Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Blaðsíða 5
hún hefur vakið. Sverrir er einnig ómyrkur í máli varðandi varðandi þá spillingu, sem hann segir að eigi sér stað í menningar- og listalífi í höfuðborginni:
Menn eru að gefast upp á þeirri
kommúnistískri stjóm sem er á
listasviðinu. Reykjavík er lil
dæmis að verða síðasta vígi
Stalínismans, þar sem Gunnar
Kvaran heldur öllu í kommún-
istískri krumlu á Kjarvalsstöðum
og í fleiri listamiðstöðvum.
Listamenn eru að springa úr reiði.
Kjarvalsstaðir eru kallað Kvar-
anstaðir af listamönnum í dag.
Það er rétt. Hafnarborg blómstrar
á meðan Kvaranstaðir er orðinn
steinkumbaldi, án lífs.“
Sverrir vitnaði m.a. í greinar
sem Einar Hákonarson lista-
maður hefur ritað í blöð nýverið
um þetta efni. Við báðum Sverri
að útlista nánar í hverju þessi
gífurlega óánægja lægi:
„Hvemig hefur einstaklingur
vald til að ákveða fyrir alntenning
hvað er list. Hvemig er hægt að
troða inn á menn einhverju og
segja það list og að almenningur
sé hreinlega vanmegnugur að
ákveða það sjálfur. Listin er og
á að vera almenningseign.
Vinnustofan okkar í Straumi var
til að gefa almenningi tækifæri á
að fylgjast með og njóta. Hún
hefur enda vakið athygli heims-
ins. Listir eiga að vera almenn-
ingseign. Hún er ekki fyrir út-
valda á stalli, eins og hlutimir eru
reknir í Reykjavík.
Uppraðaðar olíutunnur
listaverk?
Það er ekki hægt að segja við
fólk, að uppraðaðar olíutunnur
séu listaverk, þó svo einhver hafi
keypt það fyrir einhverjar hund-
ruðir milljóna króna. Ég leyfi mér
einnig að efast um að þar hafi
verið farið rétt með. Til saman-
burðar er t.d. grjóthart markaðs-
verð á listaverkunum sem högg-
myndalistamennimir gáfu Hafn-
arfjarðarbæ í sumar 200 til 250
millj. kr. Þar af eru verk heims-
frægra listamanna, eins og t.d.
Seabastians.“
- Þú talar um Stalínisma og
kommúnisma á Kjarvalsstöðum
í höfuðvígi þeirrar stjómmál-a-
stefnu, sem mest hefur deilt á þau
fyrirbrigði, þ.e. í Reykjavík.
Hverju er þama um að kenna að
þínu mati?
„ÞamaerGunnari Kvaranfyrst
og fremst um að kenna, en einnig
menningarmálanefnd Reykja-
víkurborgar, sem er óvirk að
mestu leyti og virðist alfarið lúta
ráðstjórn Gunnars.
Gunnar Kvaran er fram-
kvæmdastóri Kjarvalsstaða.
Hann hefur yfir að ráða öllum
sýningartilboðum sem þangað
berast, auk erlendra tilboða af
öðrum toga, svo sem styrkjum.
