Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 4
FHKDflR pöstur/nn RITSTJÓR! OG ÁBYRGÐARMAÐUR: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GÍSLI BJÖRNSSON PRENTVINNSLA: FJARÐARPÓSTURINN OG BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHRAUN116, 3. HÆÐ, PÓSTFANG 220 HAFNARFIRÐI. OPIÐ ER ALLA VITRKA DAGA FRÁ KL. 10-17, SIMAR 651945 (SlMSVARI EFTIR LOKUN) 651745.FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA. Af hverju ekki útboð? Félagasamtök í bænum stóöu í sameiningu aö stofnun hagsmunasamtaka aldraöra, sem hlotiö hafa nafnið Höfn. Tilgangur samtakanna er aö standa aö byggingu íbúðarhúsnæðis aldraöra og úthlutaöi bæjar- stjórn þeim nýveriö lóö á Sólvangssvæðinu. Þetta er góöra gjalda vert og fagnaðarefni aö fél- agasamtökin í bænum skuli hafa haft forgöngu um aö aldraðir geti staðið sameiginlega aö slíkum byggingum. Hitt er einkennilegt, aö farið skuli af staö á þann hátt sem gert er, þ.e. aö ganga til samninga viö eitt fyrirtæki, án undangengis útboös. Ekki sniðug byrjun Höröur Zophaníasson, formaöur Hafnar, segir í viðtali viö Fjaröarpóstinn, að samtökin telji hagsmunum aldr- aöra best borgiö á þennan hátt. Byggöaverk hafi undir- ritað samning um aö byggja á sama veröi og þeir geröu fyrirSunnuhlíðarsamtökin íKópavogi. Hann nefnirtil lágt verö, sem boðið er fyrir fullgeröa íbúö. Þaö er hins vegar staöreynd, að miöaö viö stööuna á byggingarmarkaðinum getur enginn sagt til um hver niðurstaða útboös er, fyrr en menn hafa tilboð í hönd- unum. Nýveriö var Morgunblaöshúsiö í nýju Kringlunni boðiö út. Lægsta tilboð í verkiö var 100 millj. kr. lægra en kostnaðaráætlun. - Ef verið er aö huga aö hags- munum aldraöra, var þetta ekki sniðug byrjun. Vonandi aö aldraðir eignist þarna vandað hús á lágu veröi. Höfnum styrkjum Samtök bæjar- og héraösfréttablaöa, sem Fjaröar- pósturinn er aöili aö, hélt aðalfund sinn í Vestmanna- eyjum um helgina. Ályktun fundarins telst líklega "ööru vísi",enaðalfundarályktanirflestrafélagasamtakaþessa dagana, en hún er birt í heild á bls. 3. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða fagna því aö fjármálaráðherra sagöi upp því eintaki aö hverju aðild- arblaöanna, sem fyrrverandi fjármálaráöhera gerðist áskrifandi aö. Fyrrverandi fjármálaráöherra, Ólafur Ragnar Grímsson, vildi meö því sýna blöðunum okkar viöurkenningu og ber aö þakka þá viðleitni. Um leið og viö þökkum núverandi fjármálaráöherra þetta framtak aö segja upp blaðaáskriftunum, hvetjum viö hann til aö stíga skrefið til fulls og segja upp öllum fjölmiölaáskriftum. Meö því gæti hann sparað ríkissjóöi stórar upphæðir og þá standa fjölmiölarnir jafnfætis. Viö viljum standa á eigin fótum og höfnum öllum opinberum styrkjum. Um leiö hvetjum viö þá sem gagn hafaaf, m.a. hiöopinbera.aönotfærasérþjónustuokkar. Rúnar Sigurðsson, framkvæmastjóri Drafnar, fyrir utan hús fyrirtœkisins við Strandgötuna. Dráttarbrautin í baksýn, en þar er nóg að gera við viðgerðir og endurbœtur Skipasmíðastöðin Dröfn 50 ára: Byggingaverktaka og verslun til viðbótar skipaþjónustunni Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð 25. október 1941 og er því 50 ára. Starfsemin hófst í marsmánuði 1942, að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Á afmælisárinu verður margt á dagskrá og nóg að gera, að sögn Rúnars. Ætlunin er að efla mjög verslun fyrirtækisins við Strandgötuna, sér- staklega hvað varðar málningarsöiu. Fyrirtækið hefur breytt rekstri sínum mikið þessa hálfa öld. Það hefur t.d. tekið upp byggingaverktöku og er m.a. með tvö fjölbýlishús í smíðum í Garðabæ. