Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 8
FfflRMR ptistunM Ölvaður maður með byssu handtekinn - Lögreglan hefur ítrekaö haft afskipti af manninum Ölvaður maður, sem lög- væri í eigu kunningja mannsins, reglan hefur ítrekað haft af- en hún var geymd á verkstæði í skipti af, var handtekinn við Reykdalshúsinu. Reykdalshúsið við Reykjanes- Maðurinn ógnaði engum, braut í fyrradag. Hafði mað- nema sjálfum sér með byssunni, urinn þá hleypt af skoti úr að sögn lögreglunnar, en til tvíhleyptri haglabyssu, sem öryggis var víkingasveit lög- lögreglan telur að hafi lent út reglunnar kölluð út. Löreglan í í loftið. Maðurinn, sem fæddur Hafnarfirði hafði þegar hand- er árið 1970, er búsettur í tekið manninn, þegar víkinga- Reykjavík og með langa saka- sveitin kom á vettvang. Að sögn skrá. lögreglunnar verður hinn hand- Þegar Fjarðarpósturinn hafið tekni sendur til meðferðar sál- samband við rannsókna- fræðings, að lokinni yfirheyrslu, lögregluna í Hafnarfirði í gær, sem vonast var til að hægt yrði var maðurinn enn að sofa úr sér. að hefja síðdegis í gær. Lögreglan sagði að haglabyssan Skógræktarfélag Haf narfjarðar 45 ára Skógræktarfélag Hafnar- heiðursfélagi á 40 ára afmæl- fjarðar er 45 ára. I því tilefni inu. verður hátíðarfundur í Á hátíðafundinum á föstu- Hafnarborg á föstudag. dag verður sýnd mynd frá í tilefni af afmælinu verður skógræktarsvæðum Hafnar- Olafur Vilhjálmsson kjörinn fjarðar, auk þess verða ávörp, heiðursfélagi. Ólafur er annar söngurogílokinkaffiveitingar heiðursfélaginn, því Jón í boði félagsins. Magnússon í Skuld var kjörinn Heilsugæslustöðin Sólvangi: Influensu- og lungna- bólgubólusetningar Það er orðinn fastur liður á haustin á heilsugæslustöðinni Sólvangi , að bólusetja við in- flúensu. I ár verður einnig bólusett við algengri lungna- bólgubakteriu, sem stungið hefur sér niður. Hentugt er að sögn Kristínar Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra á heilsu- gæslustöðinni, að tengja þessar bólusetningar saman. Bólu- setningarnar hefjast í nóvem- ber. Hvað varðar inflúensubólu- setninguna er fyrst og fremst mælt með bólusetningu fyrir fólk 70 ára og eldra og þeirra sem haldnir eru langvinnum lungna- sjúkdómum, hjartasjúkdómi með bjúg og öðrum langvinnum sjúkdómum. Hvað varðar lungnabólgu- bakteriuna er ráðlagt að bólusetja fólk frá 60 ára aldri og fólk sem er í sérstakri áhættu á að fá sjúkdóma af völdum lungna- bólgubakteriu vegna langvinnra sjúkdóma. Ekki skal bólusetja þéttar en á 5 ára fresti. Gegn slysum á börnum Slysavarnardeildin Hraun- prýði gengst fyrir námskeiði í Slysavarnarhúsinu í kvöld. Námskeiðið er hluti af átaki SVFI gegn slysum á börnum og er fyrirlesari sérfróður á þessu sviði og hefur farið um allt land með slík námskeið. Á námskeiðinu situr einnig fyrir svörum Kristín Pálsdóttir, hjúkrunaforstjóri á heilsugæslu- stöðinni Sólvangi. Námskeiðið er öllum opið og eru ungir for- eldrar séstaklega hvattir til að sækja það, að sögn þeirra Hraunprýðiskvenna. Námskeiðið er eins og fyrr segir í Slysavarnarhúsinu og hefst það kl. 20.30. 17ERÐBRÉFAVIÐSKIPT1 r sPARisjóÐsm REYKJAVÍKURVEGI 66-SÍMI 651575 Haustkoman í Hellisgerði Árni Sverrisson framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala eftir nýjan fund: Línurnar hafa skýrst - Enginn samningsgrundvöllur sjáanlegur í umræðum um málefni St. Jósefsspítala á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag sagði bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, m.a., að heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, hefði lýst því yfir, að talan um fjárveitingu til spítalans, þ.e. 112 millj. kr. væri ekki heilög. Árni Sverrisson, framkvæmdastjóri spítalans, sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn eftir nýjasta fund stjórnar spítalans með ráðuneytismönnum, sem var haldinn á mánudag, að þar væri allt járn í járn. Línurnar hefðu skýrst hvað það varðar, að enginn samningsgrundvöllur væri sjáanlegur. Ráðuneytið virtist ekki ætla að gefa neitt eftir, þrátt fyrir tillögur stjórnar spítalans um niðurskurð á rekstraráætlun um sem nemur 17,5-18 millj. kr. á verðlagi fjárlagafrumvarpsins. í bæjarstjóm fóru fram um- ræðuríkjölfarframlagðrartillögu Magnúsar Jóns Ámasonar, Al- þýðubandalagi, um málið. I til- lögu hans, sem fyrst og fremst var þakkarávarp til bæjarbúa vegna samstöðu um málið, var einnig sneitt að þingmönnum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þar var leitt að því getum, að þeir hafi vitað af tillögunum um nið- urskurðinn, áður en frumvarpið kom fram. Magnús Jón sagði m.a. í umræðunum, og vitnaði orðrétt í ræður þingmanna á alþingi, að annað hvort segði formaður Al- þýðuflokks ósatt eða Guðmundur Ámi Stefánsson, þingmaður Hafnarfjarðar, þ.e. um hvort hann hefði haft vitneskju um niður- skurðinn. Bæjarstjóri, Guðmundur Ámi Stefánsson, mótmælti þessum ásökunum og sagði Magnús Jón vera sendiþoða Svavars Gests- sonar og Olafs Ragnars Grírns- sonar á bæjarstjórnafundinum og því hefði hann aldrei trúað. Málsgrein í tillögu Magnúsar Jóns, sem gaf í skyn tví- skinnungshátt þingmanna Hafn- arfjarðar, var síðan felld úr til- lögunni með atkvæðum Al- þýðuflokks- og Sjálfstæðis- flokksmanna. Tillagan, sem að öðru leyti innihélt þakkir til bæjabúa vegna undirskriftaher- ferðarinnar, var síðan samþykkt samhljóða. Ámi Sverrisson sagði enn- fremur í viðtali við Fjarðar- póstinn, að stjórnendur spítalans myndu halda áfram að kynna málið áfaglegum grundvelli. Þeir myndu einbeita sér að því að ræða við þingmenn í heilþrigðis- og trygginganefnd alþingis, enn- fremur í fjárlaganefndinni. Hann sagðist ekki sjá að frekari viðræður við ráðuneytismenn hefðu nokkum tilgang. SÖLUMEISTARAR FJARÐARPOSTSINS KRAKKAR! Nú hefst keppnin um sölumeistara Fjaröarpóstsins. í hverri viku fram að jólum verður sá ykkar sem selur mest verðlaunaður. Sölumeistarar Fjaröarpóstsins verða slðan útnefndir rétt fyrir jólin og fá þeir þá sérstök verðlaun. DREIFINOARSTJÓRI FJflRÐflR I SIMI 651906 pbsturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.