Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 5
FJflRDflR pöstunnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA TOOPPÉ AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR IÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHlASDÓTTIR LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GlSLI BJÖRNSSON PRENTVINNSLA: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHR AUN116,3. HÆÐ, PÓSTFANG 220 HAFNAR- FIRÐI. OPIÐ ER ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651945 (SfMSVARI EFTIR LOKUN) OG 651745. FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA. Fjársvikamálið í Framtíðinni Fjársvikamálið, sem forustumenn Verkakvennafélagsins Framtíð- arinnar, upplýstu félagskonur um á lokuðum fundi I félaginu I gær- kvöldi, vekur óhug heiðvirðra borgara og ennfremur stórar spurningar um fjárreiður og fjárhagsstööu verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin tók m.a. sem „endurgreiðslu" frá starfsmanninum íbúð, bíl, innbú og minkapels var sérstaklega tilnefndur af einni stjórnarkon- unni, en hann er talinn að verðmæti 300 þús. kr. íbúðin er óseld. Stjórnin telur vænlegt að bíða með sölu hennar þar til fasteignaverð stígur, sem væntanlega gerist þegar endanleg ákvörðun um álver á Keilisnesi liggur fyrir, að þeirra sögn. Þær telja sig geta sinnt hlutverki sínu á meðan, þ.e. staðið við fjárhagsskuld- bindingarfélagsins. Peningana í „rétta vasa“ Margar félagskonur vildu fá tafarlaus svör við því á fundinum af hverju þjófnaðurinn var ekki kærður til lögreglu. Ekki er að undra. Þarna er stolið heilum 8,2 millj. kr. frá lægst launaða fólki landsins og reyndar furðulegt að félagið þeirra, Framtíðin, skuli vera svo fjársterkt að geta staðið undir rekstri við þessar aðstæður. Það má ekki gleymast að hér er um peninga félagskvenna að ræða, launafólks sem þiggur að meðaltali um 50 þús. kr. I mánaðarlaun að sögn formanns félagsins eftir fundinn I gær. Væri þá ekki allt eins hægt að láta félagskonur fá I eigin vasa alla þessa fjármuni, fyrst fé- lagið - félagið þeirra - getur rekið sig án þessara fjármuna, a.m.k. tímabundið. Fjarðarpóstinum finnst ekki fjarstæðukennd hugmynd, að litið verði nánar á þessi mál I heild. Getur verkalýðshreyfingin kannski látið eig- endur sína, verkafólk, fá eitthvað af eigum sínum I eigin vasa, a.m.k. á meðan láglaunafólk er eins illa statt og verkalýðshreyfingin sjálf heldur hvað stífast fram. í Framtíðinni eru aðeins um 800 félags- menn, skráðir. Hvað þá með stóru félögin? Af hverju ekki kært? „Það er enginn bættari af því að fara I tugthús", sögðu stjórnarkon- ur I Framtíðinni, aðspurðar um af hverju málið var ekki kært til réttra yfirvalda. Það mátakafram, að starfsmaðurinn fyrrverandi erflutturtil Danmerkur, að sögn formannsins. Af hverju var ekki kært? Launafólk hefur verið hirt í verslunum - oft af ósekju - og lögregla kölluð til, vegna nokkurra króna meints þjófnaðar. - Er það I valdi stjórnarkvenna Framtíðinnar að segja (slenska dómskerfið vanhæft? - Er það þeirra að segja félagskonum, að stórþjófnaður á fjármunum þeirra sé ekki sakaverður? - Hvert er fordæmisgildi? Fjarðarpósturinn setur sig I spor félagskonu, sem tekur við launa- umslagi sínu um næstu mánaðarmót. Þar eru dregnarfrá - af lúsar- launum - óteljandi krónur til aðskiljanlegustu sjóða. - Hið sama á við um atvinnurekendur. - Þessi gjöld verða líklega greidd með breyttu hugarfari eftir afgreiðslu stjórnar Framtíðarinnar á þjófnaðarmálinu. Arangur nýrrar uppeldisaMerðar með kynjaskiptmgu í leik og starfi: Hraustustu stelpur í firðinum og strákar sem hugga télagasna „Tveir strákar eru að leik í stóru rólunni við leikskólann við Hjalla- braut. Aðrir tveir strákar koma að og vilja fá að leika sér með þeim í rólunni. Þeir fá fádæma lélegar undirtektir og er sagt að koma sér í burtu. „Ef við fáum ekki að vera með, þá náum við í stelpumar“, sagði þá annar aðkomustrákanna. - Og viti menn. Þeir fengu samstundis aðgang. Stúlkumar hér sætta sig nefnilega ekki við að einhver sé skil- inn útundan eða barsmíðar séu í gangi. Þá grípa þær til sinna ráða og koma reglu á hlutina.