Hann er einnig yfirmaður lista-
safna Reykjavíkur, forstöðu-
maður Asmundarsafns. Hann er
ráðgjafi áðurnefndrar menning-
armálanefndar. Hann sér að
mestu um innkaup listaverka
fyrir borgina. Til skamms tíma
var hann formaður Biennal-
nefndar ríkisins og tók þar við og
úthlutað þeint sýningartilboðum
sem ríkinu bárust. Hann er einnig
ráðgjafi stórra fyrirtækja um
listaverkakaup, svo sem Flug-
leiða. Þá er hann einnig ráðgjafi
og oft dómnefndarmaður í öllum
listaverkasamkeppnum sem
haldnar eru og borgin hefur
nokkur afskipti af.“
Þora ekki að segja
sannleikann
Og Sverrir nefndi nokkur
dæmi um „Stalínismann" í
Reykjavík m.a. listaverkið sem
setja á upp í nýja ráðhúsinu, að
vali Gunnars Kvarans. Það verk
sagði hann kannski skiljanlegt
höfundi, en almenningur ætti
áreiðanlega erfitt með að skilja,
þó svo fæstir virtust þora að segj a
sannleikann, enda væri þeim þá
talin trú um skort á skynsemi og
fagurfræði. Sverrir sagði einnig,
að það listaverk sé dæmigert
fyrirhvemiglistinnier þröngvað
upp á menn í persónulegu hags-
munaskyni við vini og vanda-
menn útvaldra fræðinga. Hann
sagði: „Þessi listamaðureríraun
alls góðs maklegur. Ég er ekki
að setja út á hann sem slíkan,
aðeins þetta verk og val Gunnars
á því.“
- Ræður Gunnar þá öllu að
þínu mati um afdrif íslenskra
listamanna?
„J á, miklu, en það kemur fleira
til. Olafur Kvaran, bróðir
Gunnars, er forstöðumaður
Listasafns Einars Jónssonar.
Hann er listráðunautur Norræna
hússins og tekur væntanlega þar
við öllum sýningartilboðum sem
þangað berast. Þá úthlutar hann,
Ííkt og litli bróðir á Kvaran-
stöðum, öllum sýningartímum í
itúsinu. Olafur er einnig ný-
orðinn ráðgjafi Norrænu ráð-
herranefndarinnar, sem hefur
aðsetur í Kaupmannahöfn, þar
sem hann hefur meðal annars
með erindi Sveaborgar, sem er
listamiðstöð í Finnlandi, að gera.
Þaðan fjarstýrir hann embættum
sínum hér heima, utan Einars-
safni, en þaðan hefur hann fengið
langtfrí. Olafurmun einnigvera
ráðgjafi stórfyrirtækja í kaupum
þeirra á myndlist."
Kvaran & Kvaran
Varðandi þá bræður sagði
Sverrir einnig:
"Saman eru þeir bræður með
einkaútgerð nokkurra lista-
manna, sumra ágætra. Til þess-
ara manna deila þeir öllum
tækifærum sem íslenskum lista-
mönnum eru ætluð, þarnteð talið
boðssýningum Kvaransstaða,
með tilheyrandi rándýrum sýn-
ingarbæklingum og öðrum til-
kostnaði, sem listamennimir
þurfa ekki að greiða sjálfir.
Bræðurnir úthluta þessum lista-
mönnum "sínum" bestu sýning-
artímum ársins, öllum erlendunt
sýningum, stærstum hluta lista-
verkakaupa borgarinnar. Þá eru
þau styrkjatilboð sem til þeirra
berast, aldrei auglýst, svo þar er
um óþekkta stærð að ræða.
Þessir skjólstæðingar þeirra sitja
síðan öðrum fremur að fyrir-
greiðslu þess flugfélags sem
hefur einokunaraðstöðu í ferðum
manna milli landa.
Um tíma ráku þeir bræður
gallerí með þessa sömu skjól-
stæðinga, jafnframt opinberum
störfum sínum. Eftir hávær
mótmæli listamanna var galler-
íinu lokað , en aðeins að nafninu
til. Starfsemin var nefninlega
flutt inn á Kvaranstaði og er nú
rekin þar í skjóli „eðlilegrar
starfsemi þess staðar“.
Svo langt er þetta gengið, að
skjólstæðingarKvaran & Kvaran
hika ekki lengur við að tala um
þá sem umboðsmenn sína. Og þá
hljóta menn að spyrja sig, hvert
er eðli umboðsmennsku? Er ekki
venjan að umboðsmenn þiggi
laun fyrir þá starfsemi? Þannig
er það a.m.k. með mína um-
boðsmenn. Sá er aðeins munur-
inn, að þeir gegna ekki opinber-
um embættum, heldur starfa við
sína umboðsmennsku fyrir opn-
um tjöldum.
Listasöfnin
ruslaskemmur?
