Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 2
^Undirx r gafll > Það þótti mönnum með eindæm- um undir gafli í gærkvöldi, þegar stjórnarkonur í Verkakvennafélag- inu Framtíðinni upplýstu, að starfs- maður félagsins, sem dró sér 8,2 millj. kr. úr sjóðum þess á tæpum tveimur árum, vann á sama tímabili tvo stóra vinninga í Lottóinu. í fyrra skiptið vann hún 2,5 millj. kr. og í hið síðara 960 þús. kr. Stjórnarkonur brugðu á það ráð, eftir að upp komst um fjárdráttinn að fá þetta staðfest hjá Lottóinu. - Þetta fékkst þar staðfest. Sem sagt: 8,2 millj., plús 2,5 millj. kr., plús 960 þús. kr. • Laun verkakvenna í Fram- tíðinni eru u.þ.b. 50 þús. kr. Ekki að furða þó þeim ofbjóði. Stjórn félagsins tók handbærar eigur starfsmannsins upp í skuldina. Meðal eigna er íbúð, nýr bfll, innbú, „gardínur fyrir fleiri hundruð þúsund“ að sögn einnar stjórnar- konunnar. Meðal eignanna fannst splunkunýr minkapels, metinn til félagsins á kr. 300 þús., en líklega hefur kann kostað meira í innkaup- um. - Ef einhver hefur áhuga á að kaupa má víst snúa sér til stjórnar Framtíðarinnar, þar sem fullkom- lega virðist Ijóst, að félagskonur hafa sjálfar ekki ráð á slíkum fata- kaupum. Þess má geta að starfsmað- urinn fyrrverandi er fluttur til Dan- merkur. í lokin er hér sagan af hjónunum sem varð illilega sundurorða. Þau töluðust ekki við, en skiptust á skila- boðum bréflega í marga daga. Eitt kvöldið skrifaði bóndinn: „Vektu mig kl. 7, þarf að ná flugvél til Akur- eyrar kl. 8“. Daginn eftir vaknaði hann með andfælum kl. 8.30 og hentist að vekjaraklukkunni til að fullvissa sig um að Idukkan væri orð- in svona margt. Á klukkuna var límdur miði: „Vaknaðu, Gvendur, vaknaðu“, stóð á honum. >.........— Flóamarkaður Til sölu handprjónaðir vettlingar. Einnig hljómborð á kr. 9.900. Uppl. í síma 54423. Barnlaust par, 24 og 30 ára vantar tveggja til þriggja herbergja íbúð á leigu í Hafnarfirði. Engin fyrirframgreiðsla en öruggar mánaðargreiðslur. Meðmæl ef óskað er. Sími 54919 eftii kl. 19. 125 ferm. iðnaðarhúsnæði til leigu að Hjallahrauni 11. Uppl. í síma 54949. Óskum eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð á leigu nálægt Víðistaðaskóla. Öruggar greiðslur og reglusemi. Uppl. í síma54457 eftir kl. 17. Óska eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu - helst strax. Uppl. í vs. 636466 og hs. 75712. Óska eftir 2ja herbergja íbúð á leigu frá og með áramótum. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 54620 og 53554 eftirkl. 19. Hulda. Til sölu leðurjakki, gengur jafnt á strák og stelpu. Splunkunýr á u.þ.b. 15 ára eða eldri. Einnig til sölu tölva, Commodor 64k með segulbandi og fleiru. Uppl. í síma 53880. VerkamannafélagiðHlíh Víðir verði ekki seldur úr bænum „Stjóm Verkamannafélagsins Hlífar lýsir áhyggjum sínum með at- vinnumál Hafnfirðinga, komi til rekstrarstöðvunar hjá Hvaleyri h.f. Sértaklega væra það uggvænleg tíðindi, ef Víðir, togari fyrirtækisins, ásamt aflakvóta, yrði seldur úr bænum“. Þetta er upphaf ályktunar sem samþykkt var á stjórnarfundi í Verkamannafélagin Hlíf fimmtu- daginn 4. október. í ályktuninni segir ennfremur: „Þegar eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar voru seldar Hvaleyri h.f., árið 1985 fullyrtu þáverandi bæjaryfir- völd, að salan yrði ekki til þess að togararnir færu úr bænum og í öll- um kaupsamningum vegna sölu fiskiðjuversins og togaranna yfir til Hvaleyrar h.f. er eftirfarandi , ákvæði: „Kaupandi lýsir því yfir, að hann mun nota hina seldu eign til starfrækslu útgerðar og fisk- vinnslu í Hafnarfirði og er honum kunnugt um að slíkt er forsenda fyrir sölu þessari af hálfu selj- anda.