Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 11.10.1990, Blaðsíða 1
FJflRÐflR ^^Mpöstutmn m m ■■ ii ■■ ■ f iÍl r Eja BONUS býéuv beiUÝ Fjársvikamál starfsmanns upplýst á einum fjölmenriasta fundi sem haldinn hefur verii í Framtíóinni: 23.TBL. 1990-8. ÁRG. FIMMTUDAGINN 11. OKT. VERÐ KR. 70,- Dró sér 8,2 millj. - Endurgreiddi meö íbúð, bfl, innbúi og minkapelsi „Bætir engan aö fara í tugthús", segja stjómaikonur, sem ákváöu ai kæra ekki þjófnaðinn Á einum fjölmennasta félagsfundi, sem haldinn hefur verið í Verka- kvennafélaginu Framtíðinni, og boðað var tii í Skútunni í gærkvöldi, upplýsti stjórn félagsins, endurskoðendur og lögmenn, þær 272 félags- konur sem sátu fundinn um fjárdrátt fyrrum starfsmanns félagsins, Klöru Sigurðardóttur. Hún dró sér á rúmlega einu og hálfí ári 8,2 millj. kr. Tclur stjóm félagsins að stjóminni hafi tekist að leiða málið til lykta og ná inn andvirði þessara fjármuna. Stjórnarkonur eru einnig sammála um að kæra ekki þjófnaðinn fyrir lögreglu, þó full játning liggi fyrir. Stjórnarkonur tóku þá fram eftir fundinn, að ekki þryfti að berast nema ein ósk frá félagskonum þessa efnis, til þess að málið yrði kært. Aðspurð af félagskonu á fundinum í gærkvöldi, sagði Guðríður Elías- dóttir, formaður félagsins, að sér dytti ekki í hug að segja af sér vegna máls þessa. Félagskonur gætu fellt sig og stjórn sína á komandi aðal- fundi. Þetta mál væri að hennar mati að fullu frágengið og án saka af hálfu stjórnar. Fréttamönnum var meinaður aðgangur að fundinum, en tíð- indamaður Fjarðarpóstsins ræddi í lok hans við stjórnarkonur á fundarstað. Þær sögðu að Klara hefði tæmt sjúkrasjóð félagsins og látið greipar sópa um aðra sjóði. Þá hefði hún náð andvirði skuldabréfs og komist í fjárreiður dagheimilis félagsins. Samtals dró hún sér kr. 8.241.688. Aðspurðar um, hvort það flokkaðist ekki undir slæmt fordæmi fyrir verka- lýðshreyfinguna í heild, að kæra ekki svo stóran þjófnað sögðu þær: „Það bætir engan að fara í tugthús", og bættu því við að per- sónulega hefur þær hver og ein ákveðið að kæra ekki með tilliti til fjölskyldu Klöru. Málið verður þó kært til lögreglunnar, ef einhver félagskvenna fer fram á það. Því var beint til þeirra á fundinum að snúa sér til lögmanns félagsins þess vegna, ef þær æsktu. Lög- maður félagsins er Arnmundur Bachman. .Stjórnin sagðist telja sig hafa náð inn andvirði ránsfengsins. Meðal þess er blokkaríbúð, nýr bíll, sem þegar hefur verið seldur, hluti innbús og minkapels, metinn Tvær konur hafa lýst framboðum Tvær hafnfirskar konur lýstu inu, en nafn hans hefur veríð því yfir á trúnaðarfundi í Sjálf- nefnt í því sambandi. stæðisflokknum á þríðjudag, að Það eru þær Kolbrún Jónsdótt- þær ætluðu að taka þátt í próf- ir, framkvæmdastjóri, og Lovísa kjöri Sjálfstæðisflokksins 10. nóv- Christiansen, innanhússarkitekt, ember n.k. Þá lýsti Jóhann G. sem ætla að gefa kost á sér. Bergþórsson þvíyfir, að hann ætl- Fjarðarpóstinum er kunnugt aði ekki að taka þátt í prófkjör- Um, aða.m.k. einn Hafnfirðingur á kr. 300 þús. íbúðin og innbúið hefur ekki verið selt, en þær telja sig geta ráðið við fjárreiður félags- ins, a.m.k. tímabundið. Það auð- veldaði uppgjör málsins, að Klara hafði ekki eyðilagt nein skjöl sem tengdust fjárdrættinum. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins var mikill kurr í mörgum félagskvenna á fundinum. Það mun t.d. hafa komið margri félags- konunni í opnu skjöldu, að frétta, að mánaðarlaun Klöru hjá Fram- tíðinni námuu.þ.b. 90 þús. kr. Að beiðni formanns fóru ekki fram neinar atkvæðagreiðslu um málið. ' Stjórn félagsins í lok fundarins í gœrkvöldi: Guðríður Elíasdóttir, for- maður, lengst til hœgri. Henni á hœgri hönd Þorbjörg Samúelsdóttir, varaformaður, þá Kristín Þórðardóttir, meðstjórnandi og Helga Guð- jónsdóttir, gjaldkeri. Lengst til vinstri er Guðrún Guðmundsdóttir, rit- Kolbrún Lovísa enn, Árni M. Mathiesen, dýra- læknir, hyggist gefa kost á sér. í viðtali við Fjarðarpóstinn í gær sagðist hann enn vera að hugsa málið. Framboðsfrestur til þátt- töku í prófkjörinu rennur út 15. október n.k. Framboðsraunir Aiþýðubandalags: Ef Geir hættir, þá kemurOlafurRagnar Ef Alþýðubandalagsmönn- um tekst ekki að fá hinn óum- deilda og vinsæla þingmann Hafnfirðinga, Geir Gunnars- son, til að halda áfram, mun Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður fiokksins gera kröfu til þingsætisins. Geir kýs, sam- kvæmt heimildum blaðsins, að hætta. Alþýðubandalagið í Firðinum ætlar þá að krefjast „galopins“ prófskjörs í kjör- dæminu, þannig að formannin- um verði ekki fært þingsæti á silfurfati, svo notuð séu þeirra eigin orð. Geir hefur setið á þingi í rúm 30 ár. í viðtali við Fjarðarpóst- inn, sagðist hann tilkynna kjör- dæmisráði flokksins á fundi um mánaðarmótin, hvað hann hyggst gera. Alþýðubandalags- menn óttast framboð Ólafs Ragnars. Menn hafa meira að segja á orði, að þeir geti varla hugsað séraðkjósaflokkinn,þó Ólafur fari í framboð í öðru kjördæmi, af ótta við að hann komist inn sem uppbótarþing- maður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.