Hvemig myndu menn til
dæmis líta það augum, ef ég eða
aðrir listamenn gengjunt hér unt
stræti og torg og segðunt hverjum
sem heyra vildi, að for-
stöðumaður Listasafns Islands
væri umboðsmaður okkar? Eða
ætli Þorsteini Pálssyni héldist
lengi á því að selja veiðileyfi í
hafinu kringum landið við eld-
húsborðið heima hjá sér?
Sannleikurinn er sá, að þarna
er á ferðinni eitthvert ljótasta
dæmi sem ég þekki um spillingu
og misnotkun valdsins
Allt fer þetta fram undir því
yfirskini að verið sé að alaþjóðina
upp í „réttum smekk“ á listum og
að verið sé að leiða hana í hinn
„eina sannleika" í menningar-
málum þjóðarinnar. Allt annað
sé rusl og einskis nýtt. Eða eins
og Gunnar Kvaran sagði sjálfur
í nýlegu viðtali við skandínaviska
tímaritið SIKSI, að listasöfn
þjóðarinnar hefðu verið „eins og
ruslaskemmur þar sem lýð-
ræðislegar hvatir hefðu verið
látnar ráða ferðinni“ í stað
Kvaran & Kvaran sannleikans,
þegar hann hefði komist til valda.
Síðan hefði allt verið á betri
veg.
Já, má ég þá frekar biðja unr
lýðræðið, þó að ekki sé það alltaf
fullkomið. Við erum nýbúin að
fylgjast með hruni Kvaran-
stefnunnar j Rúmeníu og Sovét-
blokkinni. Ég er stórefins um, að
það sé sú stefna, sem Islenska
þjóðin vill láta sóa fjármunum
sínum í.
Steinsofandi á verðinum
Reykjavíkurborg er vorkunn,
en stjórnendur hennar verða að
fara að vakna upp af þessum ljóta
draumi, sem þeir láta stjómast af.
Ég er ekki að kenna þeint um, að
öðru leyti en því að þeir eru
steinsofandi á verðinum.“
Sverrir tók það fram, að hann
hefði alls ekki neitt á móti list-
fræðingum almennt. Margir
þeirra gerðu sér grein fyrir því,
að það væri ekki þeirra hlutverk
að segja fólki hvað væri list og
hvað ekki og það sem verra væri,
að almenningur hefði takmarkað
ef nokkurt vit á listum, eins og þeir
bræður stunduðu.
Sverrir sagði að lokum, að hann
væri bjartsýnn á framtíðina, þ.e.
ef menn losuðu sig við Stalín-
ismann í höfuðborginni. Varð-
andi listamiðstöðina í Straumi
sagði hann þar allt ganga ntjög
vel. I suntar yrði lokið við síðustu
framkvæmdirnar í gamla kjam-
anum og hafin bygging á einka-
vinnustofum. Aðsókn að gesta-
vinnustofunni í Straumi er mikil
og upppantað frain á árið 1993.
Þá er rnikill áhugi hjá lista-
mönnum alls staðar að af landinu
að fá að byggja einkavinnustofur
í Straumi.
Fljótlega verður hafist handa
við undirbúning nýrrar Lista-
hátíðar Hafnarfjarðar, en hún
verðurhaldinárið 1993.Þáverður
tónlistin í hávegum höfð, eins og
höggmyndalistin var í ár. Ætlunin
erað haldaListahátíðannaðhvort
ár framvegis.
Til íbúa
Hafnarfjaröar og
Bessastaðahrepps
Bólusetning viö inflúensu- og lungnabólgu-
bakteríu fer fram á Heilsugæslustöðinni
Sólvangi í nóvembermánuöi 1991.
Bólusett veröur á þriöjudögum, miðviku-
dögum og fimmtudögum kl. 9-12 og 13-16.
Verð: Inflúensubóluefni kr. 500
Lungnabólgubóluefni kr. 300
Nánari upplýsingar veittar á Heilsugæslu-
stööinni Sólvangi og í síma 652600.
Yfirlæknir/Hjúkrunarforstjóri
5