Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 8
Haust í Hellisgerði „Húsnæöismálin sorglegasta dæm- iö um sinnuleysi sveitarfélaganna“ Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, að auglýstir verði opnir viðtalstímar nefndarinnar, þar sem bæjar- búum verði gefinn kostur á að ræða milliliðalaust við stjórnarmenn húsnæðisnefndar um sín húsnæðismál. í greinargerð flutningsmanns, kemur m.a. fram, að tillagan er flutt vegna þess hvernig staðið var að ráðningu forstöðumanns nefndarinnar af hálfu bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Það er Lúðvík Geirsson sem flutti tillöguna, sem samþykkt var samhljóða í nefndinni. Tillagan gerir ráð fyrir að stjórnarmenn skipti með sér að sitja viðtalstím- ana og að þeir verði haldnir eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði. Fyrsti viðtalstíminn verði auglýst- ur hið allra fyrsta. í greinargerð Lúðvíks segir m.a.: „Nú liggur fyrir að meiri- hluti bæjarstjórnar hefur ráðið forstöðumann fyrir húsnæðis- nefnd og við þá ráðningu gengið þvert gegn vilja meirihluta stjórn- arinnar. Undirritaður býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa og óskar eftir góðu samstarfi við þá varðandi úrlausn þess mikla vanda sem blasir við í félagslegum húsnæðismálum hér í bæ. Ýmis stór verkefni bíða þegar afgreiðslu og víst er að forstöðu- maður mun hafa ýmsum hnöpp- um að hneppa á næstunni við að koma sér inn í stöðu mála. Þá er ekki heldur hægt að horfa fram hjá því að þar sem svo hefur verið staðið að ráðningunni, eins og áður hefur verið lýst, er nauðsyn- legt að gefa skjólstæðingum stjórnarinnar kost á að koma málaleitan sinni milliliðalaust á framfæri á formlegan hátt við stjórnarmenn. Því er ofangreind tillaga um fastan viðtalstíma stjórnarmanna flutt.“ Fulltúar Alþýðuflokks bókuðu andmæli gegn greinargerð Lúð- víks þar sem fullyrta að rangt sé farið með hvað ofangreindan kafla varðar. FJflRDflR pbsturmn RÐBRÉFAVIÐSKIPTI 1m r sPARisjöosm REYKJAVlKURVEGI 66-SÍMI 651575 ?A m Samhljóia samþykkti húsnæðisnefndai: Bæjarbúar fái ,jnillilí6alaus“ viðtöl við kjöma nefndarmenn Verkamannafélagið Hlíf, undir forustu Sigurðar T. Sigurðssonar, hefur verið mjög afgerandi hvað varðar húsnæðismálin í Hafnarfirði, enda Ijóst að vandinn er stór, eins og fram hefur komið. Stjórn Hlífar samþykkti nýverið harðorða ályktun vegna sjálfstæðis húsnæðisnefnda sveitarfélaganna, sem send hefur verið félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Bæjarstjórn staðfesti á fundi sínum á þriðjudag tillögu húsnæðisnefndar til húsnæðismálakerfisins, að byggðar verði 300 fé- lagslegar ibúðir í Hafnarfirði fram til ársins 1993. Sigurður T. Sigurðsson hafði áður gert tillögu um að byggðar yrðu 300 íbúðir í bænum á næsta ári. Óafgreiddar umsóknir eru nú 285 og því ljóst að með óbreyttu kerfi yrðu umsækjendur að bíða í allt að sjö ár eftir fyrirgreiðslu. Stjórn Hlífar samþykkti á stjórn- arfundi 4. október eftirfarandi ályktun: „Félagslegar íbúðabyggingar eru eitt helst hagsmunamál al- menns launafólks og sá árangur sem náðst hefur í þeim málum því til hagsbóta, er fyrst og fremst að þakka harðri baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. Nýsett húsnæðislög taka þó ekki tillit til þessa og því er full- trúum verkalýðsfélaganna í hús- næðisnefndum sveitarfélaga ætl- uð þar minni áhrif en æskilegt væri. Því miður eru þess allmörg dæmi að sveitarfélög sinni ekki sem skyldi félagslegum íbúðar- byggingum og er ástandið í hús- næðismálum lágtekjufólks á höf- uðborgarsvæðinu eitt gleggsta en um leið sorglegasta dæmið þar um. Það er því bráðnauðsynlegt fyr- ir alla, sem á félagslegu húsnæði þurfa að halda, að fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar eigi sem mest ítök í húsnæðisnefndunum, auk þess sem vera þeirra í þeim sporn- ar gegn þeirri tilhneigingu stjórn- Hafþór gerður út frá Hafnarfirði? Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins stefnir í að Hafþór, togarinn sem Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið hafa verið að reyna að selja, verði seldur. Ef af sölunni verður mun togarinn vænta- lega verða gerður út frá Hafnarfirði. Ekki tókst að fá fréttina staðfesta í gær, en samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins eru það aðilar í Reykjavík, þ.e. íslenska útflutnings- miðstöðin, Særún á Blönduósi, Dögun á Sauðárkróki og fyrirtæki í Bíldudal, sem hyggjast kaupa togarann. Hann verður þá gerður út frá Hafnarfirði. málaflokkanna að meta húsnæðis- mál efnalítils fólks samkvæmt póli- tískum hagsmunum sínum. Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar telur að auka beri ítök verkalýðshreyfingarinnar í hús- næðisnefndunum frá því sem nú er og mun berjast með odd og egg fyrir því að þær verði sem sjálf- stæðastar og sem mest óháðar póli- tíska valdinu.“ Tímamóta- leikur Það verður stór viðburður í íþróttalífi Hafnfirðinga á laugardag, þegar FH og Haukar mætast í alvöruleik í fyrstu deildinni í handboltan- um. Leikurinn hefst í Kapla- krika kl. 16.30 á laugardag. Bæjarstjóri á bæjarstjómarfundi: Ekki á dagskrá aó kaupa Hvaleyrina Til umræðna kom á síðasta bæjarstjórnarfundi vegna frétta um væntanlega sölu Hvaleyrarinnar. Það kom m.a. fram í máli bæjar- stjóra, vegna „meints áhuga þeirra á kaupum á Hvaleyrinni“, að bæjarstjórnarmeirihlutinn ræður ekki við slík kaup, og að ekki sé á dagskrá að kaupa hana fyrir skattpeninga bæjarbúa. Það var Ingvar Viktorsson sem hóf umræðuna og spurði Jóhann G. Bergþórsson, einn eiganda Hvaleyrar, og bæjarstjóra um stöðu mála. Jóhann upplýsti að umræður um söluna væru í gangi. Hann taldi að Víðir yrði áfram gerður út frá bænum. Varðandi hraðfrystihús Hvaleyr- ar sagði hann misskilning að um atvinnuleysi gæti orðið að ræða. Miklir erfiðleikar væru aftur á móti að manna húsið og eins væri um önnur vinnsluhús í bænum, svo sem Norðurstjörnuna og Sjóla. Hann fagnaði ennfremur yfirlýsingum bæjarstjóra þess efnis, að ekki væri ætlunin að steypa bæjarbúum í þá áhættu að reka bæjarútgerð. KRAKKAR LAUS HVERFI Hverfi í Hraununum við Álfaskeið og í Norðurbæ. Sími 651906. Dreifingarstjóri

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.