Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 2
Frá karamellum upp í kjólaog byssur Fjórar verslanir voru opnaðar í nýju glæsilegu húsnæði við Strand- götuna sl. laugardag, eða á jarðhæð í gamla Hafnarfjarðarbíóshúsinu. Það eru verslanirnar Sport-Gallery, Gjafavöruverslunin Aggva, First tískuvöruverslun, að ógleymdum söluturninum Gissuri gullrass. Eigendur verslananna héldu gestum veglega veislu síðdegis á laugar- dag í tilefni af opnuninni. Þar ávarpaði bæjarstjóri búðaeigendur og óskaði þeim velfarnaðar. Hann tók undir þá skoðun, að með lagfær- ingum á gamla húsinu og tilkomu verslananna hefði Strandgatan og þar með miðbærinn breytt um svip og ætti nú enn að fjölga verslunar- ferðum innanbæjar og í Fjörðinn. Leifur Helgason og Sigrún Kristinsdóttir eru eigendur Sport- Gallerys. Þar er að finna allar íþróttavörur, en fljótlega verður einnig að fá þar allt til skotveiða og fyrir skotveiðimanninn. Gjafavöruverslunin Aggva er í eign Alfreðs Guðmundssonar og Aðalheiðar Sveinbjörnsdóttur. Verslunin selur gjafavörur, mest- megnis vandaðan austurlenskar vörur að sögn Alfreðs. Þá er það verslunin First í eign Báru Guðbjartsdóttur, en hana S-r1''" ,T r r* -"f #.innio qf Reykjavíkurveginum. Bára versl- ar með tískufatnað, þannig að enginn ætti að þurfa að fara í jóla- köttinn, enda búðin full af nýjum vörum. Við hlið First er, - eins og bæjarstjóri sagði í ræðu sinni - úti- bú frá Báru. Þar hefur Gissur Þór- oddsson komið sér fyrir í sölu- turni,- með sölulúgu út á gangstétt. Þar er allt að finna sem finna má í sjoppum. Gissur er, eins og lesendur eflaust vita, eig- inmaður Báru,- Fjarðarpósturinn se.ndir beim öllum hamingjuóskir. Leifur Helgason og Sigrún Kristinsdóttir innabúðar í Sport-Gallery. Bára Guðbjartsdóttir í First. Gissur Þóroddsson í Gissur Alfreð Guðmundsson ogAðalheiður Sveinbjörnsdóttirfyririnnanbúð- gullrass. arborðið í Gjafavöruversluninni Aggva. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Sólveig Ágústs- dóttir. Fæðingardagur? 30. júlí 1938. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Eiginmað- urinn, börnin tvö og hundurinn Tinni, allt heima. Bifreið? Mazda 323 ’86. Starf? Húsmóðir, skólaritari og bæjarfulltrúi. Fyrri störf? Aðallega húsmóð- urstarfið ásamt fleiru. Helsti veikleiki? Reykingar. Helsti kostur? Stundvísi og samviskusemi. Uppáhaldsmatur? Franskt buff með kryddsmjöri. Versti maður sem þú færð? Sigin grásleppa. Uppáhaldstónlist? Öll tónlist. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Carl Lewis. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Mar- gréti Thatcher. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og góðar leyni- lögreglumyndir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? He-Man og félagar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Helgi Pétursson og Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsleikari? Sean Connerey. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Gandhi. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Sinni heimilisverkum og áhugamálum í ITC. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hvaleyrarvatn í logni og sól. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Einlægni og tillitssemi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki og yfir- gangur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Jólasveininn. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Reikning. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Deila með mínum nánustu. Hvað myndirðu vilja í afmæl- isgjöf? Vinarheimsókn. Ef þú værir ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Mig skortir þann eiginleika sem heitir forvitni, því miður. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Lífið sjálft. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Góð gönguferð með hundinn, utan byggðar og ég veiti mér það á hverjum degi. