Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Qupperneq 2
Dagur Jónsson skrifar um BjörgúK, unglingadeild Fiskakletts:
Unglingar í spennandi undirbúningsstarfi
Unglingadeildin Björgulfur var stofnuö 11. febrúar 1982 aö tilstilli
björgunarsveitarmanna í Fiskakletti og Hraunprýðiskvenna. Hug-
myndin að baki stofnunar deildarinnar er að kynna og undirbúa störf
slysavarnarfélaga og björgunarsveita.
Unglingadeildin starfar innan
vébanda Slysavarnarfélags ís-
lands og er aðalfundur haldinn í.
febrúar ár hvert. Auk þess hefur
deildin sjálfstæðan fjárhag. Inn-
taka nýrra félaga fer fram í sept-
ember og eru þeir á aldrinum 14 til
17 ára.
í dag eru félagar í Björgúlfi 14,
auk tveggja umsjónarmanna, sem
björgunarsveitin skipar úr sínum
röðum. Unglingadeildin hefur
fimm manna stjórn, sem er kosin
á hverjum aðalfundi. Starf stjórn-
ar er að skipuleggja starfsemi og
ferðir á vegum deildarinnar.
Fundir eru á fimmtudögum kl.
19.30 og er þá jafnframt farið á
æfingar, í heimsóknir eða á nám-
skeið. Starfsárið er frá byrjun
september fram í maí.
Starf unglingadeildarinnar hef-
ur verið mjög fjölbreytt í vetur.
Haldin hafa verið námskeið í
skyndihjálp, samtals 20 tímar.
Haldin voru fjarskiptanámskeið
þar sem kennd er meðferð tal-
stöðva, korta og kompása. Farið
var í sundlaug og prófað að kafa
með öllum tilheyrandi búnaði og
einnig er sigið í kletta. Farið er í
heimsóknir, bátar og þurrgallar
björgunarsveitarinnar prófaðir.
Einnig hafa verið farnar ferðir t .d.
vélsleðaferð að Brekkuskógi og
bakpokaferð frá Krísuvík að
Djúpavatni.
Hér hefur aðeins fátt eitt verið
talið, en auk þessa eru iðulega
haldin landsmót unglingadeilda
Frá œfingu deildarinnar í köfun, sem fram fór í Sundhöllinni.
■ '-alísr
Frá sleðaferð Björgúlfs í Brekkuskóg.
Vill setja upp söluvagn
við Suðurbæjarsundlaug
Slysavarnarfélags íslands víðs
vegar um landið.
Unglingadeild Björgúlfs er sú
elsta á landinu, en fljótlega eftir
að hún var stofnuð komu aðrar
fram víðs vegar um landið. Ég vil
að lokum hvetja öll þau ung-
menni, sem áhuga hafa á að starfa
í unglingadeildinni að hafa sam-
band við stjórnina eða umsjónar-
menn. Þá má finna í húsnæði Fisk-
akletts á fimmtudögum.
Dagur Jónsson
Eyþór Þórarinsson, Erluholti
1, Garðabæ, hefur sótt um heim-
ild til að setja upp og starfrækja
söluvagn við Suðurbæjarlaug.
Beiðnin var tekin fyrir á síðasta
bæjarráðsfundi og var samþykkt
að vísa málinu til umsagnar hjá
heilbrigðisráði, íþróttaráði,
bæjarverkfræðingi og forstöðu-
manni Suðurbæjarlaugar.
GAFLARIVIKUNNAR:
Fullt nafn? Víkingur Krist-
jánsson.
Fæðingardagur? 26. mars
1972.
Fæðingarstaður? Neskaup-
staður, en hef mestan hluta
ævinnar búið fyrir vestan.
Fjölskyldurhagir? Bý hjá
móður og fjórum systkinum.
Bifreið? Daihatsu Charade,
árgerð sem ég fer brátt að senda í
niðurrif.
Starf? Nemi í Flensborgar-
skóla.