“ - Margrét Pála Ólafsdóttir, forstöðumaður, segir tíðindamanni Fjarðarpóstsins þessa sögu sem dæmi um, hversu vel hafi tekist til varðandi nýbreytni með nýja uppeldisaðferð á heimil- inu, sem felur m.a. í sér kynjaskiptingu á barnahópnum. Ár er nú liðið frá því að heimil- irnir voru þar mjög áhugasamir. ið var opnað og tilraunin hófst. Varðandi árangurinn sagði Mar- grét Pála: „Ég gæti ekki hugsað mér að breyta á ný. Mín niður- staða er sú, að stúlkur í blönduð- um hópi hafi fengið ofurþjálfun í að gera ekki með tilliti til annarra, en drengir í að gera án tillits til annarra. Núna fá allir sömu möguleika til að þjálfa alla þætti. Tilraunin á Hjalla, sem byggð er alfarið á aðferðum, sem Mar- grét Pála hefur hannað, byggir m.a. á þeirri staðreynd, sem fram hefur komið með rannsóknum í skólum, að stúlkur „gleymast" og, fá aðeins 25-30% af athygli kenn- arans, á meðan drengjunum er af- hentur 70-75% skammtur. Mar- grét sagðist hafa unnið í mörg ár með börnum á leikskólaaldri í kynjablönduðum hópum og þar hefði hún komist að þeirri niður- stöðu að jafn réttur væri ekki fyrir hendi, þrátt fyrir kynjablöndun- ina og að kynjahlutverkin hafi lít- ið breyst. Sameiginleg staðsetning kynj- anna í dúkkubúi hafi farið þannig fram, að stúlkurnar stjórna og drengirnir æfa sig í að vera pabbinn, sem er sendur í vinnuna og þar með út úr leiknum, eða að þeir fá að vera hundurinn, sem er rétthærra hlutverk. Sameiginleg staðsetning á skólalóðinni þýðir, að stúlkurnar eiga í vök að verjast með húfurnar sínar og töskurnar og barsmíðar eru helsta afþrey- ingin fyrir drengina. Stúlkurnar verða sem sagt að hlíta reglum drengjanna. I sameiginlegum aldursblönduðum hópi eru það alltaf stúlkurnar sem fyrst koma litlu börnunum til aðstoðar. Margrét Pála sagði að á Hjalla væri barnahópurinn kynjaskiptur meirihluta dagsins til að styrkja hvort kyn á þeirra eigin forsend- um. Hugmyndin væri sú, að tryggja að ólík hegðun bitni ekki á hinum svo og að hvort kyn fyrir sig fái 100% athygli og leiðsögn. Fyrst í stað valdi stúlknahópurinn t.d. sjaldan hreyfisvæði, en dreng- Þetta breyttist eftir því sem mán- uðirnir liðu og kom að því að stúlkurnar völdu hreyfisvæðið oft- ar en drengirnir. Þá hefur einnig komið í ljós, að drengirnir hafa sinnt ungum kynbræðrum sínum, allt niður í tæplega tveggja ára gamla og fengið með því mikil- væga þjálfun fyrir seinni tíma hlutverk í fjölskyldunni. Dren- girnir kunna þessa list líka, ef eng- inn tekur ábyrgðina af þeim. Margrét Pála sagði að starfið á Hjalla byggðist ekki eingöngu á því að einblína á kynlega hegðun eða atferli. Jafnframt og ekki síð- ur væri reynt að rækta og styðja aðrar eigindir jafnhliða. Hún sagði: „Hér má sem dæmi nefna að þótt stúlkurnar hafi í friði „byggt" sínar tertur í byggingar- króknum og mætt bleikklæddar í glæstum kjólum, höfum við einnig lagt mikla áherslu á aðra þætti, svo sem skipulagðar æfingar, sem ég nefni kjarkþjálfun. Þar hlaupa þær uppi á girðingum, þora að stökkva og hrópa eða ganga ber- fættar í hafnfirsku hrauni án þess að kveinka sér - og enginn þarf plástur „Við erum hraustustu