Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 8
Nýtt „andlit“ Það var skemmtilegt sjón, sem blasti við Hafnfirðingum, þegar búið að var rífa niður vinnupallana á hlið Sparisjóðsins, sem snýr að Linnetsstíg. I stað áls og glers blasir nú við steinflísalagður gafl, meira að segja úr flísum sem voru sérstaklega framleiddar fyrir Sparisjóðinn í Svíþjóð. Að sögn Þórs sparisjóðsstjóra voru flísarnar sérstaklega fram- leiddar í Svíþjóð til að ná samræmingu við aðrar hliðar hússins, en sú tegund flísa er ekki lengur til á markaðnum. Þá hafa gluggar ver- ið minnkaðir og hliðin að öðru leyti steinsteypt. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðarbæjar flutti inn á þriðju hæð hússins sl. föstudag. Fjórðu hæðina ætlar Sparisjóðurinn til eigin brúks, en heilsugæslustöðin var áður til húsa á þessum hæðum. Þá hefur Sparisjóðurinn fest kaup á þriðju hæð húseignarinnar við Linnetsstíg 3, og verður matstofa bankans þar framvegis. FJnRDnR böstunnn Óttarr Proppé í fjármálin Óttarr Proppé, fyrrverandi ritstjórí Þjóðviljans, var nýverið kjörínn af meirihluta bæjarstjórnar til að gegna starfi forstöðumanns viðskipta- sviðs hafnarstjórnar. Óttarr hlaut sex atkvæði meirihlutans, en Guðjón Tómasson þrjú atkvæði. Óttarr hafði áður fengið þrjú atkvæði í hafnarstjóm en Guð- jón tvö. Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Jólatrén eiukomin Hjálparsveit skáta býður Hafn- firðingum jólatré og greni í ár eins og undanfarin ár. Trén voru sér- staklega valin í Danmörku og eru nú komin tii landsins. Verðið er svipað og í fyrra og getur hver og einn valið tré við hæfi. Auk jólatrjánna selja hjálpar- sveitarfélagar margs konar greni, auk þess jólatrésfætur. Ágóðinn af sölunni rennur allur til björgun- arstarfs sveitarinnar, og öll vinna hjálparsveitarfélaga er unnin í sjálfboðastarfi. Jólatrén eru seld á tveimur stöðum, í hjálparsveitarhúsinu við Hraunbrún og við hliðina á blómabúðinni Dögg við Bæjar- hraun. Báðir sölustaðimir eru opnaðirkl. 14virka dagaog kl. 10 um helgar. Við Dögg er lokað kl. 21 en Hjálparsveitarhúsið er opið til kl. 22 öll kvöld. Heimsending- arþjónusta er eins og undanfarin ár._________________ Jólatréð á Thorsplani Kveikt verður á jólatrénu á Thorsplani kl. 15 n.k. laugardag. Haukastúlkur á skotskónum Þessi mynd er tekin í leik Hauka og Stjörnunnar sl. miðviku- dagskvöld. Haukastúlkurnar voru óheppnar því leiknum lauk með jafntefli 20-20, þrátt fyrir mjög góðan leik þeirra. Hér skorar Haukastúlka með tilþrifum. Fjarðarpósturinn hefur fengið liðsauka, sem er nýr íþrótta- fréttaritari. Hann er kynntur á blaðsíðu 6. Þar er einnig að finna splunkunýjar íþróttafréttir frá honum. F Utvegsbankinn 10 ára Það var mikið um dýrðir í útibúi Útvegsbankans sl. laugardag, en þá fagnaði bankinn 10 ára afmæli sínu. Karlakórínn Þrestir söng, fram fór skák- og bridgemót. Auk þess afhentu útibússtjórinn, Bjöm Eysteinsson, og banka- stjórí Guðmundur Hauksson, félögum í bænum styrki. Það voru skák- og bridgesveitir bankans og Hafnarfjarðar sem kepptu og Hafnarfjarðarsveitirn- ar sem hlutu styrki frá bankanum. Einnig var karlakórnum afhentur 25 þúsund kr. til styrktar kaupum á félagsheimili. Ekki bar öllum saman um ná- kvæm úrslit í bridgemótinu, sem væntanlega er aukaatriði, en ljóst var um úrslit í spurningakeppni bankans, sem einnig fór fram í tilefni af afmælinu. Verðlaunin hlutu Kristín Grétarsdóttir og Rannveig Jónsdóttir, kr. 15 þús- und hvor. Kristín Grétarsdóttir tekur hér við verðlaunum sínum úr hendi Guð- mundar Haukssonar bankastjóra, en hún harðneitaði að taka á móti þeim öðru vísi en sitjandi. Á bak við Guðmund er Björn Eysteinsson útibússtjóri. FJflRDflR pöstunnn Næst á fimmtudegi Fjarðarpósturinn kemur út á fimmtudegi í næstu viku og þá í stækkaðri útgáfu. Auglýsendur em beðnir að hafa samband í tíma, þar sem gífurlegt álag er á þessum árstíma. Efni, sem liggur í stöflum, og lesendur hafa reiknað með að yrði í þessu blaði, býður næstu blaða og eru viðkomandi beðnir velvirðingar á því. Jólablað Fjarðarpóstsins kemur út fimmtudag- inn 22. desember. Við bjóðum auglýsendum okkar og öðrum viðskiptavinum mjög hagstætt verð á jóla- kveðjum. Vinsamlegast hafið samband í tíma með jóla- og áramótakveðjur til Hafnfirðinga.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.