Fyrri störf? A sumrin hef ég
unnið í málningarvinnu og í
frystihúsi.
Helsti veikleiki? Gef oft eftir,
ekki nógu harður á mínum
málum.
Helsti kostur? Ég er ekki
dómbær á þá.
Uppáhaldsmatur? Hamborg-
arahryggur er gasalega góður,
eins er ég hrifinn af rjúpunni (til
átu alltsvo).
Versti matur sem þú færð?
Svið finnast mér vond.
Uppáhaldstónlist? Hlusta á
nánast allt annað en nútíma
klassíska tónlist og nýlegan jass.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Enginn einn frekar en aðrir.
Hvaða stjórnmálamanni hefur
þú mestar mætur á? Læt ekkert
uppi um stjórnmálaskoðanir
mínar, svona á meðan þær eru að
myndast.
Hvert er eftirlætissjónvarps-
efnið þitt? „90 á stöðinni" stend-
ur fyrir sínu. Góðar kvikmyndir.
Hvað sjónvarpsefni finnst þér
leiðinlegast? Austantjaldsbíó-
myndir geta stundum verið
leiðinlegar. Dýralífsmyndir finn-
ast mér líka frekar döpur afþrey-
ing.
Uppáhalds útvarps- og sjón-
varpsmaður? Skúli Helgason og
Stöðvar-menn.
Uppáhaldsleikari? Mel
Gibson, Michael Keaton og Bob
Hostin koma fyrst í hugann.
Besta kvikmynd sem þú hefur
séð? Midnight Express.
Hvað gerir þú í frístundum
þínum? Ég er á kafi í félagsstarf-
semi í skólanum og þau taka
mestan hluta af mínum frístund-
um.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Ármúli við ísafjarðar-
djúp.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra? Að þeir séu gamansamir og
trausts verðir.
Hvað fer mest ■ taugarnar á
þér í fari annarra? Hortugheit og
mont.
Hvaða námsefni líkaði þér
verst við í skóla? Handavinnu.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta og hvers vegna?
Meðlimir The Pogues eru örugg-
lega stórskemmtilegir.
Hvaða námsefni líkaði þér
verst við í skóla? Engin
spurning, stærðfræði.
Ef þú ynnir tvær milljónir í
happdrætti, hvernig myndir þú
eyða þeim? Keypti mér bíl, færi
til útlanda og hitt inn á banka-
bók.
Ef þú gætir orðið ósýnilegur,
hvar myndirðu helst vilja vera?
Ég myndi planta mér nálægt ein-
hverri af draumadísunum
mínum.
Ef þú værir í spurningakeppni,
hvaða sérsvið myndirðu velja
þér? Tónlist.
Hvað veitir þér mesta afslöpp-
un? Svefn.
Hvað myndirðu gera, ef þú
værir bæjarstjóri í einn dag?
Mæla með að skylda til þátttöku
í íþróttatímum yrði afnumin í
Flensborg.
Uppáhalds-Hafnarfjarðar-
brandarinn þinn? Þegar ég var
beðinn um að gerast Gaflari vik-
unnar. Fyndið, ekki satt.
Námsflokkar
í húsnæði
Þrastanna
Gerður hefur verið samningur
milli bæjarsjóðs og Karlakórsins
Þrestir um afnot bæjarsjóðs af
hluta af húsnæði kórsins að Flata-
hrauni 1. Hyggstbæjarsjóðurnýta
húsnæðið undir starfsemi Náms-
flokka Hafnarfjarðar.
Biðskýliðviö
Suðurbraut
skal á brott
Bæjarráð samþykkti á síðasta
fundi vegna skipulagsástæðna, að
eigendur biðskýlisins við Suður-
braut skuli fjarlægja það og allt
sem því tilheyrir innan sex mán-
aða, bæjarsjóði að kostnaðar-
lausu. Vitnað er til fyrri sam-
þykktar bæjarráðs.