Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 7
Hundahaldið enn í bæjarstjórn: Um hvolpaleikskóla og atf er I isvandamá laf ræð i Bæjarfulltrúar veltust um af hlátri á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, þegar Ellert Borgar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði að uniræðuefni og las upp bréf, sem bæjarráði hefur nýverið borist frá gæludýraversluninni Goggar og trýni. Ellert taldi, að bréfið ætti sérstakt erindi til umfjöllunar félagsmálaráðuneytis, sérstaklega hvað varðaði tvö atriði, þ.e. „atferlisvandamálafræði“ og „hvolpaleikskóla“. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri, stóð upp að loknum upplestri Ell- erts Borgars og sagði - á milli hláturskviða - að hann bæri fullt traust til dr. Mugfords. Bréfið, sem Ellert Borgar las, er svohljóðandi orðrétt: „Hæst- virt bæjarráð. A bæjarstjómar- fundi þann 9. okt. sl. var sam- þykkt að breyta reglum um hundahald í Hafnarfirði. í 2. gr. lið c hinnar nýju tillögu er nýmæli þess efnis að hægt verði að skylda hundaeigendur til að sækja sér fræðslu um hunda- hald ef ástæða þyki til. Tilefni þessa bréfs er að vekja athygli bæjarráðs á því að nú innan tíðar mun gæludýraversl- Bókin um smábátinn Trillum og árabátum hefur fjölgað mikið í flotanum. Þetta hefur leitt til sívaxandi aðsóknar í 30 rúmlesta skipstjómamám- skeið. Byrjað var að kenna vél- fræði á þessum námskeiðum árið 1990, en engin bók var til á ís- lensku um efni sem hæfði. Nú hefur Kristján Jóhannesson, vél- fræðingur og kennari við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum, gefið út nýja bók sem á að bæta úr þessari vöntun og heitir hún "Vélfræði fyrir minni báta og skútur" í bókinni em kaflar um dísil- og bensínvélar og yfirlit um bil- analeit í þessum vélum. Einnig er fjallað nokkuð ítarlega um raf- kerfi og aflyfirfærslu frá vél til skrúfu. Nokkrar síður erum um tæringu og tæringarvamir og að síðustu smávegis um vökvakerfi. Bókin er 84 síður yfir utan formála og efnisyfirlit. Hún fæst hjá út- gefanda, sem sendir hana í póst- kröfu hvert á land sem er. unin GOGGAR & TRÝNI, Austurgötu 25 hér í bæ, setja af stað námskeið fyrir hundaeig- endur. Námskeið þessi munu einkum ætluð þeim sem eru að eignast sinn fyrsta hund en afar mikilvægt er að hundaeigendur séu vel undir það búnir að takast á við hundahald. Hundahald er ábyrgðarmikið hlutverk og kallar á nauðsynlega grundvallarþekk- ingp ef vel á til að takast. Á námskeiðum þessum, sem ætlunin er að verði fastur punktur í þjónustu GOGGAR & TRÝNI í framtíðinni, verður farið yfir öll helstu atriði sem máli skipta. Má þar nefna næringarfræði, heilsu- fræði, hlýðnifræði, atferlis- vandamálafræði o.fl. o.fl. Ennfremur munu GOGGAR & TRÝNI fara af stað með svo- kallaðan hvolpaleikskóla. Þjónusta þessi verður í beinum tengslum og samkvæmt kenn- ingum Dr. Roger A. Mugfords Phd., Bsc. dýrasálfræðings, en hann er mjög virtur á sínu sviði íBretlandi. Hannerm.a. sérstakur ráðgjafi Elizabetar Englands- drottningar og kennir við fjölda breskra dýralæknaskóla. Það er því mikill fengur að fá að kenna samkvæmt hans hugmyndum. Dr. Mugford dvaldi í Hafnarfirði nú í sumar og hélt fimm námskeið í Öldutúnsskóla við frábærar undirtektir. Undirbúningur að þessari hundeigendafræðslu hefur nú staðið í nokkra mánuði og er það trú okkar að vel muni til takast með það í huga að vart verður fenginn