Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Blaðsíða 4
BflRDMt
phsfítnnn
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: FRÍÐA PROPPÉ
AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR
ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR
LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN
INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GÍSLI BJÖRNSSON
PRENTVINNSLA: FJARÐARPÓSTURINN OG BORGARPRENT
SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHRAUNI 16, 3. HÆÐ, PÓSTFANG 220
HAFNARFIRÐI. OPIÐ ER ALLA VITRKA DAGA FRÁ KL. 10-17, SÍMAR 651945 (SIMSVARI
EFTIR LOKUN) 651745.FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG
HFRARSFRFTTARI AFIA_
Nýtt Víðismál í Firðinum?
Fréttir af hugsanlegum kaupum bæjarsjóös á Bark-
arhúsinu hafa fengiö dræmar undirtektir margra, t.d. eru
starfsmenn á Slökkviliösstööinni lítiö hrifnir af hug-
myndinni. Dæmin um kaupin á Víöishúsinu í Reykjavík
og nýverið kaup menntamálaráöuneytisins á Slátur-
félagshúsinu í Laugarnesi, sem breyta á í Listaháskóla,
hræöa.
Menn þykjast gera góö kaup og aö hægt sé að haga
seglum eftirvindi, þ.e. hefjast handa viö nauðsynlegustu
bráöabirgöaframkvæmdir, en síöar eigi aö ganga frá og
fullgera. Reynslan sýnir hins vegar aö kostnaöurfer úr
böndum og þegar upp er staöiö er hann oftar en ekki
langtum meiri en allar áætlanir geröu ráö fyrir og oftast
meiri en ef byggt heföi verið nýtt hús.
200 millj. kr. eða 300?
í áætlun um kaup á Barkarhúsinu er reiknað meö, aö
til þess aö kaupa og flytja starfsemi þriggja bæjar-
stofnana, þ.e. Slökkviliösins, Áhaldahússins og hluta
Rafveitunnar, inn í húsiö, þurfi að áætla um 200 millj.
kr. Þeir sem vel þekkja til segja hins vegar, aö reikna
megi meö kostnaði upp á a.m.k. 300 millj. kr.
Auövitaö má benda á tekjur á móti, þ.e. söluandvirði
núverandi slökkviliösstöðvar, Áhaldahúss og hluta af
húseignum Rafveitunnar.
Stækkar bæjarbáknið?
Þaö erafturá móti önnurspurning, sem vaknað hefur
á ný viö þetta hugsanlega húsakaupamál. í hverju á
bærinn að vasast? Af hverju á bærinn aö vera aö reka
vörubifreiðir og önnur þau tæki, sem bæjarbúar hafa
atvinnu af aö reka í einkarekstri? Hvaö kostar þaö
bæjarbúa aö eiga þessi tæki í þann takmarkaða rekstur,
sem bærinn nýtir þau til?
Er ekki hætta á, aö viö kaup á húsnæöi, sem er 4.200
fermetrar aö grunnfleti, þenjist þetta bæjarbákn út.
„Upphefst nú þulann um að gera okkur atvinnulaus"
kann nú einhver starfsmanna Áhaldshússins að segja.
En hafa þeir litið á máliö frá þeirri hlið, aö kannski væri
þaö kostnaðarminnst fyrirbæjarsjóö, þ.e. bæjarbúasem
eiga þann sjóö og þar meö viðkomandi bæjarstarfsmenn,
aö starfsmönnum Áhaldshússins væri einfaldlega gefin
tækin sem þeir vinna á og síöan yröi vinnan, sem þau
eru notuð viö, keypt af þeim sem sjálfstæðum atvinnu-
rekendum? - Gaman væri aö fá þaö dæmi reiknað út til
enda.
4
Rætt við Sverri Ólafsson, listamann í Straumi, um Listahátíðina í Straumi og þá miklu athygli sem
„Ljótasta dæmið
sem ég þekki um
spillingu og mis-
notkun valdsins“
Listahátið Hafnarfjarðar, sem listamenn gengust fyrir 1 sumar, hefur vakið athygli
víða um heim. Því til sönnunar hefur Sverri Ólafssyni, myndhöggvara og einum
aðalforsvarsmanni hátíðarinnar, verið boðið að halda fyrirlestra um hátíðina víða
um heim. Hann er beðinn að fjalla þar um listir á Islandi og sérstaklega um lista-
miðstöðina Straum og Hafnarfjörð, ennfremur um Listahátíðina í sumar og al-
þjóðlegu vinnustofuna, sem sett var upp samhliða hátíðinni. Sverrir fór utan á
sunnudag til Sante Fe í New Mexico þar sem hann flytur fyrsta fyrirlesturinn og ræddi
tíðindamaður Fjarðarpóstsins við hann rétt áður en hann fór utan. Pað er ekki aðeins
að Listahátíðin hafi vakið athygli ytra. Listahátíðin og hvernig listamenn hafa staðið
að verki hér í Firðinum hefur einnig vakið óskipta athygli hérlendis og einblína
íslenskir listamenn nú hingað í von um að dám verði dregið af þróun mála hér. Sverrir
hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvar skórinn kreppir að stöðu listarinnar. Hann
segir m.a., að listamenn séu að springa úr reiði vegna ástandsins á Kjarvalsstöðum,
Gunnar Kvaran haldi þar um „kommúnistískri krumlu sinni“ enda kalli íslenskir
listamenn Kjarvalsstaðir nú aldrei annað en Kvaransstaði.
