 50 fm endaíb. á 3 hæð. Verð 3,4 millj. Suðurgata. Bnslakl.ib. Verð 1,6 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.