hæfari aðili en Dr. Mugford til þess að hafa yfirum- sjón með þessari fræðslu. Þeir aðilar sem starfa munu við þessa hundeigendafræðslu hafa allir yfir að búa mikilli þekkingu og reynslu á sviði hundahalds og hafa sótt fjölda námskeiða hjá mörgum viðurkenndum aðilum. Það er von okkar að Hafnar- Flóamarkaður Handprjónaðir sokkar og vettlingar til sölu. Einnig hljómborð. Uppl. í s. 54423. Vél í Daihatsu Charaide til sölu, keyrö rúml. 70 þúsund km. Búið er að taka úr henni knastás. Var keypt á 15 þús. kr., selst á 5 þús. kr. Uppl. í s: 52369. íbúð óskast. Ungt barnlaust og reyklaust par óskar eftir íbúð á leigu. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskaö er. Uppl. í síma 650887 eftir kl. 19. Hvenær? Bæjarbúi, sem býr á bak við Sundhöllina, hafði samband við Fjarðarpóstinn og sagðist vera orðinn langeygur eftir því að bragginn á bak við Sundhöllina yrði rifinn. Hann kvaðst vilja spyrja bæj- aryfirvöld, hvort ætlunin væri að bragginn fyki sjálfur á brott og þá hvort bæjaryfir- völd ábyrgðust að ekki hlytist slys af. fjarðarbær sjái ástæðu til þess að nýta sér þessa þjónustu og gott samstarf megi takast milli bæjar- ins og GOGGAR & TRÝNI. Virðingarfyllst", og bréfið undirrita þau Amanda Karlsdóttir og Ámi St. Árnason Ellert Borgar benti einnig á í ræðu sinni, að í bréfinu kæmi fram að námskeið þetta hefði verið í undirbúningi í marga mánuði, en hundahaldsreglumar væru ekki enn komnar til framkvæmda. Þrjár sýna í kaff istof u Bryndís Björgvinsdóttir, ína Sóley Ragnarsdóttir og Rannveig Jónsdóttir opna sýningu í kaffistofu Hafn- arborgar á laugardag, 26. nóvember. Sýningin verður opin frá kl. 11 -19 til mánaðarmóta, en frá og með 1. nóvember breytist opnunartími Hafnar- borgar. Verður þá opið í kaffistofu frákl. 11-18. Sýn- ingin stendur til 10. nóvem- ber. I stóra salnum stendur yfir sýning Elíasar Hjörleifsson- ar. Henni lýkur um helgina. HAFNFIRÐINGAR! Bifreiöastjórar B.S.H. kappkosta aö þjóna VERSLIÐ VIÐ EIGIN BÍLASTÖÐ Hafnfiröingum. Nýtt símanúmer er 650666 Veiðimenn! Vatteraðir vind- og regn- heldir veiðimanna- og úti- verugallar. Verð kr. 4.785.- Dröfn hf. byggingavöruverslun, Strandgötu 75, Hafnarfirði s: 50393 Tveir góðir í fjörunni í Hafnarfirði FJORUKRAIN: Fjörukvöld: Fimmtudaga og sunnudaga. Þríréttaður matseðill með villi- bráðarivafi á allt að kr. 1.790. Valinkunnir tónlistarmenn ílytja klassíska, lifandi, tónlist fyrir matargesti. Föstudaga og laugardaga sjngur Ingveldur G. Olafsdóttir fyrir matargesti lög eftir Sigfús Halldórsson og Jón Múla Ámason, við undirleik Jóns Möllers, píanóleikara. Hvunndagstilboð mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Þríréttaður matseðill á kr. 990. - Opið í hádeginu fimmtu- daga, föstudaga og laugar- daga. VEISLUR FYRIR HÓPA. Októbertilboð FJÖRUKRAIN Strandgötu 55 - sími 651213 FJORUGARÐURINN: Nýr yfirbyggður garðskáli, þar sem gómsætir grillréttir eru framreiddir af syngjandi víkingum af báðurn kynjum. Verðsprenging: Tvíréttuð máltíð kr. 1.350. Tilvalinn staður fyrir hópa, stóra sem smáa, sem vilja reyna eitthvað nýtt. JÖRFAGLEÐI: Föstudaga og laugardaga sjá Steini spil og stórsöngvarinn Tarnus, eða Stjánarnir, Kristjánsson og Hermanns- son, um að skemmta gestum með líflegri tónlist. Stemmn- ingin er engu lík og minnir helst á gömlu, góðu sveila- böllin. VÍKINGA- VEISLUR 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.