Sverrir sagði fyrst varðandi
árangurinn af Listahátíðinni í
sumar, að þeir erlendu listamenn,
sem þátt tóku í alþjóðlegu
vinnustofunni og síðan í hátíðinni
sjálfri, en það voru höggmynd-
alistamenn að þessu sinni, væru
þeir bestu sendiherrar sem Island
ætti þessa stundina. Hróður
Hafnarfjarðar og landsins hefði
flogið víða. Því til staðfestingar
sýndi Sverrir blaðamanni möppu
fulla af bréfunt, sem innihalda boð
um að halda fyrirlestra og sýn-
ingar vítt og breytt um heim.
Varðandi þá athygli sem Lista-
hátíðin í sumar fékk, sagði S verrir
einnig, að gestir á hátíðinni hefðu
verið margir tugir þúsunda.
Sverrir er nú, þegar þetta viðtal
birtist, í Santa Fe í New Mexico
þar sem hann flytur fyrirlestur um
Listahátíðina og alþjóðlegu
vinnustofuna á alþjóðlegri ráð-
stefnu. Ráðstefnan fjallar um listir
og almenning og ber titilinn „On
common ground“. Hana sækja
fleiri hundruð manns.
Þreyttir á listsagn-
fræðingahátíðum
Frá Santa Fe fer Sverrir beint
til Mexico þar sem hann verður
við vinnu fram í endaðan
nóvember. Hann vinnurþar verk,
sem hann setur upp á einka-
sýningu í EXPOVITVUM í
marsmánuði. Þetta er mjög þekkt
alþjóðlegt einkagallerí og sýnir
Sverrir 10 skúlptúrverk. I Mexico
hefur hann ennfremur verið beð-
inn að halda sams konar fyrir-
lestur við Háskólann í Mexico-
borg og listaskólana þar í borg,
Esmeraldaskólann þar sem Diego
Rivera, Frida Kahlo Sequeiros og
fleiri stunduðu nám og ríkislista-
skólann, Esuela National de Artes
Plásticas. Frá Mexico fer Sverrir
til Florida þar sem hann flytur
fyrirlestur í Háskóla Pennsacola
á vegum menningaryfirvalda þar,
sem standa að ráðstefnum í sam-
vinnu við menningaryfirvöld í
New Orleans, Atlanta og Mobil
Alabama. Þar hefur Sverrir verið
beðinn um að aðstoða við skipu-
lagningu listahátíðar, sem á að
verða með svipuðu sniði og
Listahátíð Hafnarfjarðar. Erind-
rekar yfirvalda á þessum slóðunt
komu til Hafnarfjarðar í surna
gagngert til þess að fylgjast með
Listahátíð í leit að nýrri forskrift
fyrir slíka uppákomu.
Sverrir sagði í þessu sambandi:
„Ohætt er að segja, að víða um
heim eru menn orðnir langþreyttir
á rándýrum listsagnfræðingahá-
tíðum, sem sjaldnast eru í nokkru
samhengi við það sem raunveru-
lega er að gerast í listum, en
byggja mikið frekar á óskhyggju
bissnessmanna í þeirra röðum.“
Stefnt er að því að hátíð þessi
verði haldin sumarið 1993.
Til Mexico er boðið á ný í lok
næsta árs. Þá verður sett upp al-
þjóðleg sýning úti í eyðimörkinni,
þ.e. í norður Mexico í Chihu-
ahuafylki. Það verður svokölluð
umhverfisvæn sýning. Öll lista-
verkin verða búin til úr sólbök-
uðum leir og innfæddir Indíánar
fengir til að búa þau til í samvinnu
við listamennina.
Hér er aðeins fátt eitt talið, því
Sverri hefur einnig verið boðið,
ásamt Guðnýju Magnúsdóttur,
Borghildi Óskarsdóttur og Guð-
rúnu Kristjánsdóttur, að sýna í
Kansas City, Flaggstaff í Arizona
og víðar í Bandaríkjunum. Þá
hefur honum verið boðið að sýna
áítalíu 1993, í Frakklandi og e.t.v.
í Sviss. Ennfremur í Japan 1994.
Nýjasta boðið sem Sverrir
hefur borist er að sýna á „The
Hakone Open-air Museurn" í
Tokyo í Japan árið 1992. Það er
verðlaunakeppni og sýning.
Hafnarborg rís og vex
- Hvað er okkur héma heima?
Fáum við einhverja sýningu á
verkumþínumíöllu þessuannríki
erlendis?
„Eg er ekki með neina sýningu
fyrirhugaða á næstu árum. Það
yrði þá helst í Hafnarfirði, Hafn-
arborg, ef til þess kæmi“, svaraði
hann. Sverrir sagði einnig, að ís-
lenskir listamenn litu til Hafnar-
fjarðar í von um betri tíma í
málefnum menningar- og lista, og
bæri þar að geta þáttar Hafnar-
borgar. Hann sagði: „Þar hefur
hlutunum verið komið fyrir
þannig, að almenningur getur
sjálfur notið, valið og hafnað.
Pétrún Pétursdóttir, forstöðu-
maður, hefur stjómað Hafnarborg
með frábærum hætti, enda er það
svo að Hafnarborg rís og vex,
langir biðlistar eru eftir að sýna
þar.“
- Við verðurn vör við það hér
á Fjarðarpóstinum, þegar við
tökum viðtöl við listamenn, sem
eru að setja upp sýningar í Hafn-
arborg, að þeir setja mjög út á
Kjarvalsstaðir og telja erfitt, ef
ekki ómögulegt, að komast þar að.
Á sama tíma eru þeir mjög
ánægðir með Hafnarborg og
hvemig þar er staðið að verki.
Hvað viltu segja um það?
Kommúnistísk
krumla Gunnars
Augu íslenskra listamanna
beinast nú mjög að Hafnarfirði,
eins og ég sagði og ennfremur að
því. hvemig okkur hefur tekist að
gera listina að almenningseign.
i