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Of viðkvæmt til að tjá mig um það. Við halda vinskap við bæjar- stjóra. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þegar Ingólfur Arnarson kom til Hafnarfjarðar Þeir sem kunnu að lesa fóru til stóð á skilti: Til Reykjavíkur. Reykjavíkur en hinir urðu eftir. tlRAUNHAMAR léé Vi HF. FASTEIQNA- OQ SKIPASALA ReyKjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Hafnfirðingar athugið. Höfum til sölu flestar þær íb. sem eru í byggingu í fjölb. í Hf. Hjá okkur getið þið skoðað teikningar og gert verðsaman- burð á aðgengilegan hátt. Suðurvangur. Höfum til sölu 3ja-6 herb. íb. í þremur fjölbýlishúsum sem skilast tilb. u. trév. Fyrstu íb. til afhendingar í maí nk. Teikn. á skrifst. Fagrihvammur. Nú eru aðeins ettir ein 3ja herb. íb., 6 herb. íb. á tveim hæðum og 4ra jierb. ib. Verð frá 4,7 millj. Ib. skilast tilb. u. trév. Fyrstu íb. í maí. Nönnustígur. Eitt skemmtilegasta eldra einb.hús í Hafnarf. 67 fm að grunnfleti. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Hraunbrún. Til afh. strax fokh. innan og fullb. utan 247 fm einb.hús. Verð 7 millj. Hraunbrún. Nýl. 235 fm einb.hús á tveim hæðum með innb. tvöf. bílsk. Efri hæð fullb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11 millj. Alfaberg. Glæsil. nýl. parhús sem skiptist í 145 fm hæð með 4 svefnh. og kj. u. húsinu með innb. 60 fm bílsk. og aukarými. Garður frág. Skipti mögul. Verð 10 millj. Suðurhvammur. Mjög falleg 220 fm raðh. með innb. bílsk. Til afh. strax, fokh. Verð aðeins 5,7 millj. Brekkuhvammur - Hf. Giæsii. 171 fm einb.hús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.) Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán. Verð 10,3 millj. Stuölaberg. 150 fm parhús á 2 hæðum. Að mestu tilb. u. trév. Verð 6,2 millj. Hringbraut. 146 fm efri hæð ásamt 25 fm bílsk. Verð 6 millj. Neðri hæð ásamt bílsk. af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Afh. fokh. nú þegar. Breiðvangur. Mjög falleg 111 !m (nettó), 4- 5 herb. íb. á 1. hæð ásamt 111 fm íb. í kjall- ara. Verð 7,7 millj. Breiðvangur. Mjög falleg 134 fm (nettó), 5- 6 herb. íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Áhv. nýtt húsnlán 2,1 millj. Skipti æskileg á 4ra herb. í Norðurbæ. Verð 6,8 millj. Sléttahraun. Mjögfalleg4raherb.110fm íb. á 2 hæð. Bílskr. Verð 5,7 millj. Herjólfsgata. 112 fm 4ra herb. efri hæð ásamt herb. á neðri hæð. Innangengt í bílsk. Verð 6,3 millj. Breiðvangur m. aukaherb. Mjög fal- leg 115 fm 3-4 herb. íb. á 2. hæð ásamt auka- herb. í kjallara. Verð 5,7 millj. Hringbraut. 100 fm 4ra herb. sérhæð. Áhv. 1,5 millj. nýtt húsnlán. Verð 4,8 millj. Strandgata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja-4ra herb. jarðh. Sérinng. Verð 5 millj. Hjallabraut. Mjög falleg ca. 100 fm brúttó 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Hlíðarbraut. Mjög falleg ca 90 fm 3-4ra herb. neðri hæð á rólegum stað. Nýtt eldh. Laus fljótl. Verð 4,9 millj. Vitastígur. Mjög falleg 3ja herb. jarðhæð, tvær stofur og herb. Verð 4,4 millj. Vallarbarð m.bílsk. Mjög mmg. 81 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. og falleg íb. Góður bílsk. Verð 4,6 millj. Suðurgata. Ca 75 fm 3ja herb. rishæð ásamt stórri lóð. Miðvangur. Mjög falleg 74 fm 2ja-3ja herb. íb. á 3. hæð í 3ja hæða fjölb.húsi. Ákv. sala. Verð4,1 millj. Suðurgata. Nýkomin sérlega falleg 3ja herb. jarðh. Flísar á öllum gólfum. Nýjar innr. Verð 4,9 millj. Selvogsgata. Mjög falleg 3ja herb. efri hæð og ris 45 fm að grunnfleti. Mikið endurn. Bílsk.réttur og stækkunarmögul. Brattakinn. Mikið endum. 65 fm 3ja herb. jarðh. Verð 3,4 millj. Vesturbraut. 60 fm 3ja herb. risíb. í góðu standi. Laus strax. Verð 3,1 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.