Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 3
Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaöa: Fagnar uppsögn ráðherra á einu áskriftareintaki -RAFBUÐHI ÁLFASKEIÐ/ 31 - S/M/ 53020 AUGLÝSINGASÍMINN ER j 651745 1 FJflRÐflR póstunnn Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða var haldinn í Vestmannaeyjum um helgina. I samtökunum eru sextán bæjar- og héraðsfréttablöð. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru þrjú fræðsluerindi fiutt á fundinum. Gestur Traustason frá Tölvustofunni fjallaði um tölvuvæðingu blaða með Macintosh. Sigurjón Jóhannsson, útlitshönnuður og fjölmiðlakennari, flutti fróðlegt erindi um fyrstu dagblöðin á Islandi og leiðbeindi um hönnun. Omar Valdimarsson, blaðamaður, fjallaði um fjöl- miðlun almennt og gaf leiðbeiningar um bæjar- og héraðs- fréttablöðin. Samtökin hafa starfað í tvö ár. Þau einbeittu sér fyrst í stað að því að ná meira jafnrétti gagnvart „stóru“ fjölmiðlunum t.d. í aug- lýsingamálum og áskriftum frá hinu opinbera. Það kom fram á fundinum, að sú barátta hefur verið árangurslítil. Því voru fundarmenn á því að einbeita sér að fræðslumálum og áframhald- andi góðri samvinnu og kynningu aðildarblaðanna, sem gefið hefur góða raun. Það kom einnig fram á fundinum, að aðstandendur blaðanna telja, að þróunin í fjöl- miðlaheiminum í dag skapi aukið og betra svigrúm fyrir bæjar- og héraðsfréttablöðin og vert sé að vekja athygli stjómvalda á þeirri þjónustu sem þau veita. Svohljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Aðal- fundur Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða, haldinn í Vest- mannaeyjum 18. til 20. október 1991, lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun fjármálaráðherra, að segja upp því eina eintaki af hverju aðildarblaða samtakanna sem keypt var. Aðalfundurinn hvetur stjóm- völd til að stíga skrefið til fulls, segja upp öllum fjölmiðlaá- skriftum og afnema alla flokks- pólitíska útgáfustyrki. Þar með sitja allir fjölmiðlar við sama borð. Aðalfundur Samtaka bæjar- og hérðasfréttablaða ítrekar, að blöð innan samtakanna vilja standa á eigin fótum, án nTdsstyrks. Engu að síður álítur fundurinn, að hið opinbera mætti í mun ríkari mæli en gert er, nýta sér þá þjónustu sem blöðin bjóða upp á. "Móttökur aðstandenda að- ildarblaðanna í Vestmannaeyj- um, þ.e. Frétta og Dagskrár, voru frábærar. Ritstjómm og fylgdar- liði var boðið í kynnisferðir, m.a. bátsferð í kringum eyjamar. Ennfremur var boðið til móttöku í Akogeshúsinu og kvöldverðar með skemmtidagskrá. Ný stjóm var kjörin á aðal- fundinum. í henni eiga sæti: Sigurður Sverrisson, Skagablað- inu, formaður; Fríða Proppé, Fjarðarpóstinum, ritari; Gísli Valtýsson, Fréttum, gjaldkeri. Ennfremur þeir Páll Ketilsson, Víkurfréttum og Sigurjón Sig- urðsson, Bæjarins Besta á Isa- firði. ÞAKKARÁVARP Hafnflrðingar - Garðbæingar - Bessastaðhreppsbúar Þökkum af alúð þeim félagasamtökum öllum, eintaklingum og fyrirtækjum, sem á einn eða annan hátt sýndu stuðning sinn við óbreyttum rekstri St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, með því að gera undirskriftasöfnunina jafnglæsilega og raun varð á. BANDALAG KVENNA HAFNARFIRÐI DEKKID Reykjavíkurvegi 56 Sími51538 NÚ ER TÍMI VETRARDEKKJANNA! Bjóðum úrval af nýjum dekkjum, ásamt sóluðum NORDEKK FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA GREIÐSL UKORTAÞJÓNUSTA VANIR MENN 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.