stelpur í Hafnarfirði" er okkar eftirlætismáltæki. Á sama hátt hafa drengirnir átölulaust getað unað sér við hasar og hamagang með hinum mesta hávaða, þegar þeir kjósa, - og trufla engan. Þegar átökin ganga síðan of langt eða snuðra kemur á vinskapinn, er engin stelpa til að bjarga málunum og því höfum við getað þjálfað þá í að hugga vini sína eða leysa ágreiningsefnin sjálfir. Eitt sinn kom ég inn í stofu, þar sem fjórir drengir höfðu komið sér í slagsmál, einn orðið undir og grét sá vitanlega eins og hann ætti lífið að leysa. Vinir hans þrír höfðu lagt hann upp á borð, sett púða undir höfuðið og stóðu allir og struku honum blíQlega í huggunarskyni. Drengir kunna þessa list líka, ef enginn tekur ábyrgðina af þeim.“ Verkamannafélagið HLÍF Félagsfundur Verkamannafélagið Hlíf heldur félagsfund, fimmtudaginn 18. október 1990, kl. 20.30 í Hlífarhúsinu, Reykjavíkurv. 64, Hafnarfirði. Fundarefni: I.Kjaramál. 2. Kosning í uppstillingarnefnd. 3. Kosning í kjörstjórn. 4. Önnur mál. Stjórnin Kynjaskipt starfá Hjalla hefur gefið góða raun. Á Hjalla eru 110 börn á aldrin- tilraunina, en hún verður unnin í um 2-6 ára. Margrét sagði, að hún samvinnu við danskt fagfólk. greindiþegargóðanárangurogað Varðandi niðurstöðuna sagði hann yrði áreiðanlega meiri eftir Margrét Pála ennfremur: „Kynja- því sem tíminn yrði lengri. Til- skipt starf hefur fallið vel inn í það raunin hefur vakið mikla athygli, uppeldismódel, sem leikskólinn bæði innanlands og utan. í undir- starfar eftir. í upphafi var ákveðið búningi er gerð kvikmyndar um að reyna þessa nýbreytni í eitt ár, sem nú er liðið. Við vildum leggja okkar af mörkum til að kenna nokkrum drengjum að þeir þurfi ekki að hasast í gegnum lífið og sýna stúlkum að þær þurfi ekki að sætta sig við minnihlutaleiðsögn, athyglissviptingu eða þolenda- hlutverk. Okkur þótti tilraunar- innar virði að reyna, -og í dag erum við fullvissar um að valið var rétt. - Við munum halda áfram á sömu braut.“ Margrét Pála sagði að lokum, að samstarf bæði við bæjaryfir- völd og ríkisvald hefði verið gott. Menntamálaráðuneytið hefði veitt styrk til að vinna að undir- búningi skýrslugerðar og bærinn hefði sýnt mikinn kjark með því að standa að baki leikskólans. Ég er þess fullviss að þessi aðferð skilar hæfari einstaklingum út í þjóðfélagið. I dag sé ég mun betri útkomu hjá báðum kynjum og svo lengi sem ég sé ekki enn betri leið mun ég halda áfram kynjaskipt- ingunni. SMAMYNDIR / VEGABRÉFIÐ í ÖKUSKÍRTEINIÐ FILMUR & l_____ FRAMKÖLLUN StraM$*U 19 • H*tn*ríMt - Siml S4120 Alþýðubandalagið Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarftrði verður haldinn í Skálanum mánudaginn 15. október n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin BOLTAR SKRUFUR, FESTINGAR Landsins mesta úrval - Yfir 15.000 vörunúmer álager ! Ennfremur úrval rafmagns-oghandverkfæra Heildsala — Smásala. Festingameistarar® STRANDGOTU 75. HAFNARFIRÐI SML M 29 £5 HELGARMATSEÐILL II.-14. OKT. FORRÉTTJR: Reykt laxamús með piparrótarsósu og ristuðu brauði eða Sniglaragú á bútterdeigsbotni MILLIRÉTTÍR: Sorbet eða Léttsteikt gæsabringa með trönuberjasósu og sykurbrúnuðum kartöflum eða Eggjahjúpaður lax með tómatsalati DESERTAR: Regnbogafromage með aprikósusósu og rjóma eða Fylltar appeisínur "SURPRISE" Samtals verð 2.990,- MEIRIHÁTTAR STEMMNING Á LOFTINU ALLA DAGA S 651130 A. Hansen a 651130 Q cc o * >- OQ K EFNI0G ÁHÖLD TIL AD: Bora, negla, saga, pussa, festa, skafa, mala, vökva, moka, girða, lysa, raka, tengja... BYKO VIÐ REYKJANESBRAUT DJ -< * o -n 30 O 2 S I M I 5 4 4 1 1

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.