“ Stjórn Hlífar krefst þess að staðið verði við þetta ákvæði og skorar á bæjaryfirvöld að sjá til þess að svo verði gert.“ Sálarrannsóknarfélag Hafnarfjaröar ísland hefur hkitverk Haustfundur Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði verður haldinn í Góðtemplarahúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst hann kl. 20.30. Meginefni dagskrárinnar verður frásögn af einstæðum miðilsfur sem Ulfur Ragnarsson, læknir, flytur. Við sögu koma þjóðkun menn, sem fjalla um framtíð og hlutverk íslands og íslensku þjófi innar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, segir í frétta kynningu frá stjórn félagsins. Ritvangur, ný verslut Við Miðvang 41 er ný verslun, en það er ritfangaverslun. Þar er finna ritföng og gjafavöru, tímarit og úrval erlendra blaða. Opnun tími er virka daga frá kl. 10-18. Myndin hér til hægri er tekin í versli inni í vikunni. FYRIRTÆKINIFIRÐINUM: Lipurtá, ný snyrli- ogfótaaögerðastofa Lipurtá er heiti á nýrri snyrti- og fótaaðgerðastofu við Miðvang 41. Eigendur eru Þórhalla Ágústsdóttir, snyrti- og fótaaðgerðarfræðing- ur, og Rósa Jónasdóttir, snyrtifræðingur. Stofan býður að sögn eigendanna upp á alls kyns snyrti- og fótaað- gerðir. Einnig eru gefnar ráðleggingar um naglalosun, nagla- og húð- sveppi og fleira sem tengist fótum fólks. Auk þeirra Þórhöllu og Rósu er Anna María Garðarsdóttir, snyrti- fræðingur á myndinni. Þá starfar við litgreiningar á stofunni Guðrún M. Jónasdóttir snyrtifræðingur og Cristel Jóhannessen. KS,. 1 [ - | .jr> 1 GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Dagbjört Guð- jónsdóttir. Fæðingardagur? 9. júlí 1920. Fæðingarstaður? Vesturham- ar 1, Hafnarfirði (alin upp á Strandgötu 43). Fjölskylduhagir? Gift, á fjög- ur börn, einn stjúpson, 11 barna- börn, eitt barnabarnabarn. Bifreið? Subaru ’88. Starf? Húsmóðir. Helsti kostur/veikleiki? Ég læt aðra dæma um það. Uppáhaldsmatur? Vel steikt lambakjöt. Versti matur sem þú færð? Allur matur góður. Uppáhaldstónlist? Sveitatón- list. Uppáhaldsíþróttamaður? Guðjón Árnason í FH. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Ég er ópóli- tísk. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Góðar bíómyndir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Spéspegill á Stöð 2. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Jóhanna Harðar- dóttir, Helgi Pétursson. Uppáhaldsleikari? Gísli Hall- dórsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ormagryfjan. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fer í sund og rækta garð- inn minn. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Mannkyns- sögu. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti, hvernig myndir þú eyða þeim? Auka eyðsluna að- eins. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Ég vil ekki vera ósýnileg. Hvað veitir þér mesta afslöpp- um? Heiti potturinn. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Ég færi ekki í spurninga- keppni. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Breyta götunni við Miðvanginn, þannig að ekki stafi stórhætta af fyrir gangandi vegfarendur, þ.e. mjókka gangstéttina þar sem hún er og gera aðra hinum megin götunnar. Þá mundi ég láta rífa „Skuggaborg“, þ.e. Kaupfé- lagsblokkina. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Af hverju fara Þlafnfirðingar með stiga í versl- anir? Af því að verðið er svo hátt. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.