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag um 60. Rúnar sagði einnig í viðtali við Fjarðarpóstinn, að fyrirtækið hefði breytt rekstri sínum mjög mikið á þessari hálfu öld. Upp- haflega var fyrirtækið stofnað um skipaviðgerðir og skipasmíðar. Stofnendurvoru 12og stofndagur fyrsti vetrardagur. Stærsta skipið var m.s. Edda Hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hafa verið smíðuð 3 6 skip og bátar áþessari hálfu öld. Það síðasta var afhent 1976.Stærst þeirravarm.s. Edda, 184 rúmlestir, og þá með stærstu skipum sem smíðuð höfðu verið hérlendis. Bygging dráttarbrautar hófst 1944 og var hún tekin í notkun 1946. Hún tók allt að 200 rúmlesta skip, þ.e. var nægjanlega stór fyrir flest öll fiskiskip á þeim tíma, nema togara. Brautin hefur verið stækkuð og tekur nú allt að 300 rúmlesta skip. Á hliðargörðum rúmast 7-8 skip. Rúnar sagði að nóg væri að gera í dag við skipaviðgerðir og end- urbætur. Því væri alls ekki á dagskrá að hætta þeim þætti í rekstrinum. Aftur á móti væri mikið verkefni framundan við endurbætur á slippnum. Að- spurður um, hvort fyrirtækið gæti ekki nýtt sér ónotaða og svo til nýja aðstöðu í Garðabæ, sagði hann innsiglingu inn á Amar- voginn erfiða og ekki í augsýn að hún yrði bætt. Þráðurinn tekinn upp á ný Við spurðum Rúnar um hús- næðismál fyrirtækisins í hálfa öld. Hann svaraði: „Fyrst var sett um bráðabirgðahúsnæði, en byggt var verksmiðju-, verslun- ar- og skrifstofuhús, sem tekið var í notkun á árunum 1950 til 1951. Árið 1960 var reist neðan götu nýtt hús fyrir verkstæði skipa- þjónustunna. Þegar tréskipum fækkaði og stálskipin tóku við var komið upp vélsmiðju er tók starfa 1968. Trésmíðaverkstæði tók til starfa árið 1950 og verslun með skipa- og byggingavörur 1951. Hefur hvort tveggja verið starfrækt síðan.“ - Nú hefur Dröfn hafið bygg- ingaverktöku. Er það nýtt í starf- semi fyrirtækisins? „Nei. Fyrr á árum var mikið um byggingaverktöku í samvinnu við dótturfyrirtæki Drafnar, Bygg- ingarfélagið Þór h.f., sem stofnað var 1944, enþaðhefur ekki starfað hin síðari ár. Dröfn hefur unnið að innréttingum og viðgerðum húsaog hefur nú tekið upp þráðinn á ný varðandi byggingaverktöku. Það er m.a. með tvö fjölbýlishús í smíðum fyrir Garðabæ." Af öðrum nýmælum má nefna að Dröfn hefur myndað hlutafél- agið Isbolta í samvinnu við hol- lenska fyrirtækið Borslap og er það með verslun sína í húsa- kynnum Drafnar við Strandgötu. Við ofangreind verkefni í hálfa öld hefur Skipsmíðastöðin Dröfn annast kennslu í sínum fag- greinum og hafa margir Hafn- firðingar lært þar iðngrein sína. Milli 60 og 70 iðnnemar hafa útskrifast í skipasmíði, húsasmíði og jámsmíði hjá Dröfn og Þór. Rúnar sagði að lokum, að fyrir- tækinu hefði verið breytt í al- menningshlutafélag 1989 og að starfsmenn væru í dag um 60 talsins. Listahátíð vekur heimsathygli Listahátíð Hafnarfjarðar, settvaruppítengslumviðhana. einnigfyrirlesturviðnaskólann sem haldin var í sumar, hefur Hann hefur einnig verið beðinn í Mexico um sama efni. vakið athygli víða um heim. Að sögn Sverris Ólafssonar, myndlistarmanns og eins aðalhvatamanns að hátíðinni, höfum við ekki getað eignast betri sendiherra en erlenda listafólkið sem dvaldi hér í sumar. Sem dæmi um hróður hátíðarinnar er Sverrir á fömm á alþjóðlega ráðstefnu í Santa Fe í New Mexico þar sem hann hefur verið beðinn að flytja fyrirlestur urn Listahátíðina og alþjóðlegu vinnustofuna, sem að flytja fyrirlestra víðar urn heim. Sverrir sagðist ekki hafa gert sér vonir um að fá slíka athygli sem beinst hefur að landinu og Hafnarfirði í kjölfar Lista- hátíðar, en þetta væri stórkostlegt. Hann er á fömm til Santa Fe á sunnudag þar sem hann heldur fyrsta fyrirlestur- inn. Þaðan fer hann til Mexico til að undirbúa einkasýningu á Expositvm, sem er rnjög þekkt alþjóðlegt gallen. Hann heldur Þá hefur Sverrir fengið ósk um að halda fyrirlestur í Florida. Hér með er ekki allt upp talið því Sverrir er einnig með á dagskrá sýningarferðir til Japan, Italíu og Frakklands. Alls staðar hefur hróður Lista- hátíðar borist og sagði Sverrir að ummæli í þekktum lista- tímaritum í heiminum væru stórkostlega jákvæð. - Nánar verðurrætt við Sverri Ólafsson í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins. 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.